Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 7
bylgjurnar tvær eru þær, sem minnst var á hér að framan. Uppá síökastið höfum við heyrt og séð ýmislegt um örtölvubylting- una; hún er komin uppað bæjar- dyrum svo að segja og þróunin á þeim vettvangi hefur gengið svo hratt að æfintýri er líkast. Ekki vilja spámennirnir samt kenna þriðju bylgjuna við örtölvuna. En þeir segja: Örtölvan kemur einmitt á sama tíma og þriðja bylgjan liggur í loftinu og ýtir þessvegna undir hana. Og megininntakiö er þetta: Fólk í iðnvæddum samfélögum er oröiö yfir sig leitt á aö láta klukkur og vélar stýra lífi sínu. Þaö vill svigrúm til þess að ráða lífi sínu sjálft aö einhverju marki. Þess gætir fyrst og fremst hjá ungu fólki og Alvin Toffler segir það algenga uppákomu á bandarískum heimil- um, aö ungi maðurinn með fínt próf uppá vasann, lýsi yfir við foreldra sína, að hann hafi ekki nokkurn áhuga á frama hjá stórfyrirtæki. Foreldrarnir, sem hafa staðiö undir dýru námi og alið þá von í brjósti aö sonurinn eða dóttirin geti með tímanum unniö sig upp í álitlega stööu hjá grónu fyrirtæki, verða að sjálfsögðu stórhneyksluð og von- svikin. Ný forskrift er að þróast, segir Toffler, og hún brýtur mjög í bága við margt af því, sem fólki hefur verið innrætt; þar á meðal eru hugtök eins og stöðlun, samhæfing og stundvísi. Ágæti hverskyns miðstýringar er mjög dregið í efa og nú þegar flenni-samsteypur hafa lagt undir sig heiminn, heyrist æ oftar, að „minna sé betra“. Það stendur einnig í þessum fræðum, að vinnutíminn frá níu til fimm sé á síöasta snúningi og framundan sé verulegur sveigjanleiki í þá áttina að fólk geti sjálft ráðið hvenær það vinnur. í ýmsum iðnfyrirtækjum vestra hefur verið komið á sveigj- anlegum vinnutíma: „Flexitime“ eins og það heitir í þeirri sveit. Þá geta þeir morgunsvæfu ákveöiö að vinna frá 11—7, eða tekiö tíma til eigin afnota um miðjan daginn. Lokunartímar hjá þjónustufyrirtækjum verða úr sög- unni og Citibank í New York ríður á vaðið með sjálfvirku kerfi, sem veitir bankaþjónustu allan sólar- hringinn. Nú færist í vöxt, að súpermarkaðir séu opnir framá nótt og taliö að skammt sé í sólarhringsþjónustu einnig þar, enda hagkvæmt fyrir þann sem kýs sér vinnutíma frá kl. 4 síðdegis til miðnættis, að geta verzlað í heim- leiöinni. Með þessu móti verður mun jafnari dreifing á allri umferð, en það hefur einnig í för með sér gagngerar breytingar á lífsháttum. Trúlegast þykir að matartímar í venjulegum skilningi, veröi naum- ast til lengur, en hraöát á hvers- kyns skyndibitastööum mun fara vaxandi eftir því, — og ef til vill gerist þaö aöeins um helgar, aö fjölskyldur boröi saman. Sú þróun hefur þótt vaxandi í Svíþjóö og víöar, þar sem börnin eru annaö- hvort á dagheimilum eða í skólum og vinnutími foreldranna fer ef til vill ekki saman. í þýzkalandi, höfuðvígi stundvísi og skipulagningar, er einnig verið að taka upp „Gleitzeít", þ.e. sveigj- anlegan vinnutíma og fyrir tveimur árum var svo komið að fjórðungur vinnuafls í Vestur-Þýzkalandi, eða 5 milljónir manna, voru á sveigjan- legum vinnutíma aö einhverju leyti. Til eru þeir að vísu af gamla skólanum, sem hræöast þessa þróun og telja að hin rómaða þýzka nákvæmni og stundvísi mundi bíöa hnekki. En skriðan verður ekki stöövuð og 4 milljónir manna í Frakklandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð, vinna á sveigjanlegum tíma og nær fimmtugur allra iðnfyr- irtækja í Sviss, hefur innleitt þessa skipan. „Nútíma stórborg er risi, sem aldrei sofnar meira,“ segir franska blaöiö Le Monde. Pólitískar afleiðingar eru ófyrir- sjáanlegar, en valddreifing og af- náni miöstýringar þykir ganga sem rauöur þráöur gegnum hugmynda- fræði Þriöju bylgjunnar. Þarmeð fylgir aukin sjálfstjórn sveitarfélaga og Toffler nefnir sérstaklega sem dæmi um tilhneigingu í áttina frá miöstýringu og ríkisafskiptum, þeg- ar sænsku kratarnir töpuðu eftir 44 ára samfelldan valdaferil. Því er og spáö, aö stórfyrirtækjum veröi í vaxandi mæli skipt upp í smærri einingar; til aö mynda hefur banda- rísku