Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1980, Blaðsíða 6
Möguleikarnir á skákborðinu eru óendanlegir og innbyröis afstaða tré- eöa plastkarlanna þrjátíuogtveggja á reitunum sextíuogfjórum getur tekið á sig svo mörg tilbrigði aö það er öruggt að skákin verður aldrei tæmd. Þetta endur- speglast ekki síst í byrjanafræðinni eöa teóríunni svonefndu. Sífellt koma fram á sjónarsviðið ný afbrigði og jafnframt eru þau gömlu endurbætt með hverri nýrri skák. Sum hin nýjustu brjóta svo ger- samlega fornar grundvallarreglur stöðu- uppbygginar að mörgum gamalreyndum skákmanninum blöskrar. Það eru ekki nema þrjátíu ár síðan Konráð Árnason, leiöbeinandi ungra skákmanna í Taflfé- lagi Reykjavíkur, brást móðgaður viö er nemendur hans hófu tafl meö því aö leika öðru hvoru riddara-peöi sínu fram og taldi þá með þessu vera að vanvirða skáklistina. Nú eru þessar byrjanir orðn- ar viöurkenndar og teknar af fyllstu alvöru, en viðhorf Konráðs var auövitaö lýsandi dæmi fyrir þá klassísku stefnu sem hann fylgdi. Afbrigði það sem kemur fyrir í skák dagsins í dag á sér langa sögu, en það er ágætt dæmi þess hversu langan tíma þaö getur tekið að finna réttu hugmynd- ina í afbrigði sem þekkt hefur verið lengi. Upphafsmaður þessa afbrigðis, sem upp kom í skák þeirra Kudrins og Jóns. L. Árnasonar, er franski skákmeistarinn LaBourdonnais, sem uppi var á fyrri hluta nítjándu aldar. Skákin er tefld á alþjóölegu skákmóti í New York í sumar, en Jón varð einmitt efstur á mótinu. Sergei Kudrin, anstæð- ingur hans flutti fyrir þremur árum frá Sovétríkjunum til Bandaríkjanna og náöi á þessu samam móti seinni áfanga alþjóölegs titils. Jón L. Árnason, sem hefur svart beitir hér hinu fáséða LaBourdonnais afbrigöi. Kudrin, sem er mjög vel að sér í byrjunum velur hina viðurkenndu leiö, 8. Ddl, en þann leik kom Gligoric meö árið 1957. Hollenski stórmeistarinn Sosonko beitti þessu afbrigöi tvívegis á Reykjavík- urskákmótinu, vafalaust meö sama fram- hald í huga og Jón beitir í þessari skák. En honum varö í hvorugri skákinni að ósk sinni. Hann tapaöi fyrir Robert Byrne, sem ék 8. Dxf6 og gerði jafntefli viö Jón L., sem lék 8. Dc7. í níunda leik springur síðan sprengjan, 9... d5! Á alþjóðlegu skákmóti í Graz í Austurríki í fyrra sá þessi leikur fyrst dagsins Ijós, er tveir lítt þekktir austur- rískir skákmenn beittu honum í skákum sínum gegn tveimur stórmeisturum og unnu báðir óvænta sigra. Þaö tekur ekki langan tíma að fullvissa sig um að bezt er að drepa peðiö með riddara, eftir 10. exd5 Rd4 getur hvítur ekki valdaö c2 peöiö til lengdar og svartur hefur unniö óhemju tíma eftir 10., Dxd5 — Rf6, 11. Dd3 0-0 og síðan Hd8. 10. leikur Kudrins kostaði hann þó 40 mínútur. Hvítur getur haldiö öllu völduöu meö hinum hægfara leik 11. Re3, en þá hefur svartur mjög frjálsa stöðu og stóð reyndar mun betur í skákinni Damjano- vic—Wittmann, Graz 1979 eftir 11. Re3 — Rf6, 12. Bd3 — Db4+, 13. c3 — De7, 14. 