Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 5
hennar voru opin og hendur hans enn um háls henni. „Hendur mínar voru krepptar eins og af krampa." Hendurnar losuöu ekki takið, fyrr en hann fékk áfall nokkrum sekúntum eöa mínútum síöar. Hann vill ekki fullyrða, hvaö langur tími hafi liöið, en þaö var ekki fyrr en hendurnar höföu losnaö, sem hann heföi gert sér Ijóst, aö hann væri búinn aö drepa konu sína. Hann hefði risið á fætur, og þá fundið fyrst, aö hann andaði, og hann fann, að hann svitnaði. En svo varö hann skyndi- lega rólegur. „Þaö veit góöur Guö, aö ég var eins og frelsaöur. Því aö ég haföi hana á vísum stað. Af hverju ætti ég aö Ijúga. Guö veit, hvaö ég hugsaöi og geröi. Ég hugsaöi: Þá kemst enginn nálægt henni framar.“ Heinz Suhr segir, aö hann hafi átt eintal viö Drottinn hjá líkinu. Hann segist hafa sagt: — Nú er hún í fangelsi, nú fer ég í fangelsi. Og gerðu viö okkur, þaö sem þér þóknast." Hann minnist þess, aö á þessu augna- bliki sá hann hvítu svefnherbergis gluggatjöldin blakta fyrir vindi út um gluggann. Síðan kveðst hann hafa lagt konu sína til í rúminu og sett hendur hennar í kross yfir brjóstinu. Svo heföi hann náö í þvottasvamp og sápu og þvegið henni í framan. Meöan hann var að þvo henni, hafi hann beiðzt fyrir enn á ný. „Megi engill hafa haldið um höfuö þér, meöan þú dóst, elsku Hannelore, og sagt þér með minni röddu, aö ég elski þig að eilífu innilega...“ Þegar hann hafi verið búinn að þvo henni og biðjast fyrir, hafi hann sótt blómvönd, sem var í vasa á borðstofu- borðinu, og látið í hendur henni. Þá hafi hann verið oröinn alveg rólegur. Hann gæti vel munað hina innri rósemi — og magnleysið. „Ég var máttvana, en í leiöslu." Síöan heföi hann náö í pakka af rakvélablöðum inn í baðherbergi og lítinn spegil. Svo heföi hann lagzt viö hliö konu sinnar og reynt eitthvaö fjörutíu sinnum aö skera sig á hálsslagæöina. Aö þaö heföu verið 40 skurðir, vissi hann, af því aö læknir heföi seinna taliö þá. Þegar hann heföi vaknaö aftur til meövitundar, heföi hann verið á gjör- gæzludeild. Hann heföi ekki veriö meö sjálfum sér viö réttarhöldin, dómsupp- kvaðninguna eða upphaf fangelsisvistar- innar. „Þaö var eins og þaö væri ekki ég, sem þetta snerist allt saman um.“ Hann heföi síðan sætt sig viö ævilangt fangelsi. „Ég þráöi þaö, mig þyrsti eftir því.“ xxx Ég spyr, hvaö hann álíti nú um afbrýöisemi sína. „Ef til vill hefur hún haldiö framhjá mér, og ef til vill ekki. Ef til vill var hún barnshafandi eftir mig. Kannski eftir þennan gamla skarf, ég veit þaö ekki. Ég veit ekkert." Eftir nokkra þögn segir hann: „Ég finn enn þessa sársaukatilfinningu." „Hún situr hér“, segir hann og bendir á magann, „og fer svo upp í höfuðið. Hún var ekki nema tvítug, og hún var falleg. Hún var meö brúnt, sítt hár. Hún haföi smávegis málgalla, og mér þótti líka vænt um hann. Mér þótti vænt um allt viö hana. Viö höföum ekki verið gift nema sex mánuði. Hún var meö brún augu. Hún hafði fallegar hendur. Hún var alltaf aö snyrta á sér neglurnar. Sat viö gluggann með naglaþjölina. Hún lifir enn, skal ég segja yður, hún lifir." Hann bendir meö höndunum, hvar hann finni sársaukann. Sjálfur er hann með veiklulegar og nær máttlausar hend- ur meö mörgum litlum, brúnum blettum. „Hættiö nú aö spyrja mig“, segir hann, „mér líöur hálfilla." Lofaðu guð fyrir gleymsku þína, sem gefin þér til líknar var / forsetakosningunum síðustu lét einn frambjóðandinn svo um- mælt í sjónvarpi, að hann myndi ekki tiltekið atriði, sem hann var spurður að og væri svo fyrir að þakka sinni „góöu gleymsku." Þetta fannst mér spaklega til orða tekið og eins og talað út úr mínu hjarta, enda þótt það breytti engu um andúö mína á frambjóöandanum sem forseta- efni. Þessar hendingar hér í fyrir- sögninni eru seinni partur af vísu, sem ég orti af þessu tilefni. Fyrri parturinn varö lakari en ég læt hann hér með, ef einhver skyldi vilja bæta hann. Seinni parturinn