Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 13
* máli, að Uno SX liggur eins og bezt verður á kosið og er mjög stöðugur í stýri. Hann er að sjálfsögðu 5 gíra, en gírskipting- in er ugglaust það sem helzt mætti kvarta yfir, ellegar gæti staðið til bóta. Hún er alls ekki slæm og mun betri en á sumum öðrum Evrópubílum með gólf- skiptingu og framhjóladrifi. Þetta atriði hefur Japönum tekizt að leysa betur og meðan svo er, hljóta þeir að vera teknir til viðmiðunar. Sem sagt: þeir hafa sýnt, að það er hægt að leysa þetta betur. Það er raunar undravert hvað bíll ekki stærri en Uno .leynir hraðanum; ekki verður maður var við hann að ráði fyrr en mælirinn stendur í 140—150 km á klst. Eins og gengur er 5. gírinn ekki til stór- átaka, en þegar skipt er niður í 4. má fá geysigóða spyrnu, sem getur komið sér vel í framúr- akstri. Þetta leiðir svo aftur á móti hugann að því hvert verið er að fara með bílum, sem eru svo ákaflega hvetjandi til hraðakst- urs og njóta sín í raun og veru fyrst til fulls, þegar komið er vel uppfyrir lögleg hraðamörk. 1 þessum reynsluakstri á vegum í nágrenni Rómaborgar var yfir- leitt ekið svo greitt, að sá sem væri tekinn á þeim hraða hér, mundi missa ökuleyfið á staðn- um. Þarmeð er alls ekki sagt, að það sé neitt óskemmtilegt að aka Fiat Uno SX innan löglegra hraðamarka og þá miðað við ís- land. Þvert á móti. Uno SX er skemmtilega lipur og kvikur á hvaða hraða sem er og ekki ætti eyðslan að fæla neinn frá hon- um. Aki maður á jöfnum hraða í 5. gír á 90 km hraða, sýnir snún- ingshraðamælirinn liðlega 2000 og eyðslan er þá 5 lítrar á hundr- aðið. Meðaleyðsla árið um kring á Ítalíu er 6,6 lítrar á hundraðið, en yrði ugglaust eitthvað meira hér vegna hitamismunarins, einkum að vetrarlagi. Fiat Uno er ekki einungis söluhæsti bíll á íslandi að und- anförnu; honum hefur verið tek- ið með kostum og kynjum í Evr- ópu og verið kjörinn þar bíll árs- ins, en einnig sérstaklega á ír- landi, í Noregi og Júgóslavíu. Á Spáni var hann kjörinn „Frúar- bíll ársins". Langstærsti mark- aðurinn er heima fyrir, en Þýzkaland kaupir hann mest af einstökum löndum. Fimm af hverjum hundrað eru aftur á jnóti seldir til Norðurlanda. Fiat Uno kóm fyrst á markað í janúar 1983 og það ár seldust samtals 330 þúsund eintök og 180 þúsund eintök á fjórum fyrstu mánuðum þessa árs. Völ er á fjórum vélarstærðum frá 900 rúmsm uppí 1300 — en að auki er gefinn kostur á dísilvél, sem einnig er 1300 rúmsm. Uno SX er með 1301 rúmsm vél, 4 strokka þverstæðri að framan og er hún 70 hestöfl við 5700 snúninga á mínútu. Há- markshraðinn er 167 km á klst. og viðbragðið í hundrað km hraða eins og áður er sagt 11,5 sek. Enda þótt framleiðsla sé nú hafin, er ekki von á Uno SX fyrr en með haustinu og er því ekki hægt að spá nákvæmlega í verð- ið, en að öllum líkindum mun hann kosta innan við 300 þús- und. Ýmislegt annað hefur SX framyfir grundvallargerðina. Til dæmis má nefna þokuljós, sem innfelld eru í höggvara að fram- an og sérstaka hlífðarboga yfir Stýri og mælaborð úr Fiat Uno SX. fram- og afturhjól, enda er slíkt hið mesta þarfaþing í borgarum- ferð á Ítalíu, þar sem alltaf er veruleg hætta á að lenda utaní næsta bíl. Framsætin eru endur- bætt og veita meiri stuðning og þægindin í aftursætinu hafa ver- ið aukin. Áklæðið á sætunum er endurtekið innan á hurðum á smekklegan hátt, en mælaborðið er svart og bæði hentugt fyrir sitt