Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 4
Að rósta kjötið og klína upp húsið Haraldur Bessason, prófessor í íslenskum fræðum við háskólann í Winnipeg, skrifar um vestur-íslensku, sem hefur orðið lífseigari en nokkurt erlent mál, sem þjóðarbrot tóku með sér til Vesturheims. Fyrri hluti rfyrirsögn þessa spjalls er orðið vesturíslenska notað eins og um sé að ræða sérstaka tegund íslensku, og ber því að reyna að gera nokkra grein fyrir því hvort sú sé raunin. Er þess þá fyrst að geta að til skamms tíma var heitið „vesturíslenska“ ekki að finna í seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands, enda var svo löngum að þetta orð mun ekki hafa verið notað, hvorki í byggðum íslendinga í Norður-Ameríku né hér heima. Hins vegar eru til dæmi úr bréfum Stephans G. Stephanssonar frá því fyrir síðustu aldamót um orðið Vestur-íslendingur. Ekki er þó vitað hversu gamalt það orð er. Vestan hafsins urðu íslenskir innflytjendur, sem tóku að festa þar nokkrar rætur á síðasta fjórðungi 19. aldar, þess áskynja að margir úr þeirra hópi væru teknir að blanda ensku í móðurmál sitt, og mun vikið nánar að því atriði síðar. Er þá ugglaust komið að áberandi ein- kenni vesturíslensku, sem þó dugir ekki eitt sér til skilgreiningar. Heitið vesturíslenska er nú orðið notað í fremur niðrandi merkingu, eins og búast má við, þar sem það felur að einhverju leyti í sér gildismat þ.e.a.s. að um sé að ræða miður hreina og málfræðilega bjagaða íslensku. Má hér geta um til samanburðar að vestra þekktust sambærileg orð, en í ljóði sem Kristján Níels Júlíus eða Káinn, eins og hann var oftast nefndur, orti um íslendingadaginn árið 1922 kemst hann svo að orði að ljóð dagsins hafi verið flutt á Winnipeg-íslensku en ræðurnar á Vesturheims-íslensku. Hvort hér er um ein- hvern stigsmun að ræða er ekki ljóst, en orðið Winni- peg-íslenska hafði örugglega niðrandi merkingu og fól í sér þá skoðun að íslenska væri verr töluð í borginni Winnipeg heldur en úti um landsbyggðina. í samræmi við það orti einn af skáldbændum Nýja-íslands, Gutt- ormur J. Guttormsson, ljóð sem birtist í ljóðabók hans Bóndadóttir árið 1920, en mun þó nokkru eldra, og nefn- ist Winnipeg Icelander. I fyrstu vísu kvæðisins segir Winnipeg-íslendingur nokkur frá einu af ævintýrum sínum á eftirfarandi hátt: Ég fór o’n 1 Main street með fimm dala cheque Og forty-eight riffil mér kaupti Og ride út í country með farmara fékk, Svo fresh út í brushin ég hlaupti. En þá sá ég moose, út’í marshi það lá, 0 my eina sticku ég brjótti. Þá fór það á gallop, not good anyhow, Var gone þegar loksins ég skjótti. Þótt Winnipeg Icelander sé augljóslega grínkvæði, þótti Winnipeg-lslendingum „grínið skrýtið", eins og þar segir, einkum þó þeim manni sem nefndur er á nafn í kvæðinu, og þegar fundum hans og skáldsins bar sam- an skömmu eftir. birtingu ljóðsins var manni þessum hvorki grín né gaman í huga. „Ert það þú helvítið þitt?“ spurði hann kvæðishöfund, sem varð svo bilt við að hann svaraði óðara játandi. Þessa sögu sagði Guttorm- ur J. Guttormsson mér sjálfur, þá orðinn gamall maður. Taldi hann að málfar kvæðisins væri í engu ýkt, þar væri að vísu þjappað saman orðskrípum, en ekkert þar að finna sem hann hefði ekki sjálfur heyrt fólk taka sér í munn. Guttormur var, eins og mörgum mun kunnugt, málglöggur, og löngu eftir að hann orti kvæðið sem vitnað var í, skrifaði hann grein um málglöp landa sinna vestra, og birtist hún í Tímariti Þjóðræknisfé- íslensk bændahjón við Winnipeg-vatn. Þegar tæknin kom til sögunnar átti þetta fólk engin orð yfír allskonar hugtök og hluti á íslensku. lagsins árið 1953. Guttormur orti Winnipeg-Icelander á því máli sem Káinn nefndi Winnipeg-íslensku og þá vafalaust einnig á vesturíslensku. Undirstendur Ekki Ég ... “ Enskuslettur eru aðeins eitt einkenni af mörgum á þeirri mállýsku sem hér er um að ræða. Ekki þarf þó að leita til Vesturheims eftir enskuskotinni íslensku. Fræðimenn