Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 11
gæðaeftirlit. Þær spyrja ekki hvaö klukkan sé, þegar þarf að vinna.“ „Svo þegar deginum lýkur á skrifstofunni syðra, átt þú eftir að aka austur á Skeiö. Þú hlýtur aö vera uppgefin aö loknu dagsverki." „Eg fer úr Túngötunni uppúr klukk- an sex eða seinna og er komin austur aö Ólafsvöllum um klukkan 8 eöa seinna. Jú, þaö er rétt, að oft er ég slituppgefin, — en guði sé lof, oft ánægö, enda væri ég ekki aö þessu annars. En það er Ijóst, að þessi umsvif verða á kostnaö fjölskyldulífs að nokkru leyti, nema hvað viö erum saman á kvöldin. Eins og gefur að skilja, get ég þetta ekki nema hafa heimilishjálp; annað er ekki hægt. Kjartan er duglegur viö hvað sem er, en innanbæjarstörf eru ekki kjörsvið hans. Að því leyti er honum líkt farið og flestum bændum." „Hvíla áhyggjur þungt á þér?“ „Áhyggjur já, — þessu fylgja tölu- verðar áhyggjur. Þær fylgja viðskipta- lífi. Þaö eru áhyggjur af því að endar nái ekki saman; alltaf er ástæöa til aö hafa einhverjar áhyggjur af því. Við ákveðum verö um áramót og því er ekki hægt að breyta árið út. Síöan fer allur kostnaöur upp um kannski 60% eins og verið hefur og í flestum tilfellum er verðið orðið alltof lágt í enda ársins." „Er þaö erfiðasti punkturinn?“ „Nei, líklega ekki. Stærsti höfuð- verkurinn í sambandi við handprjónaö- ar flíkur, er að fá frambærilega vöru. Það er ótrúlegt, en þetta er nú staöreynd samt. Metnaöur í þá átt aö vinna óaðfinnanlega, hefur ekki veriö fyrir hendi og fyrir nokkrum árum heyrði maður stundum, þegar eitthvað vantaði upp á um vöndun og frágang: „Þetta gerir ekkert til, — ég ætlaði hvort sem var aö selja það.“ Þetta liggur í ýmsu. Stundum er prjónaö of laust, vinnan óvönduö, sem ekki má koma fyrir, því samkeppnin er hörð, til dæmis við prjónavörur frá írlandi og ítalíu. Reynt er að fara nákvæmlega í saumana á öllu sem utan er flutt, en alltaf er hætta á aö eitthvaö óvandaö sleppi í gegn, — og þaö getur gert mikiö ógagn.“ „En allar þær peysur, sem konur prjóna á þínum vegum, bæöi hér í sýslunni og annars staöar, koma aö lokum til Ólafsvalla?“ „Já, allar. Lengi vel stóðum viö í því að smala þessu saman, en það gengur ekki lengur og nú er sú skipan komin á, að peysumóttaka er á skrifstofunni í Túngötunni og prjónakonurnar koma þeim þangaö. Þaðan eru peysurnar fluttar austur aö Ólafsvöllum til frá- gangs og pökkunar og síöan suöur aftur, annaðhvort á skip eða flugfrakt." „Stundum hefur heyrst, að illa sé fariö meö prjónakonur, sem fram- leiöa handunninn lúxusvarning, en fái smánarleg laun fyrir.“ „Séu tímavinnutaxtar teknir til viö- miðunar, þá eru prjónakonur áreiðan- lega undir þeim. Jákvæða hliðin á þessari vinnu er hinsvegar sú, aö konurnar geta unniö þetta heima hjá sér, eða hvar sem er; þær ráða því hvernig þær vinna og aurnarnir ganga óskertir til þeirra. Þær þurfa ekki að kaupa barnagæzlu, eins og þær konur verða oftast aö gera, sem leita á hinn almenna vinnumarkaö." „Er þaö rétt, aö þú sért að leita fyrir þér meö sambönd og sölu í Banda- ríkjunum?" „Já, það er rétt. Viö erum komin meö tána innúr gættinni, bæöi í Bandaríkjunum og Kanada. Við höfum umboðsmann nú þegar fyrir vestur- hluta Bandaríkjanna og allur undirbún- ingur er í gangi. Nú í haust þarf ég að Á lagernum á Ólafsvöllum: Handprjónaöar lopapeysur, sem fariö hafa í gegnum strangt gæöaeftirlit. fara vestur til að kynnast aðstæðum og hitta innkaupastjóra." „Er ekki hugsanlegt og jafnvel mjög líklegt, aö svo stórar pantanir kæmu aö vestan, aö ekki yröi viö neitt ráöiö?" „Sé um mjög stórar pantanir að ræöa, verður fyrirvari að vera nægur; það verða allir aö skilja. Ég er viss um, að hægt er að auka framleiðsluna, ef eftirspurnin ykist til muna. í þessari baráttu sýnist mér, að margt sé okkur í hag, þetta frábæra hráefni og sport- legt útlit.“ „Og svo ertu líka byrjuö á innflutn- ingi?“ „Þaö var nú rétt ein tilviljunin, sem réði því. Eins og sakir standa er þessi innflutningur einvörðungu bundinn við heybaggavagn, sem tekur bagga beint frá heybindivél og hleður á vagninn. Heybaggarnir hafa verið teknir upp og settir á heyvagna eða bíla meö hand- afli og það hefur þótt erfiöisvinna eins og oft vill verða, þegar eitthvað á að gera með handafli á móti vélum. Þetta hefur sem sagt verið hlekkur, sem vantaði í þessa vinnslukeðju, en hey- baggavagninn losar síðan baggana á einfaldan hátt viö færiband eða hlöðu- dyr. Viö vorum á ferðalagi í Danmörku og sáum þetta tæki og það er einnig Röskva, sem annast innflutninginn á baggavögnunum; þeir hafa veriö reyndir í Gunnarsholti og líkað vel. Við höfum líka augastaö á „fóstrum" fyrir kálfa. Eins og þeir þekkja, sem komið hafa nærri kálfauppeldi, þá er mjög tímfrekt að gefa mörgum kálfum eins og tíðkast hefur. En til eru tæki, sem taka af manni þetta ómak, — bæði sjálfvirk tæki, sem eru nokkuð dýr, en einnig einföld tæki, sem henta vel, þegar mjólkin er notuð til kálfaeld- is eins og nú á sér staö vegna afurðasölukvóta. Þess konar tæki get- um viö útvegað nú þegar, ef bændur hafa áhuga.“ „Er líklegt aö þiö haldiö áfram aö búa á Ólafsvöllum, þótt fyrirtækiö stækkaði til muna frá því sem nú er?“ „Já, það ætla ég aö vona aö guö lofi okkur.“ Húsmóðirin á Ólafsvöllum á kafi í verzlunarbréfum á skrifstofunni í Túngötu 3.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.