hlutverk og fallega teiknað. Kaupandinn getur valið um þriggja eða fimm dyra gerð og aukalega gefast ýmsir valkostir, sem ekki fylgja, nema sérpant- aðir séu. Þar á meðal eru raf- knúnar rúður, skyggt gler, sól- lúga á þaki, skipting á aftursæti, metallakk og hvítmálmsfelgur. Bílarnir sem við reyndum í Róm á dögunum voru með öllu því skrauti, sem hægt er að hengja á jólatréð. Það kostar að vísu peninga, en munurinn á bílnum þannig útbúnum og allra ódýrustu gerðinni er líka ærinn. Gísli Sigurösson Og kvöldið áður en fara skyldi var í sjónvarpinu talað við forystumann flug- stjóra. Hann harmaði aðgerðir alþingis, en kvað sig og sína menn ekki myndu brjóta lög. En um morguninn, þegar við vorum lögð af stað til Keflavíkur, var bíl farþeg- anna snúið við. Allir flugmennirnir, að einum undanskildum, höfðu boðað veik- indaforföll. Er þá búið að breyta hinu gamla orðtæki um að allt sé leyfilegt í „ást og stríði" og bæta „verkfalli" við? Hér hlýtur mikið að liggja við. Nú er ég ekki lengur hlutlaus aðili, en læt málið útrætt að sinni. Hver hefur ekki samúð með fá- tæku og sjúku fólki? Saga um litla telpu En hvað sem ofanrituðu líður erum við nú nokkrum dögum síðar komin til Sví- þjóðar á fyrirhugaðan áfangastað. Við ök- um vagni sonardóttur okkar í góða veðrinu og stefnum á lítinn hverfisgarð skammt þar frá sem við búum. Best að snúa huga sínum frá alvarlegum vandamálum heima- landsins. Við kaupum Dagens Nyheter og ætlum að glugga í það á meðan barnið snýr sér að leiktækjunum. Litla stúlkan heitir Helga og er tveggja og hálfs árs, tæplega þó. Afinn sest á bekk og fer að lesa, en amman eltir stúlkuna að renni- brautinni, hingað fær hún að koma smá- stund á hverjum degi. Gamalt fólk gengur í gengum garðinn, engin börn nema Helga. En þótt veðrið sé hlýtt koma öðruhvoru vindhviður, sem þyrla sandi framan í les- arann. Ég verð að finna öruggara skjól og þangað færðum við okkur. Það er í öðrum hluta garðsins. Hér er nokkurskonar gosbrunnur, sem myndar hring umhverfis myndastyttu. Tvær hávaxnar stúlkur dansa naktar á palli, úr járnpípum spraut- ast vatnið, þó ekki hátt og nær ekki til þeirra. En umhverfis allt þetta er svo grunn tjörn, einnig hringlaga, grænmáluð. Ein önd SYnti umhverfis gosbrunninn og styttuna. Á þetta horfði Helga litla góða stund. En þegar hún sneri sér við og hugð- ist koma til okkar aftur skrikaði henni fótur. Hún steig of tæpt og minnstu mun- aði að hún félli í tjörnina. Andartak vó hún salt og annar fótur hennar snerti vatnsflötinn, skór og sokkur vöknaði. En við vorum svo nærri, að við gátum gripið til hennar. Öndin flaug sína leið. Og við flýttum okkur heim. Þegar mamma Helgu kom úr vinnunni fékk hún að heyra söguna af þessu ævin- týri. Helga varð ekkert hrædd og fór ekki að skæla, þót hún vöknaði. Hún gaf mömmu sinni fyrirheit um að segja henni söguna aftur í kvöld, þegar þær fara að ÞJÓÐMINJAR/eftir ÞÓR MAGNÚSSON Lurkasteinn egar farið er upp brekkuna löngu og nafntoguðu hjá Bakkaseli í Öxnadal má sjá efst í brekkunni nokkru neðan við veginn stóran stein úr molabergi, sem hrunið hefur einhvern tíma úr fjallinu. Þetta er Lurkasteinn, einstakur steinn þarna í gróinni hlíðinni og sést glöggt. Lurkasteins er getið í Þórðar sögu hreðu, en þar vó Þórður Sörla hinn sterka. Segir í sögunni, að Þórður hafi ætlað norður að Hrafnagili í Eyjafirði að smíða þar skála. Reið hann við annan mann úr Skagafirði og