Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 13
Um Þórarinn prófast Böövarsson sagöí Þórhallur biskup m.a.: Þórarinn prófastur Böövarsson verður ávallt talinn í flokki hinna þjóömerkustu íslendinga síðari helming nítjándu aldarinnar ...“ Árið 1854 fær séra Þórarinn veitingu fyrir Vatnsfirði, og sýnir það gott álit veitingarvaldsins á hinum unga manni... „Þegar ég var kóngur í Vatnsfirði:“ — Svo varð séra Þórarni stundum aö orði, þegar hann gjörði að gamni sínu í hóp kunningja ... „Gjöf séra Þórarins til þúsund ára minningar landsins var „Lestrarbók“ hans „handa alþýðu“, sem prentuð var í Kaupmannahöfn 1874, og var að mestu sniðin og tekin eftir hinni alkunnu og góðu alþýöubók „Barnavininum“ danska. Þá haföi hann og jafnframt ánafnað fé til menntastofnunar handa alþýöu í minningu Böðvars sonar síns, hins mannvænlegasta unglings, sem andaðist innan tvítugs aldurs í lærða skólanum. Þessi menntastofnun er nú alþýðu- og gagnfræða- skólinn í Flensborg í Hafnarfirði, og nam gjöf þeirra hjóna, séra Þórarins og konu hans, fullum 10.000 kr. og hafa færri á voru landi enn látið eftir sig slíka minningu. Þetta hvorttveggja, lestrarbókin og alþýðuskólinn átti að vera „vísir til menntunar og almennra siðgæða“ ög má óhætt segja þaö, að hið starfsama líf séra Þórarins stefndi allt að því marki, og gjörði hann stórnýtan félagsmann ...“ Framanritað er úr minningargrein sem Þórhallur biskup Bjarnason reit í And- vara, tímarit Þjóðvinafélagsins, tuttug- asta og annað ór 1897. er byrjað á stuttum sögum alvarlegs efnis. Þá koma gatur, sem börn og unglingar höfðu gaman af að spreyta sig á að ráða. Þriöji undirkaflinn eru orðskviðir og spakmæli og í þeim næsta mikil úrval heilræöa. Þá koma fjöldamargar lærdómsríkar dæmi- sögur — flestar stuttar og sumar bráöskemmtilegar, enda margar heimsþekktar bókmenntaperlur. Sjötti kaflinn er stuttur og er fyrir- sögn hans hnyttileg tilsvör. Þá kemur skemmtilegur kafli, sem ber heitiö: Sögur ýmislegs efnis. Hafa sumar þeirra veriö teknar með í lesbækur allt fram á þennan dag. Dæmi: Ljónið og Androkles, Washington og undir- hershöfðinginn, Hestur Hassans o.fl. o.fl. — Flestar eiga það sammerkt, að flytja einhvern mannbætandi boðskap. Áttundi kaflinn flytur íslenzk kvæöi, alls 10 bls. Þar er hiö undurfagra kvæði Steingríms Thorsteinssonar Grátittlingurinn. Mjög vel við hæfi barna. Þarna er Þorraþrællinn, hans Kristjáns fjallaskálds: Nú er frost á fróni, Dalvísur Jónasar: Fífilbrekka gróin grund og kvæði Steingríms: Haustkvöld: Vor er indælt, ég þaö veit. Þar er t.d. þessi hugljúfa vísa: Elli, þú ert ekki þung, anda guði kærum. Kvæðin hvert öðru fegurra. Ágætlega valin fyrir börn og ungl- inga. í níunda kaflanum eru þrjú H.C. Andersen ævintýri, Engillinn. Litla stúlkan meö eldspýturnar og Klukk- an. Tíundi kaflinn er um hina frægu þjóðheju Forn-Grikkja, Herkúles — og heitir frásögnin: Herkúles á vega- mótum. Er frásögnin birt eins og Xenófón lagði Sókratesi hana í munn. Þá eru börnin í ellefta lesmálskafl- anum minnt á Hávamál. Vits er þörf — Byrði betri. Annað fornkvæði Hugsvinnsmál er svo kynnt í 12. kafla. Lokakafli lesmálshluta Alþýðu- bókarinnar heitir svo Kraftur sjálfra vor. Þar eru margar örvandi og hvetjandi frásagnir af mikilmennum sögunnar og heita frásagnir þessum nöfnum: Iðnaöarmenn, Vísindamenn, Listamenn, Ástundun og þol, Auðæfi, Aö mennta sig sjálfur, Störf og eftirdæmi, og Sæmdarmenn. Annar aöalkafli bókarinnar fjallar um Landafræði, Dýrafræði, Grasa- fræði, Steinafræði, Líkamsfræöi mannsins og auk þess er kafli um höfuöskepnurnar, þ.e. um jörð, loft, eld og vatn, svo og um