Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 3
EINS OG AÐLIFA í UNAÐS- LEGUM DRAUMI Nútíma saga af Öskubusku eftir Bodil Bruun. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi Prinsinn sló upp veglegu brúökaupi, þegar hann haföi flutt Öskubusku frá heimili stjúpmóöur sinnar. Öskubuska var í fílabeinslitum atlasksilkikjól og slöriö eitt var fimm metrar á lengd, svo ekki sé minnzt á brúðarvöndinn, sem var úr hvítum orkídeum. Hún fékk minkapels í morgungjöf og brúö- kaupsferö til New York, en þegar heim kom, settist hún aö í yndislegri, rósrauðri íbúö í höllinni. íbuöina og allt, sem í henni var, sáu innanhúss- fræðingar um, meðan hún var aö heiman. Prinsinn elskaði Öskubusku sína afar heitt. Morguns og kvölds kyssti hann á agnarlitlu fæturna hennar (númer 35 'A), og hann fékk aldrei nóg af aö horfa á blíölega, reglubundna andlitsdrætti hennar og Ijómandi öskuhvítt hárið. Hann kom næstum daglega meö gjafir handa henni, dýrar gjafir, hluti, sem skreyttu hana og juku fegurð hennar. Öskubuska reikaöi ein um stóru fallegu herbergin og dáðist að dýrgrip- unum, þegar hann var aö heiman. Eða hún fór í gönguferð um garðinn. Hún var alltaf meö sólhatt til aö hlffa húöinni og hanzka til aö hlífa nöglun- um, þegar hún klippti fáein blóm, sem hún æföi sig á aö raöa fagurlega í vasa. Hún þurfti ekki aö hugsa um heimiliö, því aö þjónarnir sáu um þaö. Á kvöldin voru oft boö. Öskubuska sat undir borðum í glæsilegum kvöld- kjólum. Hún leit kæruleysislega á herrann á hægri hliö og herrann á þá vinstri og hlustaöi á óskiljanlega oröræðu þeirra, meöan örlítið bros lék um varir hennar. Satt aö segja var hún frekar nærsýn og þess vegna virtust augu hennar enn stærri og augnaráöiö dýpra. Hún laut höföi meö yndisþokka, þegar ræöur voru fluttar henni til heiöurs og Ijósin glömpuöu á vel- greiddu hárinu. Þess vegna komst það orö á, aö hún væri fullkominn gest- gjafi. Hún varð fljótt barnshafandi. Mað- urinn hennar og fjölskylda hans uröu yfir sig hrifin. Nú var erfðarétturinn tryggöur. Hún eignaöist dóttur. Næsta barn var líka kvenkyns. En í þriöja skipti eignaöist Öskubuska son. Um svipaö leyti lézt tengdafaöir hennar og eiginmaöurinn varö framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann hafði meira aö gera núna. Hann haföi sjaldan tíma til aö leika aö fótum Öskubusku og kyssa á hár hennar, en hún tók heldur lítið eftir því. Hún klæddi litlu telpurnar tvær í fallega kjóla og fór meö þær út ásamt erfingjanum, sem hvíldi í Ijósbláum barnavagni. Hún fór samvizkusamlega til hárgreiðslukonunnar, á snyrtistof- una og til tízkuteiknarans. Hún byrjaði meira að segja í jazzballett og fór í frúarleikfimi, því aö hún breikkaði um mittiö, þegar hún átti erfingjann. Já, hún var önnum kafin. Vinir og viðskiptafélagar manns hennar töluöu enn um fegurð hennar og yndisþokka, en maðurinn var vin- gjarnlegur viö hana og neitaði henni aldrei um peninga. Hún var svo þakklát fyrir allt, sem hann gaf henni, aö hún steingleymdi aö hugsa um, hvort hún elskaöi hann eöa heföi nokkru sinni gert þaö. Eina áhyggju- efniö þessi ár var, hvaö erfðaeiginleik- unum væri misskipt. Telpurnar voru skynsamar og fljótar til, en ekki beint laglegar. Erfinginn var aftur á móti fallegasta barn meö öskuljósar krullur eins og móöirin og djúpblá, nærsýn augu. Því miður reyndist hann treg- gáfaður, þegar í skóla koma. Ösku- buska huggaöi sig viö, aö góö hár- greiðslukona og góöur klæðskeri geta gert kraftaverk og sonurinn átti hvort eö er aö taka viö grónu fyrirtæki og gat fengiö sér góöa ráögjafa. Svo kyssti hún börnin á ennið og sendi þau aftur til barnfóstrunnar. Árin liöu eitt af ööru. Öskubuska notaöi feneyska spegilinn í rósrauöa herberginu morguns og kvölds, en hún var orðin svo lagin viö aö mála sig, að hún sá ekki neitt. Frh. á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.