Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 9
Þarna í Karnak er eitt langt og breitt stræti og er fylkt fram með því báðum megin ljónsbúkum með voldugum hrútshausum, hyrndum í bezta lagi, úthöggnum í forngrýti auðvitað. Þeir eru 40 að tölu og heldur en ekki kynbótalegir, en svona er allt á þessum lygi- lega stað, óralangt handan við alla nútímaskynsemi, sem reyndar er kannski engin skynsemi heldur. Dætur Egyptalands — þannig er þeim tamt að bera heim vatnið. merkurinnar hnaukaði sér upp á langa og mjóa leggi sína. Reiðtúrinn varð fremur stuttur, Einar náði honum þá á filmu, og svo var því lokið. Þetta gerðist í héraðinu E1 Gísa hjá pýramídunum. Eftir það var haldið til grafreits Memphisborgar, Sakkara, sem ekki er neitt hérað í venjulegum skilningi, heldur landareign hinna dauðu, bæði faraós, konu hans og hirðgæðinga, ennfremur hinna guðdómlegu nauta — apisbolanna. AÐ trúa Svolítið Á amon Ra Svinxin, sem sumir segja að sé karlkyns, aðrir kvenkyns, er norðanundir Keprin- pýramídanum, þeim næststærsta í heimi, ef ég man rétt. Var ég annars ekki búinn að minnast á mannljónið? Jú, það hlýtur að vera, það er svo margfrægt. Eftirlifandi Fransmaður úr dauðum hersveitum Napo- leons fann undrið á kafi í sanddyngju eldsnemma á öldinni sem leið, 74 metra langt, liggjandi fram á lappir sínar, með þetta reista höfuð og andlit sem er 4,15 metrar frá höku upp í hársrætur, skeggið ekki talið með, enda brotið af og molar þess geymdir á söfnum í öðrum löndum. Nefið er brotið af líka, samt brosir andlit- ið. Sumir segja að brosið á andliti mann- liónsins líkist brosi Mónu Lísu í Louvre. Eg læt það liggja millum hluta og leyfi mér að hafa öngva skoðun á því. Ætli ég reyni ekki heldur að trúa svolítið á Amon Ra, Ósíris og son hans Hórus, — ætli ég reyni ekki að trúa ögn á Ekn-Aton faraó líka, sem taldi alla menn jafningja og bræður og sá í anda ríki friðar um alla heimsins byggð? Auðvitað fór fyrir honum eins og öðrum sem boða frið: að aldrei varð meiri ófriður en um hans daga, nema ef vera skyldi um okkar daga. Því að vissu- lega er manneskjan fædd til stríðs, og sá sem vill frelsa hana, hann tortímir henni jafnan. Ætli ég trúi ekki hálfvegis á alla guði í og með, og á öngva guði þó? Þurfa þeir endilega að vera svona óskiljanlegir? Æ, nú verður mér svarafátt. Lítum á Jess- Þvottadagur við Níl. Steinninn og hljóðið GUÐMUNDUR DANÍELSSON rithöfundur segir frá Egyptalandi. 4. hluti. Iritlingum, bæklingum og pésum segir svo frá, í pýramídanum mikla, sem kenndur er við Keop, séu tvær milljónir og fimm hundruð þúsund steinar, hvur steinn vegi tvö og hálft tonn og að pýramídinn sé 147 metrar á hæð. Efnismagn hans er miklu meira en nokkurrar annarr- ar byggingar heims frá öndverðu fram á þennan dag. Skilningsvana, þegjandi, eins og mállaus fáviti, stóð ég andspænis þessu brjálæðis- lega heimsmeti í hugviti og framkvæmd. En þarna hef ég sett tölur á pappírsblað. Hvað þær tákna veit ég hins vegar ekki. Þær eru mér óskiljanlegri en helgirúnirn- ar í gröf Tut-Enk-Amons. En þið sem eigið vasatölvur og kunnáttu til að láta þær vinna, kannski getið þið reiknað fyrir mig þetta dæmi og sagt mér seinna hvað í töl- unum felst? Aftur á móti sá ég með eigin augum, að eldgamla höfuðborgin Memphis er öll í rúst. Þar er þó eitt undravert að sjá: risa- líkneskju Ramsesar II. Hún er 80 tonn að þyngd, 8 metra há, eða réttara sagt löng, því að hún liggur kylliflöt á jörðinni í þró eða litlu byrgi. Geta má nærri hvort hún hefur ekki í eina tíð staðið upprétt! Nú eru fætur brotnir af henni um hnjáliði, enda er best hún liggi: það er hægt að líta niður á hana, sem er mun auðveldara en að keyra hnakkann aftur á herðar og mæna upp fyrir sig. Ég komst ekki undan nýrri úlfaldareið þennan dag. Arabinn var svo stór og sterk- ur og í heiðblárri dragsíðri skikkju. Hann lét dýrið leggjast, síðan greip hann mig í fang sér, eins og ég væri ullarpoki og kast- aði mér í hnakkinn, en hvolfdi þó fyrst yfir mig rauðum höfuðdúk með svartri hvirf- ilgjörð, til þess að gera mig líkan eyði- merkurræningja eða vitfirringi úr Austur- löndum, sem er auðvitað eitt og það sama. Engin jafnvægisþraut reyndist það vera að halda sér í söðlinum Aeðan skip eyði- er Arafat, þennan með köflóttu höfuð- skupluna og víkugamla skeggið: sér hann ekki friðarríki Palestínu fyrir innri augum sínum? Svo er sagt. Nú skorpna þó lík bræðra hans á strönd hafsins og uppi í fjöllunum. Það er himinhár og blómstur- fagur skáldskapur í þessum gömlu austur- lensku trúarbrögðum, en nú má enginn vera að öðru lengur en að dýrka mammon og reikna út kaupgetuna. „Home sweet home,“ sagði bílstjórinn Abú Hassan um leið og hann skilaði okkur aftur heim í aldingarð Jolie Ville eftir langan akstur um öskuhauga og breiðgöt- ur Cairoborgar og nærliggjandi sveitahér- uð, þar sem leirkofar bændanna standa á gömlum uppmokstursruðningum úr áveitusíkjum, með asna, geit og nautgrip að húsabaki, konuna og manninn á háls- hnútunum úti á akurskák og skítug smá- börn í leik á bæjarhlaðinu. Við hin nú aftur komin inn í viggirtan garð unaðar- ins. Og fögur voru blómin á klipptum runnum og á þessum tilsniðnu trjákrónum garðyrkjumannsins. Þau springa út nótt og dag og kyssa sjónhimnu mína og sál eldrauðum kossum. Bláir lifandi safírar í klösum eru mér færðir í morgungjöf. Ör- vita af lífsgleði kvaka ryðbrúnir smáfuglar LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNl 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.