Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 2
í búðagluggana, virti fyrir mér aðra túrista, sem þarna var nóg af, þrammaði upp og niður litlu, boga- dregnu síkisbrýrnar og fékk þar oft Ijómandi falleg sjónarhorn eftir (jröngum, krókóttum síkjum með blóma- og laufaskrúði, sem slútti yfir þau úr gluggum og af svölum. Á stöku stað hékk þvottur á snúrum þvert yfir síkin. Brátt bar mig að Rialtobrúnni stóru með sínum fræga útimarkaði. Grænmetis- , osta- og fiskmarkað- ur er á götunni, sem liggur að henni, en leðurvörur, feneyskir bró- deraöir dúkar, skartgripir, krystall o.fl. o.fl. í litlu skýlunum á brúnni sjálfri. Þeim, sem ekki eru í verzlun- arhugleiðingum er líka ætlað göngurými yzt á brúarjöðrunum og þaðan er geysiskemmtilegt útsýni yfir Canal Grande með sínu iöandi bátalífi og stórum útiveitinga- stöðum á síkisbökkunum. Nú vissi ég, að leiðin var farin að styttast til Markúsartorgsins og freistaði þess aö komast alla leið þangað. En — ég missti kjarkinn, þegar ég var hætt (einhverra hluta vegna) að koma auga á skilti meö ör og Piazzale Roma, sem áttu að vísa mér leiðina til baka, en þeim hafði ég víst oftast gefið hornauga um leið og ég fylgdi örvunum, sem vísuðu í hina áttina. Ég gafst því upp vjð að ná þeim mikla áfanga í þetta sinn og sneri viö. Gríðarstór Maríumynd undir gleri, sem trónaöi yfir einni verzlun- argötunni hjálpaði mér til aö átta mig á leiöinni til baka. Ég kastaöi mæöinni og keypti mér einn bolla af kaffi-cappuccino á litlum veit- ingastað og bar þaö út í sól og skjól og drakk það viö gróft tréborö og horföi á söngglaöan gondólakarl róa og beygja sig undir lága brú yfir næsta sfki. Endurnærö eftir kaffið hélt ég göngunní áfram, en þá kom að því, að næstu örvar voru tvær, önnur til hægri, hin til vinstri. Það hlaut að vera sama í hvora áttina ég gengi og ég tók stefnuna til vinstri. Fljótt varð ég þess áskynja, að ég var komin inn í fátækrahverfi, en hélt aö þarna væri um leiðarstyttingu að ræða. Hraðaöi mér þó heldur Þegar ég fór í ferðina mína frægu í fyrrahaust, vissi ég, að ég átti eftir að upplifa margt skrýtið og skemmtilegt. Eitt grunaði mig þó alls ekki og kom þaö mér aldeilis á óvart, svo að ég hefði getaö slegiö mér á lær, hallað undir flatt og hrópað uppyfir mig eins og norður í M.A. hér fyrr á árum: „Jesús minn góður, ég er svo aldeilis hissa!" Ég varð fimmtug í Feneyjum. Merkisdagurinn rann upp svalur og bjartur með morgunsól, sem leiö af gluggum upp úr 8 f.h. í fagurbúnu herbergi, en óupphit- uðu. Húsgögnin voru í feneyskum Fimmtug í Feneyjum 18. aldar stíl, þokkafullar, fínlegar boglínur réðu ríkjum, hnausþykkt silkidamaskteppi yfir rúminu, gylltir útskornir spegilrammar og afarfal- leg, mjólkurblá krystalsljósakróna með laufum og blómum. Þegta var á Park Hotel við Papadopologarðinn, örskammt frá Canal Grande, járnbrautarstöðinni og Rómartorgi. Ég borðaði morgunverð með samferðamönnum, sem síöan þurftu á fund og ég varð aö eyða mestum hluta dagsins ein míns liðs. Á meðan ég bjó mig til útgöngu skemmti ég mér við að horfa út um herbergisgluggann, sem vissi út að litlu síki meö einka lendingarsúlum fyrir hótelið, máluðum undnum, bláum og rauðum röndum og með gylltan kúf á toppinum. Þarna bar fyrir augu mín fyrstu gondólaróm- antíkina, ef rómantík skyldi kalla: hríðskjálfandi túristapar lá frammi í stafni, en gondólakarlinn stóð í háa rifrildi viö þjónana á Park Hotel, því aö hann vildi fá aö leggja viö einkasúlurnar þeirra. Á mjórri gangstétt hinum megin viö síkiö hópuöust litlar stelpur á leið í skóla, allar í síöum, Ijósbleik- um svuntusloppum, sem stóðu niðurundan kápunum. Örfáar pjattrófur héldu þó á sloppunum samanbrotnum á handleggnum. Ung kona á svörtum kjól hengdi þvott á þvottasnúrur uppi á þaki, en roskin kona, kannski amman, tók barn hennar með sér í kerru og skrapp út í búö. Eg held aö vonlaust sé aö rata eftir götunöfnum í Feneyjum. Þar fylgir