tímataliö. í þessum kafla er furöumikinn samþjappaðan fróðleik að finna, og er hægt aö gefa nokkra hugmynd um það með því að nefna heiti undirkafl- anna. Fyrsti kafli landafræðiþáttarins heitir: Um heiminn, sá annar: Um jarðarhnöttinn eða yfirborö hans. Sá þriðji er um íbua jarðarinnar, sá fjórði um afurðir jarðarinnar. — Vil ég fullyrða, aö sá, sem hefir tileinkaö sér efni þessara kafla bókarinnar til fullnustu, er síöur en svo blankur í landafræöi. Þá kemur að dýrafræöinni. Þar er þá fyrst frætt um Beindýr, þ.e. spendýr, fugla, skriödýr, pöddur og fiska. Og í ööru lagi um Hin beinlausu dýr: A Liödýrin og B Lindýrin. Þarna er mikinn og margvíslegan náttúru- fræöifróöleik að finna. í grasafræðinni er líka komiö furöu víöa viö: Þar er fjallað um Viöi, þ.e. skógargróður, um kjarr og lyng, um grastegundir, ýmsar aörar jurtir og aö lokum um sveppi og mosa. Steinaríkinu eru aöeins helgaöar hálf þriðja blaösíða, en það efa ég, að jafnvel framhaldsskólar vorir skili nemendum sínum yfirgripsmeiri eöa gleggri þekkingu um þennan þátt náttúrufræðinnar, en þessi gamla kennslubók gerir. Kaflinn um mannslíkamann fær þó nokkuö mikið rúm í bókinni, en er jafnframt samanþjappaður og efn- ismikill. Níundi kafli bókarinnar, um höfuð- skepnurnar, þ.e. náttúruöflin, er al- þýðlegur og yfirgripsmikill. Þar er í senn um að ræða jaröeðlisfræði og veöurfræöi og þó um fleira fjallað. Næsti efnisþáttur bókarinnar nefn- ist Hringferö frumefnanna, og gerir ýmsum þáttum eölisfræöi og efna- fræði skil. Vísnaþáttur Margt þó verði af sorta svert Það finn ég greinilega á þeim, sem hringja vegna vísna aö þaö eru ekki síst gömlu vísurnar, sem þeir lærðu og kunnu í æsku, en nú rifjast upp, sem gleðja augu þeirra. Kona ein lét nýlega til sín heyra, fór með gamla stöku, sem ég kunni líka í æsku minni, vorum viö þó sitt úr hvorum landsfjóröungi. Ég hélt að vísan væri úr Breiðafjarðareyjum, það þarf ekki að vera rétt. Hún er svona: Þú ert að smíða, þundur skíöa, þig æ prýða verkin slyng. Ég er að skríða vesæll víöa vafinn kvíða og mótiæting. Mér þykir gott að fá að heyra hljóöiö í gömlum og nýjum vísnavinum. — Þessa hefuröu heyrt áöur. Veistu nokkuð hver orti? Rétt er hún svona: Margt þó verði af sorta svert særða lund má hugga. Til eru menn sem geta gert geisla úr hverjum skugga. Kristmundur Bjarnason fræðimaður birtir í tímaritinu Heima er bezt 6. hefti 1952 viðtal við Þorvald Sveinsson á Sauöárkróki. Hann var fæddur 1868 aö Hring í Stíflu í Skagafjaröarsýslu. Móðir hans hót Rannveig Jónasdóttir. Hún var systir Jónasar bónda í Hróarsdal, smá- skammtalæknis og hagyröings. Þorvald- ur segir: „Móðir mín var vel hagmælt. Eftir hana er þessi kunna vísa, sem margir fara þó ekki rétt með: Mín burt feykist munaró, móttur veikur hrakinn. Líkt sem eik í eyöiskóg oröin bleik og nakin. Þessa vísu kvaö hún líka á gamalsaldri, er kona færði henni kaffi í skál. Og mælti hún fram vísuna um leiö: Kaffi á skál hún miðlar mér, mjúk og þjál í ræðum. Hverabála bríkin er búin sálargæðum. Vísa eftir Jónas í Hróarsdal úr Ijóöa- bréfi til mömmu: Meins í rótum magnaða mörg vill hvötin brýna. Reyrður fjötrum forlaga fer hver götu sína.