Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 9
Ólafsvellir á Skeiöum. Hér búa þau Sigríður og Kjartan og reka útflutnings/ innflutningsfyrirtækið Röskvu með hinum hefð- bundna fjár- og kúabúskap. "m ;'T i f | •r : . .1 ' 'V. • iij 'jí*. ■ •-» * Alla virka daga ekur Sigríð- ur til Reykjavíkur til að sinna málefnum Röskvu á skrifstofunni í Túngötunni. Hér er hún að koma heim og tíkin fagnar henni á hlaðinu. reiðhesta núna, hryssu og fola“, segir hún og Ijómar öll af tilhugsuninni. Aftur á móti hófst hundaævintýriö í ársbyrjun 1968. Þá var Sigríöur búin aö útvega sér þrjá hunda af hreinu íslenzku kyni, tvær tíkur þar á meöal. „Ég haföi alltaf átt hund frá því ég man eftir mér, þar á meðal voru fox terrier og collie. En svo sá ég fyrir tilviljun íslenzkan hund á bæ niöri í Flóa — og varö alveg veik. Og sem sagt: þetta var hreinræktaður, íslenzk- ur hundur. Þessi stofn var að deyja út, en meö mikilli eftirgrennslan og hjálp Páls Agnars yfirdýralæknis, tókst aö hafa uppá 5 hundum: 2 fullorönum og 3 hvolpum. Eftir rúmt hálft ár, var ég búin aö eignast þá alla.„ Sigríöur kveöst ekki hafa hugmynd um, hve margir íslenzkir hundar hafi síðan komiö frá Ólafsvöllum. Framanaf skráöi hún þaö ekki, en nú er allur sá fróöleikur skráöur í bækur Hunda- ræktunarfélagsins, sem Sigríöur er sjálf formaður fyrir. „Gróöavegur var þetta nú ekki“, segir Sigríöur og miklu fremur óhætt aö segja aö á því hafi veriö bullandi tap. Þar aö auki var þaö erfitt andlega séö, því stór munur er á aö fjölga kyni eöa rækta kyn. Það heyrir til ræktun, framanaf aö minnsta kosti, að maður veröur aö farga einstaklingum, sem taldir eru undirmáls eöa óæskilegir. Þaö er alltaf erfitt að ákveöa, hver á aö lifa og hver á aö deyja. Ég held samt ekki, aö íslenzki hundurinn hafi veriö oröinn úrkynjaöur. Hann er einn af svonefdum Spitz-hundum, sem eiga heima á noröurslóöum, hringinn í kringum norðurpólinn. Flestir eru þeir grimmir nema sá íslenzki. Fyrst og fremst er hann fjárhundur, en hefur auk þess örlítiö varðhundseöli, sem kemur fram í gelti, þegar gest ber að garöi.“ Ekki fer það heldur framhjá nein- um, sem kemur að Ólafsvöllum, að þar geltir heill hundakór. Síðjúgra tík, sem minnti dálítð á íslenzkan ref, var á ferli um hlöðin og leit hún komu- mann tortryggnisaugum, en hinir hundarnir voru í girðingu eða búri, neöan við bæinn. Fullorðnu hundarn- ir eru 5 og að auki 4 hvolpar, sem allir eru gegnir út og verðið um þessar mundir er 150 þúsund, segir Sigríður. Nú hefur þessi stofn aukizt svo mjög, að íslenzka hvolpa er hægt að fá víða um land, — flestir eru þeir ættaðir frá Ólafsvöllum og Sigríður kvaöst geta gefið ábendingar, þeim er áhuga hafa. Tilgangur fararinnar aö Ólafsvöll- um var þó ekki umfram allt að kynnast hundaræktun Sigríðar, held- ur aö fregna um hina merku útflutn- ingsstarfsemi hennar, sem oröin er að alvöru fyrirtæki. Ég spurði fyrst um upphaf þessa máls. „Hestamennskan viröist vera ráö- andi afl í öllu mínu lífi“, segir Sigríöur. „Þetta hófst meö því að erlendum mönnum, sem hér voru á ferð og viö þekktum vegna hestaviðskipta, leizt sérlega vel á íslenzkar ullarpeysur og báðu mig aö útvega sér þesskonar flíkur. Þaö hlóö sífellt utaná sig, unz úr því var orðiö þvílíkt kvabb, aö Kjartan sagöi: „Nú verður þú annaöhvort aö fara aö reka þetta á viöskiptagrund- velli, eöa hætta." Þannig gerðist það, að ég fór aö leita eftir kaupum á peysum og allskonar handgeröum munum frá prjónakonum, einkum á Selfossi, í Reykjavík og víðar þaö var og er minna prjónaö til sveita, — sveitakon- ur hafa síöur tíma til þess. En þaö er meö suma þessa erlendu hestamenn, sem bæöi sóttust eftir tslenzkum hestum og íslenzkum lopapeysum, aö þeim þótti ekki nægilega aö veriö fyrr en þeir heföu einnig eignast íslenzkan hund. Þá fyrst var samstæðan full- komnuö og ekki fráleitt aö þeir hafi litiö á þetta sem stööutákn. En vegna þess arna hef ég selt utan töluverðan hóp íslenzkra hunda. Og eigendur þessara hunda hafa nú myndað meö sér félag.“ Fórsenda fyrir hverskonar útflutn- ingi eru sambönd erlendis og um- boðsaðilar. Samböndin voru að nokkru leyti fyrir hendi, þegar Sigríð- ur steig fyrstu skrefin í þessa átt. Það SJÁ NÆSTU SÍÐU ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.