hafa bent á enskulegt orðalag í Völund- arkviðu, sem talin er nokkuð gömul, og þeim sem er vanur íslensku tungutaki umhverfis Sargentgötu í Winnipeg kemur margt kunnuglega fyrir sjónir í Tristr- ams sögu, „undirstendur ekki ég — íslendingur frá Winnipeg", var eitt sinn kveðið. Sýna þau vísuorð enn hvaða augum sveitafólkið leit málfar borgarbúa en seg- ir minna um ritáhrif frá Tristrams sögu, enda mundi málið á þeirri sögu ekki vera vesturíslenska þótt engil- saxnesk áhrif á það séu augljós. Margir þeirra íslendinga sem dvalist hafa í Englandi um nokkurt skeið við nám eða aðra iðju kannast sjálf- sagt við hve fljótir til yngstu meðlimir fjölskyldunnar eru að taka upp enskar málvenjur og aðlaga þær með einhverjum hætti móðurmáli sínu. Myndum við víst þó hika við að nefna slíkt vesturíslensku. í íslenskum dagblöðum getur málfarið verið svo enskuskotið, jafn- vel á okkar dögum, að lesandinn hlýtur að velta því fyrir sér hvort vesturíslenska sé ekki tekin að færa sig austur um í leit að uppruna sínum. Sýnir þetta að merkingin enskuborin íslenska dugir ekki ein til skil- greiningar á vesturíslensku sem sérstakri tungu eða mállýsku þótt hún sé veigamikill þáttur. Er þá að leita annarra þátta og athuga hvort í þeim sé eitthvert hald. Fyrir nokkrum árum heyrði ég prófessor einn í kan- adískum bókmenntum skilgreina sérsvið sitt á þá leið að það næði til allra bókmennta sem hefðu verið skrif- aðar í Kanada á hvaða tungumáli sem væri. Staðhæfing þessi kann að vera hæpin, en hefur samt þann kost að landfræðilegar merkjalínur eru skýrar. Með eitthvað líkum hætti má draga landfræðilegar merkjalínur um- hverfis þá tegund íslensku sem hér er reynt að lýsa. í öndverðu námu íslenskir vesturfarar afmörkuð land- svæði. Má nefna Nýja ísland og byggðirnar íslensku í Saskatchewan sem dæmi frá Kanada og einnig afmark- að hverfi í vesturhluta Winnipegborgar. f Bandaríkjun- um má benda á íslensku byggðirnar umhverfis Moun- tain í Norður Dakóta. í nýútkominni skrá um íslenska vesturfara á árunum 1870—1914 er að finna nöfn á liðlega fjórtán þúsund manns sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada á þessu tímabili. Á íslenskan mælikvarða eru þetta meiriháttar þjóðflutningar, ekki síst þegar þess er gætt að töluvert vantar á að vesturfaraskráin sé tæmandi. Þótt þessir útflytjendur dreifðust mjög er fram liðu stundir, er fullvíst að mikill meiri hluti þeirra átti heima um skeið á þeim stöðum sem nú voru nefndir, og þar hafa margir afkomenda þeirra búið allt til þessa dags. Þannig má segja að vestan hafsins mynduðust allstórar samfelldar byggðir þar sem íslenska, a.m.k. fyrst í stað, ríkti ein. Um annað var ekki að ræða. Ef þess er gætt að enn er íslensk tunga töluð af tilteknum hópi fólks, má ræða um afmörkun í tíma. Eldri mörkin eru vitaskuld við upphaf byggðar, en þau yngri verða e.t.v. einhvern tíma dregin af þeim sem að lokum skrifar minningargrein þegar tungan er öll. Þau atriði sem nú hefur verið minnst á gefa til kynna að vesturíslenska verði ekki einungis skilgreind með því að vísa til enskulegs orðfæris eða framburðar, heldur sé einnig um að ræða allskýrt afmörkuð málsvæði þar sem áhrif granntungu hafa orðið hluti af hefð. Getum við þá bætt við merkingarþáttunum staðarleg afmörkun og hefð við þá mynd sem hér er til umræðu, en áður en lengra er haldið með vangaveltur um skilgreiningarat- riði er rétt að víkja nánar að beinum þjóðfélagslegum og málfræðilegum þáttum vesturíslenskunnar. 30—40 ÞÚSUND ÍSLENDINGAR í VESTURHEIMI Fyrst skal vikið að fáeinum heimildum um íslensku eða „Icelandic" séu viðkomandi heimildir á ensku. Er hér aðallega um að ræða kanadískar heimildir, en eins og kunnugt er settist mikill meiri hluti íslenskra vest- urfara að þar í landi. I kanadíska manntalinu 1931, þ.e.a.s. um 60 árum eftir að íslendingar gerðu fyrstu tilraunir sínar til byggðamyndunar í Ontario og Nova

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.