Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 8
„Viðskiptaheimurinn er karlmannaheimur og í þeim heimi veröa konur aö hafa bein í nefinu“ Gísli Sipurðsson heimsækir SIGRÍÐIPÉTURSDÓTTUR á Olafsvöllum, sem hefur mörg járn í eldinum: flytur út handprjónaðar og vélprjónaðar flíkur, hreinrœktar hunda og er byrjuð í innflutningi. Sigríður á Ólafsvöllum með handprjónaða lopapeysu í hæsta gæðaflokki. Þetta er eftirsóttasta útflutningsvara hennar, en upphaf þeirrar starfsemi má rekja til þess að þýzkir hestamenn sótt- ust mjög eftir peysum af þessu tagi. Sigríður sinnir hunda- ræktinni áfram; hún hreinræktar íslenzka hundinn og er hér með tvo efnilega hvolpa. Á hinni myndinni er Sigríð- ur við hundabúrið, sem stendur framan við bæ- inn. Hundarnir fagna Sig- ríði ákafiega, þegar hún kemur til þeirra. Þeim konum hefur fjölgað mjög í seinni tíð, sem vinna utan heimilis hálfan eða jafnvel allan daginn, en verða samt aö bera hitann og þungann af heimilisstörfunum — og þykir það of mikið. Ugglaust er það í mörgum tilvikum of mikið álag, en bæði þær og aörir, sem finnst of lítið um frjáisar stund- ir, ættu aö hugsa til Sigríöar Pétursdóttur, húsfreyju og út- flytjanda á Ólafsvöllum á Skeið- um. Hún er sumsé bóndakona og hún og maöur hennar, Kjart- an Georgsson, hafa 32 kýr í fjósi, 200 ær, heiit stóð af hrossum og Sigríður hrein- ræktar auk þess og selur ís- lenzka hunda. Þar aö auki rekur hún útflutningsfyrirtæki; selur úr landi handunninn jafnt sem vélunninn prjónavarning, sem framleiddur er á mörgum © stöðum, — hún ekur um 80 km leiö suöur til Reykjavíkur á hverjum virkum degi og er á skrifstofu fyrirtækisins hluta úr deginum og ekur heim að kvöldi. Hún er byrjuð á innflutn- ingi — og kvartar alls ekki yfir því að álagiö sé of mikið. Sigríður er fædd og uppalin í Reykjavík og Kjartan bóndi hennar er það einnig. Hann haföi löngum haft áhuga á búskap; varð búfræðikandidat frá Hvanneyri og var alltaf harður á því að verða bóndi. Þau Sigríður og Kjartan giftu sig 1959 og sama ár losnuðu Ólafsvellir á Skeiðum úr ábúð. Hér bar vel í veiði, Ólafsvellir eru ríkisjörö og svo fór, aö hún var byggö Kjartani. Hann fór þá þegar austur aö koma búskap á laggirnar, en Sigríöur dvaldi áfram syöra um eins árs skeið og heimsótti bara eiginmann- inn á meðan hún var að ganga úr skugga um að þetta væri ekki einber loftbóla. Sigríöur þekkti þó vel til í sveit; hún er af Fellskotsættinni úr Tungum, — móðir hennar Margrét, var syst- ir Þórarins bónda í Fellskoti og þangaö haföi hún oft komiö til dvalar. Sem sagt: Þaö var ekkert lát á Kjartani á Ólafsvöllum eftir fyrsta árið og Sigríður flutti þá austur. Síðan hafa þau átt þar heima; búskapurinn nær nú orðið yffír 21 ár og þeim hefur orðið þriggja barna auðiö: Pétur er tvítugur, Margrét er 19 ára og Georg 10 ára. Bræöurnir eru heima, en Margrét stundar nám í menntaskóla og vinnur í sumar á skrifstofunni hjá móö- ur sinni í Reykjavík. Búskapurinn hjá þeim Sigríöi og Kjartani var í fyrstu með hefðbundnu sniöi; þau bjuggu einvörðungu með kýr, en Sig- ríöur var fyrir fé og átti þátt í að þau settu upp fjárbú einnig. Þegar þau bjuggu stærst, voru orönir 70 hausar í fjósi, en Kjartan fækkaöi kúnum þegar hann fór jafnframt að vinna við fyrirtækiö. Frá upphafi áttu þau hjón sameiginlegt áhugamál, sem voru og eru hestar. Þeir hafa verið hluti búskaparins á Ólafs- völlum frá upphafi; reiðhesta áttu þau alltaf og stunduðu hestamennsku og ræktun reið- hesta í seinni tíö. En svo mikil vinna er við tamningar, aö það telst ekki ábatasamur atvinnu- vegur. Þrátt fyrir annríkið, bregður Sigríður sér á bak og helzt er það á kvöldin, að tóm gefst til þess. „Ég á yndislega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.