Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 15
I MÓÐUR- MYNDIN Yfir þúsund sinnum hefur Lucie Freud setið fyrir hjá syni sínum, málaranum Lucian Freud Sumir stórmeistarar í myndlist hafa leitazt við að vinna með margháttaði i og ólíkri tækni. I því sambandi er nærtækt að minna á verk Picassos, sem stundum eru útfærð með olíulit, sundum í grafík og stundum úr samsettum hlutum, sem Picasso hirti upp af götu sinni. Sumir leita víða fanga; nota jöfnum höndum fyrirmyndir úr náttúrunni, þar á meðal af fólki, ellegar einungis form og línur, sem ekki standa fyrir neitt annað. Öllu sjaldgæfari er sú sérhæfing, að myndlistarmaður noti sífellt sama viðfangsefnið. Þó er það til og dæmi þar um er Lucian Freud, sem ber það fræga nafn Sigmundar Freud, þess er höfundur er að þekktum kenningum í nútíma sálfræði. Raunar er málarinn Lucian sonur Ernst | Freud, sem var arkitekt og yngsti sonur Sigmundar Freud. En það er móðir Lucian, sem hefur orðið syni sínum myndefni í þeim mæli, að síðan 1972, hefur hann málað af henni meira en 1000 portret og allskonar myndir. Þau mæðginin búa í London, þar sem Ernst starfaði sem arkitekt, en síðan Lucian „uppgötvaði" móður sína í þessum skilningi, hefur fyrirsetan verið henni svo að segja næg atvinna. Næstum á hverjum morgni nær Lucian í gömlu konuna, fer með hana út í morgunverð og | síðan má hún gjöra svo vel og sitja fyrir í fjóra tíma á dag. Lucie hefur 1 verið hress og hraust; hún er svipmikil, en telst naumast fríðleiksmann- eskja. Lucian hefur einu sinni haldið stóra sýningu í London, þar sem ekki var annað að sjá en myndir af móður hans. Lucian þykir frábaer máiari á því þrönga sviði, sem hann hefur valið að sérhæfa sig í. Þykir þetta nokkuð „raritet“ og því eru þessar myndir Lucians eftirsóttar. Og trúlega | hefur hann gert móður sína ódauðlega, — annað mál er svo, hvað 'i maðurinn getur gert, þegar gamla konan fellur frá. GS. I Eins og aö lif a í unaöslegum draumi Þetta var eins og aö lifa í unaös- legum draumi. í draumnum, sem hún haföi alið í brjósti sér heima, þegar hún gekk í lörfum og stjúpsystur hennar hrópuðu og kölluðu skammir til hennar. Draumi um allsnægtir og dásemdir, draumi um hann, sem sæi fegurö hennar og hæfi hana til æöstu tignar. Sá draumur haföi rætzt. En allir vakna af draumi og nú var draumur Öskubusku á enda. Hún vaknaöi af honum morgun nokkurn fyrir framan spegilinn. Þar var hrukka, sem hún gat ekki leynt, þrátt fyrir alla sína æfingu og reynslu. Um leiö velti hún því fyrir sér, hvenær maður hennar heföi stigiö sínum gljáfægöa skó inn í rósrauðu íbúðina hennar. Hún komst aö þeirri niðurstööu, aö þaö heföi verið um Jónsmessuleytiö og nú var komið fram í október. Þaö var frí í skólanum. Hún heyrði háreystina í börnunum í leikherberginu í hinum enda hallarinnar. Þaö var langt um liöið frá því, að hún hafði stigiö sínum fæti þar inn, en enn lengra frá því aö börnin hættu aö leita til hennar meö spurningar og bíða eftir svari. Öskubuska geröi dálítiö óheyrilegt. Hún hætti viö aö mála sig, fór í dúfubláa sloppinn sinn og settist í litla sófann til aö hugsa. Hún var ekki vön aö hugsa, svo þaö gekk hálfilla, en heimsk var Ösku- buska ekki. Eftir hálftíma umhugsun komst hún aö þeirri niöurstöðu, aö staöa hennar væri í hættu og alls ekki jafnörugg og traust og hún hafði haldið. Hún haföi byggt