0-0 — 0-0, 15. Rf5 — Bxf5, 16. Bxf5 — e4l, 17. Bg5 — De5, 18. Bxf6 — Dxf5. Engu minni garpur en sovézki stór- meistarinn Zaitsev, aðstoðarmaður Kar- povs, fékk afbrigöiö á móti sér í skák sinni við Watzka. Zaitsev tefldi mun djarfar en Kudrin og lék 13. Rxa8 og eftir 13. .. Rxc2+, 14. Kd2 — Rxe3l, 15. fxe3 — Rf6, 16. Dcl — Db4+, 17. ke2 — Bg4+, 18. Kf2 — Hxa8 hafði svartur ágæt færi fyrir skiptamuninn. Zaitsev hafði hins vegar farið svo úr jafnvægi viö nýjungina að hann lék skömmu síðar af sér og tapaði. Eftir aö drottningauppskiptin höfðu átt sér stað og hvítur komið út með skiptamun yfir var Ijóst um hvaö baráttan stóð, líf hins afvegaleidda riddara á a8. Riddarinn baröist hetjulega fyrir lífi sínu, -----------------------------------------------------------------------. SKAK en þrátt fyrir það að hann kæmist á c7 var hann strandaður þar og um örlög hans var útséð eftir 20. . . Bd7! Eftir fall riddarans hefði liðsmunurinn átt að tryggja svörtum auöveldan sigur, en Kudrin var ekki af baki dottinn og fann skemmtilega leið til þess aö halda taflinu gangandi, þ.e. Hcl — c5xe5 — g5xg7. Að vísu varð banamein hróksins hið sama og riddarans djarfa forðum, hann króaðist inni og hvítur tapaöi skiptamun til viðbótar. Sem bætur fékk hann aftur á móti eitt peð og mjög sterka kóngsstöðu, þannig að engu líkara var en aö honum myndi takast aö halda jöfnu. Þegar endatafliö er skoðaö grant kemur þó í Ijós að hvíta staöan er töpuö. í tímahraki fór hvítur aö vísu á mis viö beztu leiöina er hann lek 39. b3 í staö 39. Kxb7, en í því tilfelli vinnur hvítur einnig þó að naumt sé eftir 39. . . Rxb2, 40. Kb6 — a4, 41. Kb5 — a3, 42. Kb4 — Rd3+, 43. Kxa3 — Re5, 44. h5 — g5, 45. h6 — Kf7, 46. Kb4 — Rxg4, 47. a4 — g4, 48. a5 — Rd7+, 49. Kc6 — Rc5l, 50. Kxc5 — g3, 51. a6 — g2, 52. a7 — g1=D+. Hvítur getur lengt taflið meö 52. Kc6 þó að niðurstaöan verði sú sama. í staö 40. h5 hefði Kudrin getaö reynt 40. Kc6, en þá vinnur svartur á skemmti- legan hátt meö 40. . . b4l, 41. Kb5 — Ra3+, 42. Kxa5 — Rc2 og hvítur getur aðeins beðið da jða síns. 3. Hvítt: Sergei Kudrin Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — e5, 5. Rb5 — a6, 6. Rd6+ — Bxd6, 7. Dxd6 — Df6, 8. Dd1 — Dg6, 9. Rc3 — d5, 10. Rxd5 — Dxe4+, 11. Be3 — Rd4, 12. Rc7+ — Ke7 — Rgf6, 18. Rc7 — Rf4, 19. g3 — Rxd3, 20. Kxd3 — Bd7, 21. Hhd1 — Hc8, 22. Hc5 — Bc6, 23. Hxe5+ — Kd6, 24. Hg5 — Kxc7, 25. Hxg7 — Be4+, 26. Ke3 — Bg6, 27. Hc1+ — Kd7, 28. Hxc8 — Kxc8, 29. Kd4 — Kd7, 30. f4 — Ke7, 31. f5 — Kf8, 32. Hxg6 — hxg6, 33. fxg6 — fxg6, 34. Kc5 — Re4+, 35. Kb6 — Rd6, 36. Kc7 — Ke7, 37. H4 — a5, 38. g4 — Rc4, 39. b3 — b5, 40. h5 — g5, 41. h6 — Kf7, 42. h7 — Kg7, 43. Kc6 — Re5+, 44. Kxb5 — Rxg4, 45. b4 — axb4, 46. Kxb4 — ReS, 47. Kc5 — Kxh7,48. a4 — g4,49. Kd4 — Kg6, 50. a5 — Rc6+ og hvítur gafst upp. Ef barniö þitt kemur heim með lélegar einkunnir í algebru, þarft þú ef til vill aö hressa þig á góöu kaffi, og þá helzt Mokka. En sé prófiö glæsilegt, langar þig kannski að brenna reykelsi barninu til heiöurs. Hvort nú heldur ánægja eða áhyggjur ber að dyrum, og hvort sem þú nú heldur hallar þér aö kaffinu eða reykelsinu, þá mundu að þetta tvennt er að þakka þegnum ævintýradrottningarinnar í Saba. Hún hét Bilkis, og var sonar- eöa dóttirdóttir töfrakonu og var uppi um 1000 f.kr. Hún átti heima þar