á þaö skiliö aö fá góðan fyrri part. Fyrri parturinn minn var þessi: — Minniö, þaö er margra pína, muna þeir flest, sem fyrir bar... Gleymskan er okkur mönnum mikil guös gjöf. Samt heyrir maður fólk sífellt vera að bölva gleymsku sinni. Auðvitað getur þaö komið sér illa, að gleyma, til dæmis konunni sinni. Ég á mikinn ágætis frænda, bráðgreindan mann (eins og vér frændur erum almennt), en hann er dálítið utan viö sig á köflum og gleyminn á sumt, þó hann muni annaö VEL. Einu sinni var þaö, að bíllinn sat fastur í snjóskafli á Miklatorgi og hann á leið austur í bæ. Konan hans var með honum og dugnaö- arkona sem hún er, fór hún út til að ýta á bílinn. Eins og jafnan þegar eiginkonur taka að ýta á eitthvað fastlega, lætur maöurinn undan, og það geröi frændi, hann renndi af staö feginn að komast úr snjóskaflinum. Hann ók rösk- lega til að festast ekki aftur og gekk honum vel ferðin og hann hinn lukkulegasti, þar til hann mundi eftir þeim, sem ýtt hafði í skaflinum. Það var bara ekki fyrr en hann stanzaði á Ijósunum við Lönguhlíð. Þá kviknaði á perunni, eins og sagt er, þó að það sé ekki aö finna hjá Snorra. Hann hafði gleymt einhverju. Þaö vantaði eitthvað í bílinn. Hann hafði ekki lengi brotið heilann um hvað vantaði, þegar honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Það var mikill snjór og komnar í hann djúpar bílrásir. Það var ekki viðlit fyrir hann að komast uppúr þeim til að snúa fyrr en inni á Grensás- vegi. Þá náttúrlega ók hann til baka eins og bíllinn dró. Þaö var bylhraglandi með nokkru frosti og frúin ekki búin undir göngu í því veðri. Frændi minn mætti elskunni sinni, þar sem hún klofaðist í snjónum, þar á Miktu- brautinni, sem styttan af Einari Ben er á Klambratúninu. Hann þarf aldrei að óttast aö þetta falli honum úr minni. Það þurfa fáir að óttast, ef þeir gera eitthvað í þessa veru á hlut eiginkonunnar, að þaö gleymist. Viö þurfum ekki aö skrifa það hjá okkur. Gleymska af þessu tagi getur náttúrlega verið bagaleg, ekki sízt, ef menn hafa ekki í huga aö skipta um eiginkonu, vilja kannski ekki fyrir nokkurn mun gera það eins og í þessu tilviki. Og þó að þær nöldri eitthvað í okkur þá viljum við fæstir frysta þær í snjóskafli. En þó aö gleymskan geti komiö mönnum illa á stundum, þá er hún líkast til miklu oftar manninum til góðs. Manninum er áreiðanlega fátt verra gefiö en ganga meö alla lífssögu sína í höfðinu. Því fólki hlýtur að verða ógóð ellin, ef það þá kemst framá elli ár, er ekki áður dautt úr minningum, því aö ævinlega er það þessu fólki minnisstæðast, sem verst er. Það er til dæmis margt fólk, sem hefur góðar reiður á öllum sínum sjúkdómum og áföllum. Er með spjaldskrá í höfðinu þar sem skráð er hegðan og ástand allra þeirra líffæra frá barnæsku og framá efri ár. Þetta er náttúrlega vissasti vegurinn til aö eyðileggja í sér líffærin eitt af ööru. Þaö er eiginlega ekki um neina lækningu að ræða fyrr en þau eru öll ónýt. Þá er og til þaö fólk, sem leggur á minnið allar misgerðir og á sér óvini útum allar jaröir, heilt safn. Þá söfnunar náttúru fæ ég ekki skilið og safnaði ég þó einu sinni rímum. Maður rekst oft á ágætlega greint fólk, sem áttar sig ekki á því, aö það bezta sem það getur gert óvini sínum er að láta hann fara á sinnið á sér. Ekki þar fyrir, ef maður hittir fyrir vont fólk og fær af því slæma reynslu, þá er sjálfsagt aö reyna aó muna reynsluna til þess aö falla ekki í sömu gryfjuna aftur, en hitt er della að hata manninn. Ég skrifa ekki þessi orð af neinni kristilegri fyrirgefningarþörf, hún var mér ekki gefin í vöggugjöf, heldur af hrein-praktiskum ástæöum. Orð- ið praktiskur, er ekki til hjá Snorra en ég nota það samt. Ég vil sannarlega muna sem flest frá honum Snorra, en ég get ekki gleymt, að hann er dauður fyrir nær hálfri áttundu öld og það hefur sitthvaö breytzt íþjóöfélag- inu. Því er nú fjandans ver. Ásgeir Jakobsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.