maður örvum á skiltum hátt uppi á húsveggjunum. Miðað er við tvo aðalstaði, Rómartorg (Piazzale Roma) og Markúsartorg (Piazze S. Marco). Nú lá leið mín frá Rómartorgi og í áttina aö Markúsartorgi og þaö fyrsta, sem ég gerði, þegar ég kom fyrir horn á mismunandi breiðum götum eða inn á smátorg var að leita uppi örvarskilti með orðunum Sao Marco og fylgja síðan bend- ingum örvarinnar. Þetta var eigin- lega eins og að ganga í draumi, maður kom fyrir ný og ný horn á ókunnugum götum, sem maður vissi varla hvað hétu, en óös manns æði hefði verið að ganga áfram án þess að gá að örvaskiltunum. Ég hafði vit á að vara mig á „Köllun- um“ (öngstrætunum) þar sem víð- ast voru engin slík. Svona gekk ég áfram í a.m.k. klukkutíma, skoðaði Mér haföi veriö sýnt lauslega daginn áöur, hvernig maður ber sig um gamla bæinn í Feneyjum, þar sem eru engar bílagötur og maður verður annaðhvort að fara fótgang- andi eftir mjóum gangstéttum við síkin, nokkuð breiðum verzlunar- götum, þröngum öngstrætum eöa fer með „strætisbátum", leigubát- um eða gondólum eftir síkjunum. betur, þegar tveir ófrýnilegir karlar, sem sýnilega voru að taka til í gömlum kjallara, komu þaðan út um leiö og ég gekk framhjá meö gamlan, gríðarstóran byssuhólk í höndunum. En ekki tók betra við, allt varð sífellt ömurlegra, fábreytt- ar nauðsynjavörur á hrörlegum sölupöllum fyrir dyrum úti, engin emaljeruð skilti á húsveggjunum, aðeins málaöar eða krotaðar svart- ar örvar, sem ég vissi ekkert hvert bentu því að engin nöfn stóðu við. Ég kom á vítt, auönarlegt torg með örfáum grænmetissöluborðum, þar sem þreyttar og slitnar gamlar konur stóöu með krosslagða hand- leggi eöa hendur á mjöðmum og töluðu saman og unglingahópur var í bófahazar í fjarska. Engir túristar sýnilegir og er það í fyrsta skipti, sem ég hef saknað þeirra á ferða- lagi. Ég vissi, að ég var orðin villt. En ég varaðist að spyrja til vegar, þar sem ég kunni ekki orð í ítölsku. Þá fyrst hefði ég nú orðið rugluð. Hvað átti ég líka, hálfrar aldar gömul kona að fara að hætta á einhverja óvissu og ævintýr? Ég heyktist því til baka og álpaðist á rétta leið og var næstum fegin, þegar ég sá karluglurnar ennþá bograndi við byssuhólkinn. Brátt fann ég örvarnar tvær á ný og fór nú hiklaust eftir þeirri, sem vísaði til hægri. Innan skamms fór ég aö kannast viö mig á bakka Canal Grande gegnt járnbrautar- stööinni og vissi, að nú átti ég aðeins skamma leið eftir að Park Hotel. Þegar þangað kom, hvíldi ég lúin bein um stund áöur en ég fór til hádegisverðar niöur í borðsalinn. Þar var fátt um manninn. Aðeins ein dökkhærö, ung kona, sem var aö Ijúka við að borða. Yfirþjónninn kom sjálfur til mín og sýndi mér mat- og vínlista og lögðum við saman á ráöin um tilvonandi mál- tíö, sem varð í fábreyttara lagi og alveg eftir mínu höfði, sem aldrei hef mikil matmanneskja verið og var dauöfegin aö fá eitthvað létt eftir þunga „herramáltíð“ kvöldið áður með Minestrone:súpu og Tournedos alla Rossini. Ég bað því bara um tært kjötseyði, eggjaköku meö skinku, lindarvatn og kaffi- cappuccino á eftir. Og þarna haföi ég 5 eöa 6 þjóna til að stjana í kringum mig eina. Ungþjónn kom og lagði rétt hnífa- pör fram. Síðan heyrði ég þá hvísla hvern aö öðrum: Consomme-con- somme, unz einn lágstéttarþjónn gekk til eldhúss og pantaði. Aö kjötseyðinu loknu kom millistéttar- þjónn með hliðarborð að mínu borði, þar sem lögö var á eggjak- akan og síðan færð upp á minn disk. Líklega hefur það verið vín- þjónninn, sem skenkti mér lindar- vatniö og 6. maður bar mér sjóðheitt, hressandi kaffið meö þeyttri mjólkurfroðu og súkkulaði- dufti ofaná. Yfirþjónninn fylgdist gaumgæfilega meö og kom svo til mín að máltíö lokinni og spurði, hvort ekki hefði allt verið í lagi: „Maöur getur nefnilega aldrei treyst þessum strákum." Segið svo, að ekki hafi verið haldiö upp á merkisafmæli! Anna María Þórisdóttir ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.