alla ævina á fegurö sinni, sem tekin var að fölna. Spurningin var aöeins, hvaö eftir væri. Þaö fór hrollur um hana, er hún minntist þess, að eiginmaður hennar var aöeins þrem árum eldri en hún. Glæsilegur, unglegur maöur. Aöeins 41 árs og í þeirri stööu, sem freistaði hverrar stúlku. Ja, hún haföi svo sem tekiö eftir því, aö hann átti það til að ganga helzt til langt í boöum. Hann haföi mestan áhuga á ungum stúlkum, grönnum eins og tág meö agnarlitla fætur. Hún var með líkþorn, af því að hún haföi sett heiöur sinn aö veöi fyrir skóm nr. 35V4. Því dansaöi hún ekki lengur jafnlétt og lipurlega og þreyttist fyrr en á dansleiknum, þegar hún kynntist manninum sínum. Hann haföi alltaf dáö fegurö. Var hugsanlegt, aö einhver þessara stelpna gæti dregiö hann á tálar? Eöa haföi þaö skeö? Hún mundi eftir því, þegar hún grandskoðaöi málið, aö hann haföi verið heldur mikiö aö heiman síöustu mánuöi. Á fundum og ráöstefnum og þess háttar. Aumingja Oskubuska var sannfærö í sinni sök. Hún braut kjökrandi rósrautt rúmteppiö saman og sat helmingi lengur fyrir framan spegilinn en venjulega. Hún reifst við manninn sinn um kvöldiö. Þaö kom nú annars sjaldan fyrir, því aö Öskubuska var vön aö samsinna öllu, sem hann sagöi. En hún gat ekki gleymt nautheimsku, Ijós- hæröu hnyörunni, sem hann haföi dansað svo mikiö viö síðast, þegar þau héldu veizlu. Hún spuröi, yfir- heyröi, gaf til kynna, nöldraöi og kvartaði þangaö til hann reiddist og sagöi henni aö þegja. Þá fór hún aö gráta. Maðurinn hennar rétti henni vasaklút, sagöi henni aö leggja sig og fékk sér í glas. Hrukkan var á sínum staö morgun- inn eftir og Öskubuska tók upp apríkósulita kjölturakkann og strauk honum, meöan hún hugleiddi málið. Hún gat ekkert gert, ef hann átti ástkonu. Hún varö aö sætta sig viö þaö og láta eins og ekkert heföi í skorizt. Fyrst og fremst mátti hún ekki þreyta hann. Hún varö að einbeita sér aö því aö varöveita hjónabandiö og tryggja sína góöu stööu. En hvernig fór fólk aö því? Öskubuska reyndi í huganum aö hafa upp á einhverjum góöum vini, sem gæti sagt henni, hvaö hún ætti aö gera, en fann ekki neinn. Hún hafði hætt aö þekkja alla vini sína, systur og fjölskyldu, þegar hún varö prinsessa. Já, hún hafði gift sig og ekki hugsað framar um þau. Hún talaöi bara viö vini mannsins síns og konur þeirra. Mennirnir voru ágætir, en hún haföi aldrei vingazt viö konurnar. Kannski héldu þær, aö hún væri heimsk. Kannski vegna þess, aö hún leyfði þeim aö halda það og lifði í sínum eigin draumaheimi. Aumingja Öskubusku fannst hún ein veröa aö berjast við öll heimsins vandamál og hún vorkenndi sjálfri sér svo mikiö, þegar rakkinn sleikti á henni handarbakiö, aö hún brast í grát. Um kvöldið reifst hún aftur við manninn sinn, bara meira. Hún kom meö alls kyns ákærur, sem hún vissi sjálf aö jööruöu við aö vera ósæmi- legar. Hún hafði svo hátt, aö silkimjúk röddin varö að hvæsi og ýlfri og hún öskraði skammaryröi frá fyrra lífi. Hann leit fyrirlitningaraugum á hana og þegar hún brast í grát, snerist hann á hæl og sagði, aö þaö klæddi hana alls ekki aö grenja. Öskubuska tók þessa illmennsku nærri sér. Hún neyddist satt aö segja til að fá sér þó nokkur glös af sterku, áöur en hún gat sofnað. Um morguninn sást hrukkan enn betur, og hún sá fleiri slíkar, sem ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.