Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 6
sjálfsögðu skrifað á pólsku en birtist hér í þýðingu með aðstoð Halínu. Þennan dag voru systrunum færðar út- sæðiskartöflur til að setja í klausturgarð- inn. Þær höfðu strax tekið til hendinni og voru búnar að koma þeim niður. Höfðu greinilega haft gaman af og sögðu að nú vantaði bara meira útsæði til að fylla garðholuna. í spjalli um þetta kom líka fram að þær hafa fengið sér nokkrar hæn- ur sér til búdrýginda og ánægjuauka. Þær eru spurðar hvernig gangi að læra íslensku. Lítið, segja þær. Eina ráðið til þess að það gangi eitthvað, væri líklega að fá íslenska konu í klaustrið, og þær hlæja við. Þær eru allar klæddar brúnum kufli og höfuðbúnaði, en sumar hafa þó hvítan höf- uðdúk. Sá munur byggist á því hve löng klausturvistin hefur verið. í fylgd með þeim systrum þegar þær komu hingað var pólskur prestur sem messaði fyrir þær. Nú er hann farinn, en í júní eiga þær von á öðrum presti, landa sínum, sem mun taka að sér messugjörð fyrir þær. Því starfi gegnir á meðan kaþ- ólskur prestur í Hafnarfirði en hann mess- ar fyrir þær á latínu. Halína er að því spurð hvers vegna ísland hafi orðið fyrir valinu hjá þessum systrum og segir hún að kaþólski biskupinn hér hafi spurst fyrir um það í páfagarði hvort Karmel-systur annars staðar að vildu ekki koma hingað þegar klaustrið í Hafnarfirði varð mann- laust. Þá hafi komið í ljós að þessar pólsku systur voru reiðubúnar að koma. Þær fluttu sig því um set og komu hingað en klausturlíf þeirra sé reyndar lítið frá- brugðið því sem var í heimalandi þeirra, Póllandi, nema ef til vill að nú séu Islend- ingar og ísland aðallega í bænum þeirra, þótt þær biðji að sjálfsögðu líka fyrir vel- ferð alls mannkyns. Systurnar smeygja kaffibollum og kök- um út fyrir grindurnar til okkar og biðja okkur vel að njóta. Þær sýna okkur póst- kort og myndir af „Svörtu Madonnunni" í mismunandi skrúða — og vissulega eru það miklir dýrgripir sem þar getur að líta og þær fjalla um hana sem dýrmætan helgigrip. Hún er drottning Póllands, segja þær. Svo syngja þær fyrir okkur sálma af mikilli innlifun um mynd hinnar svörtu madonnu. Við skiljum því miður ekki orðin — en einlægnin og drottinsdýrkunin kemst til skila engu að síður. Engilsbænin ýlega bárust af því fréttir að pólsku Karmel-nunnurnar sem nýlega settust að í Karmelita-klaustrinu í Hafnarfirði hefðu fengið til sín eftirmynd af hinni frægu helgimynd af Maríu guðsmóður með Jesúbarnið sem kölluð er „Svarta Madonnan". Þessi mynd skipar alveg sér- stakan sess í vitund pólsku þjóðarinnar og hefur gert um aldir enda á hún sér merka sögu. Því var ákveðið að fara í heimsókn til systranna í Hafnarfirði með ljósmynd- ara til þess að taka Ijósmynd af myndinni og fá hjá þeim upplýsingar um hana og komu hennar hingað. Það er áhrifamikið fyrir þann sem aldr- ei hefur kynnst klaustri og því sem þar fer fram að stíga fæti þar í fyrsta sinn. En það sem situr efst í huganum eftir þessa heim- sókn er alúð systranna og sá friður og sú gleði sem lýsir af framkomu þeirra og öllu fasi. Eftirmyndin af „Svörtu Madonnunni" hangir yfir altarinu í kapellu þeirra systra, þeim hluta sem opinn er almenn- ingi, og fangar augað um leið og inn er komið, enda þótt kapellan sé að öðru leyti prýdd fögrum munum. Eftirmyndin af „Svörtu Madonnunni (Sjá forsíðu). LJÓSM.: FRIÐÞJÓFUR HELGASON Annar hiiðarveggur kapellunnar er lokaður með grindum og þar fyrir innan liggja systurnar á bæn og syngja saman sálma. Tvær þeirra koma fram fyrir og heilsa okkur og bjóða okkur að koma inn í her- bergi bakatil þar sem við getum spjallað saman með aðstoð túlks. Því herbergi er líka skipt í tvennt með grindum — systurnar fyrir innan, við fyrir utan. Priorinnan, systir María, kann dálítið í þýsku, önnur systir dálitið í ensku, en okkur til aðstoðar er Halína Bogadóttir, sem hér hefur dvalist í ellefu ár, er pólsk að ætt og uppruna, jarðeðlisfræðingur að mennt og vinnur hjá Orkustofnun en er nú orðin íslenskur ríkisborgari. Systrunum var kunnugt um erindi okkar og hafa sett á blað helstu atriði um sögu og helgi frummyndarinnar af „Svörtu Madonnunni" og sömuleiðis eftirmyndar- innar sem hingað er komin. Þetta var að Eingill Drottins heilsar meynni Mirjam og Mirjam varð þúnguð af Drottins anda. Fari allt eftir orðum Drottins. Ég er ambátt Drottins ogglíngur hans handa. Heill drottins orði í mannsins mynd og krossi Drottins yfir dauða og synd. Heill þér, Máría, mettri náð, munablóm herrans. Komdu nú sæl meðal svanna jarðar og sæll á jörðu Kriste Jesú, konunnar sonur, konúngur himna. Heilaga Máría, móðir Drottins, mild þú hans reiði. Bið þú oss náðar, er sorgir sefi og syndum eyði. Bið þú, Drotníng, um Drottins líkn í dauða mínum. Herrans móðir, sjá, himinn og jörð er í höndum þínum. Halldór Laxness þýddi Svarta Hún er drottning Póllands, segja pólsku nunnurnar í karmelítaklaustrinu í Hafnar- firði og hafa nú fengið eftirmynd af þess- um frægasta helgigrip Pólverja EFTIR HULDU VALTÝSDÓTTUR Madonnan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.