Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 4
Hversvegna drepur maður mann? Af ótta, af afbrýði- semi, af því að hann kann ekki að tapa — af eigingirni eða hatri? Hér er rœtt við mann, sem réði konu sinni bana og bregður frásögn hans Ijósi á, hvernig mál geta þróazt og endað með voðaverki. Persónur harmleiksins: Heinz Suhr, nú 58 ára og Hannelore Suhr, konan hans eins og hún leit út tfyrir 25 árum. Ég hef orðið Heinz Suhr, 58 ára gamall, segist enn vera haidinn sárri sektartilfinningu eftir 25 ár. Hún kemur yfir hann eins og líkamlegur sársauki, hvar sem hann er, og samtímis birtast sýnirnar: á morgn- ana í rúmini, á kvöldin, þegar hann er lagztur til svefns, fyrir framan búðar- glugga eöa í neðanjaröarlest. Sársauk- inn og sýnirnar fylgja honum, hvert sem hann fer. Fyrst segist hann sjá hana liggjandi, sviplausa en meö opin augu. Líkami hennar sé eins og óskýr mynd, eins og oflýst Ijósmynd. Og alveg á sama hátt birtist myndin af herberginu, sem hún lá í. Hvít gluggatjöld blakta við opinn glugga. Meðan hann horfir þannig á hana, segir hann, heyri hann tíðum æpt: „Moröingi. Moröingi! Morðingi!“ Síðan birtist honum dómstóllinn, hann heyri dóminn kveðinn upp: „Lífstíðurfangelsi." Og þannig haldi myndirnar áfram að birtast honum leift- ursnöggt. Meðan þetta gerist, fær hann ákafan hjartslátt, og á eftir líður honum eins og manni, sem þjáist af of lágum blóðþrýst- ingi — hann er aflvana, hann riðar, hann svimar. Fyrir þremur árurrí voru þessir líkam- legu verkir á einhvern hátt þolanlegri, því að hann var þá í fangelsi og það var eins og sársaukinn fyllti þörf hans fyrir refsingu. Hann hafi þá getað sagt við sjálfan sig: „Þú iðrast þó, þú gerir yfirbót.“ „En nú? Þaö er búið aö náða mig eftir 22 ár. Ég vildi ekki náðun, en þeir náöuöu mig samt.“ Þegar hann var látinn laus, lagði eftirlitsmaður hans það til viö hann, aö hann færi einhvern tíma að gröf konu sinnar til að finna þann friö, sem í kirkjugaröi ríkir. „En það gat ég ekki, ég get ekki staöiö viö gröfina, þar sem hún hvílir. Það var þó ég, sem hratt henni ofan í hana.“ Heinz Suhr læzt vera iðrunarfullur, guðhræddur morðingi. í annarri hverri setningu notar hann orð eins og dýrð Guðs, dauðasynd, eilífa útskúfun, fordyri helvítis og hyldýpis myrkur. „Helzt er mér fróun í þeirri tilhugsun, að Guð sé aö láta mig þjást svona mikið til að mér geti liöið skár síðar.“ Hann telur, að af þeirri ástæðu hafi honum ekki tekizt hinar þrjár sjálfsmorðstilraunir sínar. Hina fyrstu gerði hann rétt eftir ódæðiö, aöra í fangelsinu og hina þriðju fyrir skömmu. xxx Mig langar að vita, hvernig hann líti nú konu sína, fórnarlamb sitt. „Sveipaða dýrðarljóma," svarar hann. „Mér er afar erfitt að tala illa um hana." — Af hverju ættuð þér að tala illa um hana? — Þér mynduð aldrei skilja verknað minn. — Skiljið þér yðar eiginn verknað í dag? — Já, ég skil hann. Hún stóð fyrir framan hann, segir hann, full þótta og fyrirlitningar. Hann varö æfur af bræði, „af því að ég gat ekki þolað lengur það, sem hún haföi sýnt mér vikum saman, ástleysi og miskunnar- leysi“. Hún stóð fyrir framan hann í kápu og meö hatt, segir hann, tilbúinn að fara út. Hann var einnig búinn að klæða sig. Klukkan var hálfátta um morguninn. Hún ætlaöi til vinnu sinnar í saumastofu C & A, þar sem hún var saumakona og sýningarstúlka. Hann ætlaði aö fylgja henni þangaö, eins og hann hafði gert vikum saman, á hverjum degi. Þetta hafði verið löng nótt. Þau höfðu talað um hið sama og þau höföu gert á hverri nóttu vikum saman, hverja einustu nótt. Hann hafði sagt, að hún elskaði hann ekki lengur, hún væri með öðrum manni. Hún hafði sagt nei, hún væri ekki með neinum öörum. — Þú ert víst með öðrum. Þú ert hætt aö kyssa mig og vera góö við mig. — Svona láttu mig vera, hefði hún sagt, ég er þreytt, þreytt, svo sannarlega þreytt. Láttu mig endilega í friði. Hann hefði sagt, aö kona sem elskaði manninn sinn, væri ekki þreytt. Hann hefði sagt þetta alla nóttina. Hann sagðist vita, að hún væri með öðrum manni. Hann hefði fylgzt með henni. Hann væri viss. Það væri þessi gráleiti