“ Þetta eru dæmigerðar hagyrðingavís- ur, með hæfilegum göllum og þó nokkr- um kostum. Ég ætla nú aö setja mig á háan hest, hugsa mér, að ég sé aö spjalla um þessar vísur við áhugasöm ungviði. Alit eru þetta hringhendur, rétt ortar. Miörímsorðin í fyrstu vísunni eru eölileg og blátt áfram. Hún er hafin yfir hinar tvær. Munaró er skáldamál og algengt orð í kveöskap. Rósemi hugans fer úr skorðum og hún hrekst fyrir vindi. Hún lætur þó ekki feykja sér langt. Gamla konan líkir sér við rótfasta eik, eyðiskóg- urinn gerir sviðið enn ömurlegra, kannski er þar ofleikið, en lokaoröin eru sterk og vel við hæfi. — í kaffistökunni verður skáldkonan að grípa til langsóttrar kenn- ingar, hverabálabrík. Það er rétt myndað orð eftir þeirrar tíöar hætti, og hljómar viökunnanlega. Hún gefur konunni hrós- yrði almenns efnis í annarri og fjóröu Ijóölínunni, eins og hún vildi segja, að þess væri aö vænta, aö slík gæöa og sómakona veitti sér, gamalmenninu, vel- þegna hressingu. Má telja, að hún komist vel frá þessu verkefni, vísan er dýrt kveðin og ort umhugsunarlaust. En snjöll er hún ekki. — Hið sama má segja um stöku Jónasar. Fyrri hluti hennar er Kafli um tímatalið gerir glögga grein fyrir snúningi jaröar um möndul sinn, og snúningi hennar um sólu, um skipti dags og nætur, og um árstíða- skipti. Þá er þar einnig gerð grein fyrir gangi tungslins kring um jörö vora, áhrifum þess á líffrumur, og einnig eru þar skýröir tunglmyrkvar og sólmyrkvar. Þessum kafla lýkur svo með lof- söngvum um dásemd tilverunnar. í einum þeirra er þetta stef eöa viðlag: „Þú ert mikill, hrópa ég hátt, himnaguð, ég sé þinn mátt.“ Og þetta erindi úr Ijóði eftir Björn Gunnlaugsson: Upp, skapað allt í heimi hér, að heiðra guð, vorn drottinn; hið minnsta verk hans mikið er, um mátt hans og allt ber vottinn. og Þótt kóngar fylgdust allir aö meö auö og veldi háu, þeir megnuöu ei hiö minnsta blað að mynda á blómi smáu. í þriðja meginkafla alþýðubókar- innar er gerð ýtarleg grein fyrir heimsálfunum, og nefndist hann jarð- arlýsing. Og þá er komið aö mannkynssög- unni í næsta undirkafla. Fáein atriði mannkynssögu nefnist hann í yfirlæt- isleysi sínu, og þó er komið furöu víða viö. Þessum atriöum eru t.d. gerð dágóö skil, þótt í stuttu máli sé: Frá Babylon. Frá Egyptum. Frá Grikkjum. Dauði Sókratesar. Frá Al- exander mikla. Frá Rómverjum. Frá Noröurlöndum í fornöld. Frá upphafi kristindóms. Frá Karli mikla. Frá páfum og munkum. Frá krossferðum. Frá riddurum á miööldum. Kristófer Kolombus. Frá Marteini Lúter. Frá Vilhjálmi af Oraníu. Frá Hinriki fjórða. Frá Gustaf Adólf. Frá Pétri mikla. Frá Friöriki öörum. Frá frakknesku stjórnarbyltingunni. Stórveldin 5. Frá Frökkum. Frá ítölum. Frá Prússum. Frá Englum. Frá Rússum. Frá Austur- ríki. Get ég ekki annað en undrazt, hversu mörgu er komiö aö í þessum kafla, og nærri því að ná samfelldum söguþræöi aöalatriða. ósköp hversdagslegur, merkingin ekki Ijóslega fram sett. Síöari hlutinn lýsir forlagatrú. Smekkvís bragarsmiður hefði forðast að tala um, að sá færi langt sem fjötraður er. Það er margt að varast, margs að gæta, bæði fyrir höfund sjálfan og væntanlega njótendur vísunnar. Þetta þykir sjálfsagt einhverjum óþarfa hugleiðingar. En ef menn ætla að læra að yrkja eða vilja meta kveðskap eftir listfengi, er nauðsynlegt að gera strangar kröfur. Menn verða að grandskoöa vísur og kvæði. Það er ekki nóg að komast að meiningunni. Ef lesendur gaumgæfa vel skáldskapinn skerpist smekkur þeirra, fólgnir fjársjóöir geta komiö í Ijós, en þaö líka oröið að hismi, sem í fljótu bragöi virtist merkilegt. Því dýrara sem rímiö er því meiri hætta er á því að lesandinn láti fánýta gyllingu blekkja sig. Verst er þó þegar skáld eöa skáldefni hrífast af eigin leirburði. Rímleiknin er góö íþrótt. En hana má ekki misnota. Hestur og falleg stúlka í góðu veðri. Er hægt aö hugsa sér elskulegra yrkisefni fyrir ungan hagmæltan ástfanginn pilt? Heitir Þytur hesturinn, hans er litur rauður. Á honum situr fögur, fín, falleg, vitur stúlkan mín. J.G.J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.