stórfyrirtæki, Esmark Inc. verið skipt uppí 1000 einingar, sem þeir nefna „profit center“, því þar í landi þykir hagnaður ekki ennþá samsvara glæpi. Um leið á sér stað geysileg valddreifing og nefnt í því sambandi, að fyrirbærið aðalfór- stjóri sé nú mjög gagnrýnt í stjórnunarfræðum. Heimilislíf hlýtur aö veröa fyrir verulegum áhrifum af öllu þessu á ókomnum árum Þriðju bylgjunnar. í vaxandi mæli verða sjónvarpsút- sendingar teknar upp á myndseg- ulbönd og síðan horfir heimilisfólk- ið á einhverja útvalda þætti, þegar það er heima, — en það heyrir þá til liðinni tíð að allir setjist framan við sjónvarpstækin á sama tíma. Ekki hef ég séö neinsstaöar um það fjallað, hvernig skólarnir veröi, eða hvort sveigjanlegum skóiatíma verði komiö á til jafns við aðra vinnustaði. Kannski er vísbendingu að finna í Svíþjóð, þar sem „fram- farir" á sviði grunnskólamenntunar hafa leitt til þess aö unglingar milli tektar og tvítugs eiga í vaxandi mæli viö lestraröröugleika aö stríða. Þriöja bylgjan er að mestu leyti ennþá úti við sjóndeildarhring. En hún hellist yfir okkur áöur en varir og heimurinn verður ekki sá sami á eftir. Vitanlega gengur hún ekki í einni svipan yfir heiminn í heild fremur en iðnbyltingin; fyrst og fremst mun hennar gæta í iðnaðar- samfélögum Vesturlanda. Margt mun hún færa til betri vegar; margt verður eitthvað manneskjulegra og ætti að eiga vel við veiðimanna- þjóöfélagið á Tslandi. Kjarni málsins er sá, aö þessi bylgja snýst um einstaklingsfrelsið, — persónulegt frjálsræöi og rís á kröfunni um að geta ráöstafað tíma sínum og lífi svolítið frjálslegar en áður. Gísli Sigurösson. ÞRIÐJA BYLGJAN — Þeir sem rýna í framtíðina þykjast sjá merkileg timamót framundan Mikil þáttaskil eru ekki endilega bundin við aldamót og nægir að benda á þau efnahagslegu og menningarlegu kaflaskipti, sem uröu hjá okkur um og eftir 1940. Þegar hagfræðingarnir Jónas H. Haralz og Þröstur Ólafsson ræddu kenningar Hayeks og fleira í sjón- varpinu nýverið, kom fram sú skoöun, aö tímamót væru fram- undan. Búskapurinn í velferðar- þjóöfélögum Vesturlanda gengur ver og ver; skattpínslan nálgast stig áþjánar, — samt getur ekkert boriö sig. Hagvöxtur fer minnkandi og þrátt fyrir vaxandi verðbólgu og dýrtíð, heyrist úr öllum áttum að „ekkert svigrúm sé fyrir grunn- kaupshækkanir". Þegar gluggað er í feril mann- kyns frá því er sögur hófust, þykir mega greina þar tvenn tímamót, sem hafa haft afgerandi áhrif á þróun mannkindarinnar. Fyrstu og mestu tímamótin uröu fyrir svo sem tíu þúsund árum þegar einhver hluti verkfærra manna austur í löndum sneri sér að ræktun korns og matjurta í stað þess aö allir stunduöu veiöar. Þarmeð var lagð- ur grundvöllur að verkaskiptingu og þróun nútíma þjóöfélaga. Þáttaskil númer tvö uröu meö iðnbyltingunni fyrir 300 árum, en þau þáttaskil hafa aö sjálfsögöu orðið afdrifarikust í okkar heims- hluta og átt sinn þátt í að heiminum er nú skipt í þróuö lönd og vanþróuö. Iðnbyltingin hafði í för með sér ný lífsviöhorf og nýja lífshætti. Vélar tóku aö ráða ferð- inni; tímaskeið hinnar miklu sam- hæfingar rann upp: Allir á fætur á sama tíma, allir á leið í vinnuna á sama tíma, allir að boröa á sama tíma, heim úr vinnunni á sama tíma og allir fyrir framan sjónvarpiö á sama tíma. Fólk varð að ganga í takt við vélarnar og stundvísi hefur veriö lykilorð, — og að vísu lykilorð, sem hentar einstaklingum mismunandi vel. Sumir geta ein- faldlega ekki aðlagast því boðorði, að sérhver athöfn fari fram á ákveðinni mínútu. Hitt er svo annaö mál, aö hagræöingin og kröfurnar um aukna framleiöni, heimta aö svo sé og þá er ekki að því spurt hvort maður sé kvöldsvæfur eða morgunsvæfur. Nú eru ýmsir spámenn að tala um meiri háttar tímamót, — þau þriöju í sögu mannkyns, og eigi þau eftir aö hafa í för meö sér lítt fyrirsjáanlegar breytingar á þessu og mörgu öðru. Einn þessara spámanna er Alvin Toffler og hefur hann látið ganga á þrykk bók um þessi efni; ber hún heitiö The Third Wave, eða Þriöja bylgjan. Hinar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.