Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 7
Frummyndin af „Svörtu Madonn- unni“ er geymd í Jasna Góra í Póllandi — í 600 ára gamalli kirkju við borgina Czestochowa en þar er höfuðborg Póllands í kirkju- legum skilningi. Jasna Góra er einn örfárra heimsfrægra kraftaverkastaða á borð við Lourdres í Frakklandi, Loretto á Ítalíu, Fatima í Portúgal og Guadeloupe í Mexíkó. Nafnið Jasna Góra þýðir „hin bjarta hæð“. Sagan segir að guðspjallamaðurinn Lúk- as hafi málað þessa mynd á borðplötu í húsi heilagrar Maríu og Jósefs í lifanda lífi þeirra. Árið 1927 var myndin hins veg- ar rannsökuð og við aldursgreiningu kom í ljós að hún er frá 6. öld og máluð á svæði austurkirkj unnar. Nafnið „Svarta Madonna" er til komið vegna þess að andlit Maríu guðsmóður hefur dökknað mjög í aldanna rás þar sem sót af kertum sem kveikt hafa verið fyrir framan hana, hefur fest á myndinni. Við hreinsun sem nú fer fram á henni kemur í Ijós að andlitsliturinn hefur upprunalega verið gullinbrúnn. En snúum okkur aftur að sögunni. Hún segir að heilög Helena hafi komið með myndina til Konstantínópel á 4. öld. Á 10. öld er myndin komin í kastala skammt frá borginni Lwow, sem þá tilheyrði Pól- landi en er nú Rússlandsmegin við landa- mærin. Á síðari hluta 14. aldar var mikill yfir- i Bænagjörd gangur tatara á þessum slóðum sem fóru ránshendi um kirkjur og klaustur. Wlad- islav fursti óttaðist að helgimyndin yrði fyrir barðinu á þeim, svo hann ákvað árið 1382 að hún skyldi flutt til Slask-héraðs þar sem öruggara væri að varðveita hana. Furstinn tók sjálfur þátt í þeim leið- angri, sem var erfiður fyrir margra hluta sakir. Leiðangursmenn lentu í margs kon- ar hættum og komu úrvinda til borgarinn- ar Czestochowa. Þar ákváðu þeir að taka sér hvíld skammt frá Jasna Góra, en þá vitraðist María guðsmóðir þeim og gaf þeim merki um að þar vildi hún vera. Myndinni var þvi komið fyrir í Jasna Góra og afhent munkunum í klaustrinu þar þ. 26. ágúst 1382. Árið 1430 voru ræningjar enn á ferðinni í Czestochowa og stálu myndinni ásamt öllum dýrgripum kirkjunnar. Síðar fannst myndin skammt frá Czestochowa þar sem nú er kirkja heilagrar Barböru og kom þá í ljós að ræningjarnir höfðu rist með sverðum sínum sjö skurði í myndina — m.a. einn á háls heilagrar Maríu og tvo á vanga hennar undir hægra auga. Munkarnir sem falið hafði verið að gæta myndarinnar fóru nú með hana til Krakau þar sem var aðsetur Wladislavs Jagiello konungs og Jadvigu drottningar hans. Hún var menningarlega sinnuð og lét til sín taka á því sviði. Og það var henni að þakka að gert var við myndina eins og kostur var. Skurðina á andliti Maríu má þó enn greina og gera þeir það reyndar að verkum að Pólverjum er hún þeim mun ástkærari. Þeir tengja þessa helgimynd baráttu og hörmungarsögu Póllands og Pólverja og því höfðar hún enn sterkar til þjóðernis- vitundar þeirra. Síðan myndinni var komið fyrir í Jasna LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNl 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.