á saumastofunni hennar. Hann heföi fundið glugga, þar sem hann gæti horft inn í saumastofuna og fylgzt með öllu. Þau væru alltaf að brosa hvort til 0 mannsbani annars. Hún skyldi bara segja sannleik- ann. Þau væru alltaf að kjá hvort framan í annað. Hann hefði fylgzt með þessu lengi. Hún sagðist vera þreytt og bað hann að hætta þessu, hætta þessu fyrir alla Ifiandi muni og vera rólegur. — Þú heldur framhjá mér, haföi hann sagt æ ofan í æ. Hann lá við hliðina á henni titrandi og skjálfandi, grátandi, kaldur á höndum, sveittur á enni, sem hjartslátt, magaverki og munnþurrk alla nóttina eins og allar aðrar nætur í margar vikur. Svefnlaus, eirðarlaus, síreykjandi, alltaf meö konuna í huganum meö hinum manninum . . . Hann var farinn að vanrækja vinnu sína hjá Siemsens. Og síðast hætti hann alveg að fara þangað, því aö hann hafði engan tíma til þess. Allur tími hans fór í það að fylgjast með konu sinni. En þessa nótt, segir Heinz Suhr, hefði hann þarna viö hliöina á henni verið örvæntingu nær en nokkru sinni á ævi sinni. Hann heföi eins og undanfarandi nætur reynt að leggja handlegginn yfir hana, koma viö hana, strjúka hana til að fullvissa sig um að hún væri þarna virkilega, þó að hann ætti hana ekki lengur. En hann segir að hún hafi smeygt sér undan hendi hans yzt út á rúmstokk. Hann fann aðeins ylinn frá henni. Síðan hafi dagur runnið upp og hún hafi fariö á fætur. En hún hafi ekki klætt sig fyrir framan hann, eins og hún hafi verið vön, heldur bak við lokaöar dyr baðherbergis- ins. Hann fór líka á fætur. Ég spyr Suhr: Höfðuö þér í rauninni ástæöu til að vera afbrýðisamur? „Já, ég er búinn að lýsa fyrir yður hegðun hennar. Hún var skyndilega orðin kuldaleg í framkomu. Af hverju getiö þér ekki skilið það? Ég hef lýst þessu nákvæmlega fyrir yður. Hún hleypti mér ekki lengur nálægt sér. Hún var mér svo andsnúin, hún var eins og langt í burtu.“ — Elskuöuð þér hana? - Já. — Hvernig elskuðuð þér hana? — „Fullkomlega, af heilum huga. Ég vildi hafa hana fyrir mig einan. Ég vildi eiga hana, eins og menn eiga úr eða bíl. Ég veit, aö allir segja, að ég hafi ruglað saman eigingirni og ást. Geðlæknarnir sögðu það líka. En ég trúi þeim ekki. Ég sagði fyrir rétti, að maður yrði ekki afbrýöisamur út af neinum, sem maöur ekki elskaöi. Og ég elskaði hana.“ — Þér sögöust hafa veriö hættur að sækja vinnu yöar, af því að allur tími yðar hafi fariö í það að fylgjast með konu yðar. „Já, ég fylgdist með henni. Ég fór meö henni í vinnuna, og síðan var ég viö gluggann, þar sem ég gat séð hana og fylgzt með henni. Ég sótti hana í hádegismatinn og náði svo aftur í hana að vinnu iokinni. Þegar heim kom, leitaði ég að kossaförum og sogblettum á henni. Eg afklæddi hana og rannsakaði hana nákvæmlega." — Og lét kona yðar sér það vel líka? „Nei, en ég beitti valdi og bar hana í bað.“ — Slóguð þér hana? „Nei, ég bara tók í hana.“ Þau voru sem sagt á leiðinni út. Hún var tilbúin og hann líka. Hann segist hafa sagt: „Eigum við þá ekki að koma okkur af staö, Hannelore.“ En af hverju hún fór þá að æpa, er honum enn óskiljanlegt. Allt í einu hefði hún æpt hástöfum: „Já, svo aö þú vitir þaö loksins: Ég hef verið með þessum gamla skarfi. Ég er meira að segja ólétt eftir hann." Heinz Suhr segir, að hendur sínar hafi þotið eins og örvar að hálsi konu sinnar. Þær heföu farið af eigin völdum, gert allt sjálfar, en myrkur hefði umlukið hann sjálfan. Meðan hendur hans hefðu haldiö um háls konu hans, heföi hann ekkert hugsað, ekkert fundið og ekkert heyrt. Um þessar sekúndur sagði hinn opin- beri ákærandi síöar: „Ákæröi þrýsti fast að hálsi hennar og horfði um leiö framan í hana. Þá hefði hann að minnsta kosti átt að átta sig, ef hann væri ekki morðingi. En hann þrýsti fastar, þrýsti á barkakýliö og hálsbraut hana. Hann horfði miskunn- arlaust framan í hana, á meðan hún dó í höndum hans.“ „Ég sá ekkert,” segir Heinz Suhr, „aðeins þetta svartamyrkur." Hann hefði ekki komið til sjálfs sín fyrr en löngu síðar. Og þá lá kona hans þversum á rúminu. Hún lá á bakinu. Augu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.