sem mætast regineyöimerkur ríkjanna Saudi-Arabíu, Norður-Jemen og Suður-Jemen. Það voru Sabear, sem fluttu kaffið frá Eþíópu, ræktuðu það og seldu víðsvegar um heim. Enn í dag heitir ein þýðingar- mesta hafnarborg landsins Mokka. Þeir töppuðu fjórtán mismunandi viöarkvoð- um af trjám og runnum og sáu Afríku, Asíu og Evrópu fyrir reykelsi. Aö sjálf- sögöu kom einn af vitringunum frá Austurlöndum með myrru til að gefa Jesúbarninu í jötunni. Hann hefur án efa veriö frá Saba. Og algebran? Arfsögnin heldur því fram, að hún hafi orðið til og þróast í háskólabænum Zabid, sem fyrir mörgum öldum er orpinn sandi. Þegar Arabar ruddust inn í Evrópu á miðöldum færðu þeir hana að gjöf þjóöunum er þar bjuggu. Sabear voru vellríkir. Biblían hermir að Bilkis drottning þeirra hafi, er hún heimsótti Salómon konung vitra haft með sér að vinargjöf, 120 talentur af gulli. Þetta kan nú aö vera orðum aukið en löngu seinna gat arabiski sagnfræðingur- inn um, aö hásæti drottningarinnar hafi verið áttatíu faðmar á breidd og hæð. Undirstaöan var úr „rauðagulli, rúbínum og perlum". En hvar var þá Saba, þetta ævintýra- land? Öldum saman hafa fræðimenn leitað þess, þeir hafa grafiö súlur, grafhýsi og virkismúra upp úr eyöimerk- ursandinum, fundið hof og hörga, útskýrt áletranir og gert eftirrit af mynstri á klettum. En þrátt fyrir allt hvílir hula og leyndardómur yfir ríki Bilkis drottningar. Hvernig gat hún hleypt af stað blómlegri menningu í landi, sem nú er aöeins brennheitar sandeyöimerkur og fjallgarð- ar? Þessi spurning lét mig aldrei í friði. Eg feröaöist með vefjarhött og í arabakufli, með úlfalda og Ijósmyndavél í hér um bil heilt ár um Norður-Jemen. Ég leitaði og fann nýjar sannanir fyrir veldi og menn- ingu Sabea. Ég náði óvenjugóöum mynd- um af rústum og öðru sem minnti á þessa þjóð. Ég fann fjöll, þar sem veiðimenn á úlföldum og með hunda voru að elta firnastóra steingeitarhafra, og nú eru að verö útdauöir. Eg fann í nýlegum húsum í Jemen sabíska tígulsteina meö áletrun- um og táknrænum myndum. Þar sem þeir lágu á víö og dreif og til engra nota, voru þeir blátt áfram notaðir sem bygg- ingarefni. Bedúínar sögðu mér frá fjársjóöum, sem Sabear höföu safnað saman í verzlunarferðum sínum og iægju senni- lega faldir undir uppblásnum gröfum. Þeir sögöu mér ennfremur með nokkru yfirlæti aö þeir hleyptu af byssum sínum á hyrnda djöfla, sem hefðu þeytzt fyrir tvö þúsund árum kiðfættir eftir áletruðum klettaveggjum, eins og myndir sýndu. Tortryggnir hermenn rifu að vísu úr dagbók minni afrit af myndum sem ég haföi veriö aö líkja eftir, eins og þeir óttuðust, aö ríkisstjórn mín léti ráðast á þa, ef hún fengi vitneskju um alla þessa dýrmætu hluti. Þaö sem bjargaöi mér voru vissar meginreglur: Ég var alltaf einn á ferð, vopnlaus, og fór fram með allri gát og af fyllstu kurteisi. Auk þess gat ég gert mig vel skiljanlegan á arabísku, ég át allt sem var boriö á borö fyrir mig og drakk vatn úr pollum 'meö búfénaðinum. Mér flnnst ég vera orðinn hirðingi. Af samtölum við Bedúínana, sem byggja landið og var einu sinni kjarni Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.