yfir Öxnadalsheiði. Þá hafði komið út á Gásum við Eyjafjörð Sörli hinn sterki, föðurbróðir Orms Þorsteinssonar, er Þórður hafði vegið. Sörli hugðist ríða vestur í Miðfjörð til frænda sinna og reið hann við átjánda mann fram Öxnadal og upp að Lurkasteini. Er Þórður og förunautar hans komu norður í hólana ofan við Lurkastein urðu þeir Sörla og manna hans varir. Háðu þeir síðan einvígi Sörli og Þórður og féll Sörli og er heygður þar í hólunum er fundurinn varð, að frásögn sögunnar. Lurkasteinn hefur vafalaust oft verið hafður sem leiðarmerki, enda var Öxna- dalsheiði fyrrum sem nú fjölfarinn fjallvegur og hættulegur, snjóþungur og erfiður og skullu þar oft á stórhríðar fyrirvaralaust. Björn Eysteinsson, sem bjó í Grímstungu í Vatnsdal og víðar þar um slóðir, nafntogaður maður á sinni tíð, segir frá því í hinni merkilegu sjálfsævisögu sinni, að hann fór einn í sendiferð norður til Akureyrar og lenti í stórhríð á Öxnadalsheiði. Þá rakst hann í hríðinni á stóran stein og datt honum strax í hug, að þetta væri Lurkasteinn, þar sem þeir börðust Þórður hreða og Sörli, og að þá myndi skammt niður að Bakkaseli, sem og reyndist. Þá kunnu menn enn fornsögurnar nær því utanbókar og atburðir og staðalýsingar voru mönnum tiltækar, jafnvel í stórhríðum á heiðum uppi, en Björn Eysteinsson hafði aldrei farið þessa leið fyrr. Myndin af Lurkasteini, sem hér fylgir, er tekin 1973. Við steininn standa tveir samvaldir ferðalangar, dr. Sigurður Þórarinsson og Jón Sigurgeirsson frá Hellu- vaði, sem höfðu oft ferðazt saman um óbyggðirnar norðanlands. Þeir voru þarna að koma úr könnunarleiðangri að Hraunþúfuklaustri í Vesturdal í Skagafirði og skruppu út að steininum rétt til að skoða hann í svip, enda lék Sigurði nokkur forvitni á, hvaðan úr fjallinu hann væri kominn. ÚR SAGNABANKA LEIFS SVEINSSONAR Jón á Miðhúsum í Álftaneshreppi á Mýrum var í skemmtiferö á bíl sinum ásamt Agústi bróöur sínum. Þeir höföu komiö víöa viö á bæjum og orðnir allhreifir af víni. Þá hvolfir vörubílnum og komust þeir bræður út við illan leik. Agústi varö allmikið um þetta slys og segir viö þróður sinn: Ja, þetta var nú meira. Bíllinn lá á þakinu og sneru hjólin upp. Þá segir Jón á Miðhúsum: Ja, nú væri gott aö smyrja hann. Þegar franska hafrannsóknaskipið strandaði á skerinu Hnokka skammt undan Straumfirði á Mýrum, þá bjargaöist aöeins einn af skipverjum, en likin og mikið strandgóss rak á land á tjörum jarðanna Alftaness og Straumfjarö- ar. Svo einkennilega vildi til, að öll líkin rak á land í landi Straumfjarðar, en strandgóssiö að mestu leyti á land Alftaness. Pétur Þ. Gunnarsson var þá ræöismaður Frakka og færöi hann Guðjóni bónda í Straumfirði þau skilaboð frá franska ríkinu, aö vegna frábærs dugnaðar Straumfjarðarmanna við björgun likanna, þá óskaði franska ríkið eftir því, aö vogrek skiptist jafnt milli bændanna á Alftanesi og Straumfirði. Guðjón færir Haraldi bónda Bjarna- syni á Alftanesi þessar fréttir, en Haraldur svarar: Ætli við látum ekki hafið skipta eins og hingað til. Maður einn innan úr Djúpi kom til Bolungarvíkur og hitti þar telþu á förnum vegi. Hann spyr hana hverra manna hún sé og hún svarar: Ég heiti Guðlaug Jónsdóttir og er dóttir hans Jóns spekúlants og hennar Siggu á kvöldin. Þá varö manninum að orði: Ja ekki er ættin smá. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNi 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.