Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Page 4
I I : i LÍTIÐ Bókmenntir hafa endurspeglaö hina íslensku prestsímynd á öllum tímum. Enn eimir heilmikiö eftir af séra Sig- valda ekki kannski síst fyrir túlkun Brynjólfs heitins Jóhannessonar sem væntanlega verður sístæð í íslensku leikhúsi. Ekki bætti raunsæisskafdsag- an frá um aldamót mikiö úr, þar var presturinn einatt fulltrúi hins tvöfalda sigæöis, en þrátt fyrir allt á þjóðin annars konar presta, þjóösagnamenn, þegar í lifenda lífi, svo sem píslarvott hins lúterska réttrúnaöar, Hallgrím Pét- ursson. Séra Snorri á Húsafelli var annarrar náttúru, og kvað niður draug og annan og notaöur í síðari tíma bókmenntum til aö taka á móti Jóni Hreggviössyni þegar sá kom af heiðum ofan eftir að hafa losnaö úr prísundinni á Þingvöllum. Nær okkur í tímanum er séra Jón Prímus kominn í beinan karllegg af Laó Tse, kvenleggurinn aftur á móti óviss, en aö minnsta kosti þríeinn úr þjóösögunni og jafnyndisleg- ur fyrir þaö og ekki „gúteraöur“ af hinni Lútersku evangelísku kirkjudeild á íslandi. — En maður kemur í manns staö. — Séra Lárus Þorvaldur Guðmundsson heitir hann fullu nafni ásamt titli og situr Holt í Önundarfirði með sóma og sann. Fannst á í byrjun, að séra Lárus færi ekki troðnar slóðir og var á undan öðrum að tileinka sér tæknigaldur 20. aldar. Rauf ellefuhundruð ára vatnaeinangrun Ön- Kirkjan í Holti í Önundarfiröi. Finnbogi Hermannsson ræðir við „Þetta var góöur undirbúningur fyrir preststarfið“. Séra Lárus á námsárunum, þá kyndari á ísborginni. VESTUR undarfjarðar með hraðbát og snjósleöa. Mekaníker og hestamaður í hófi og hefur gaman af að sýsla við bekkinn sinn í kjallaranum eða vinnuborðið í véla- geymslunni. Á jafnan marga bíla líkt og Stefán í Reykjahlíð og reisti yfir þá stóran sal þó ekki áfastan svefnskála þeirra hjóna einsog Stefán gerði og hafði innangengt. Beit svo höfuðiö af skömm- inni í sumar með því að kaupa flugvél ásamt fleiri mönnum og læra á hana. Ýmis munnmæli ganga um séra Lárus. Eitt sinn átti honum að hafa seinkað nokkuö til messugjöröar á Ingjaldssandi og var vænst á hraðbátnum og gúmmí- tuðru í land. Þegar líða tók á messutí- mann og fólk oröið kvíðafullt þar í kirkjunni, heyrðust drunur miklar svo sem hleypt væri af fallstykkjum og reyndist viö eftirgrennslan vera séra Lárus að skjóta og haföi komist í svartfuglager undir Hrafnskálanúpi. — En með því hér var ekki ætlunin aö segja þjóðsögur og munnmæli af séra Lárusi þykir oss tími til kominn að láta sverfa til stáls í stofuviö- tali í Holti og athuga hvort þjóðsögur og munnmæli af honum bera sannleikanum vitni. Einnig að reyna að komast að því hvort séra Lárus i Holti í Önundarfirði „EG ÞEKKTI GUÐ SVO FYRR EN ÉG KOM I j í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.