Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 11
Ein af myndum Ar- ons frá Kangeq: Einn Íslendínganna kemst um borð í skip og sleppur þar með undan Grænlending- um. Grænlenskur nútíma veiðimaður í Vestri- byggð úti fyrir hús- um sínum og í baks- ýn: Dæmigert græn- lenzkt landslag, fjöll og fjörður fullur af ís. I ! yggð. Þar er gnótt hesta, geita, nauta og sauða, allt villt, og engir menn, hvorki kristnir né heiðnir. Allt þetta segir oss ívar Bárðarson, sem var ráðsmaður á biskupsstólnum í Görðum um mörg ár, að hann hefði séð, og hann var einn af þeim sem kjörnir voru af lögmanni að fara til Vestribyggðar á móti Skrælingjum að reka þá brott úr Vestribyggð. Og þá er þeir komu þar fundu þeir enga menn, hvorki kristna né heiðna, nema gnótt villifjár og sauöa, og tóku þeir sér af því fé og sauðum svo mikið sem skipin gátu borið og sigldu svo heim með það. Og þar var Ivar með.“ í dansk-norsku handriti frá 17. öld segir „vilt fæ och foer,“ en það þýðir Finnur villifé og sauði. Með foer mun átt við sauðkindur, en vilt fæ væri ef til vill réttara að þýða nautpening til samræmis viö það sem áður segir. Hafi nú verið um kýr að ræða verður slátrunin enn óskilj- anlegri, því þær mundu ekki lifa mörg dægur án þess að vera mjólkaöar og eigendurnir þá ekki langt í burtu. Þar er talað um aö lögmaður hafi sent ívar. Hins vegar er talið að þá hafi enginn lögmaður verið á Grænlandi, en ívar sinnt bæði störfum lögmanns og ráðsmanns á biskupssetrinu í fjarveru Jóns Skalla. Svo virðist skv. frásögninni, sem Skrælingjar hafi verið búnir að eyða Vestribyggð er liöshjálp var send. En við komuna voru þar engir menn, en gnótt húsdýra. Skyldu menn ætla að Skrælingjar hefðu notfært sér kjöt þeirra, en svo virðist ekki hafa veriö. Ekki er þess getið að ívar og menn hans hafi séð eitt einasta lík, né kuml yfir þau, né að hann hafi lesiö nokkuð yfir þeim sem fórust svo válega. Heldur gengu þeir í það að lóga svo mörgum skepnum sem skipin gátu borið og gæti það hafa veriö dagsverk. Virðist því öll sagan um árás Skræl- ingja vera uppspuni og ekki nokkur fótur fyrir henni. Hins vegar viröist sem þaö gæti verið satt aö þeir ívar hafi lógaö fénu. Ef þarna voru nautgripir og kýr, hafa þær þurft umhiröu og íbúarnir ekki verið langt burtu, en líklegt aö þeir hefðu falið sig er ókunn skip nálguðust. Ekki virðist sem þeirra hafi verið lengi leitað, því ekki er auðvelt að fela sig í svo gróöursnauöu landi sem Grænlandi. Af heimildum veröur því ekki annað séö en aö ívar og menn hans hafi höggviö búfé eins og hinir verstu ræningjar. Sagt hefur verið að ívar hafi farið þessa ferð til aö innheimta vangoldin gjöld til páfastólsins og það virðist sennilegt. Mundi hann þá hafa sett þessa sögu um eyðingu Vestribyggðar í umferð. En hvernig sem svo á þessari ferð stendur virðist það óþokkabragð að slátra búfé manna án þess að ganga úr skugga um það að eigendurnir hafi ekki falið sig. En þegar þess er gætt að þarna hafi verið býli, dreifð víös vegar um langa firði, er harla ólíklegt að jafnvel miklu liði mundi takast að eyðileggja byggöina á stuttum tíma. En Danir telja að Eski- móarnir hafi ráðist á íslendingana, er þeir hittu þá fyrst. Annað mál er það að ekki hefur fólki þótt friðvænlegt að búa þar ef ræningja- skip gerðu slíkar innrásir. Eru ýmsar sagnir til um það að hinir grænlensku íslendingar hafi flutt sig til Vínlands. Mun þetta vera rétt og skal sú saga vera athuguö nokkru nánar. Ariö 1927 gaf Burpee út ferðabók í La Vérendryés Journal. Á korti nr. 6 í þeirri bók er merkt við Winnipegfljót: Christen- eau de la Fort og bætt við: Cree og viröist Cree vera stytting á kristnir. Þetta kort mun merkt 1609. Á öðru korti sem hér er birt og talið er frá 1620 er oröið Christinaux merkt með stórum stöfum við Lake Nipigon í Kan- ada. Þessi kort eiga vafalaust rót sína aö rekja til Jesúmunka þeirra sem hófu trúboð sitt í Kanada 1610 eða 1611. Hefir Thwaites gefið út skýrslur þeirra. Eru þær taldar mjög merkilegar, en ekki að sama skapi aðgengilegar, því þær eru í 73 bindum og ekkert registur fylgir. Mun þeim hafa þótt allmerkilegt að hitta fyrir kristna menn er þeir hófu starf sitt í Kanada og væri gaman ef einhver íslenskur fræöimaöur gæti athugað hvað þeir hafa aö segja um Cree. Hefi ég reynt að afla mér upplýsinga um Cree ættflokkinn. Er víða minnst á hann en venjulega lítið á því aö græða. Alanson Skinner hefur skrifað bók um þá eins og þeir voru á þessari öld. Segir hann þá friðsama menn og oft hafi 2 fjölskyldur búið saman í eindrægni. Hann minnist á að þeir hafi baöhús, og mun það bera vott um íslenska arfleifð þar sem þau finnast, en það er mjög sjaldan. Þeir höfðu og skó og vettlinga. Telur hann að þeir hafi haft net og notað þau tii fiskveiöa og einnig veitt í þau kanínur. Seinna segir hann að þeir hafi skotið hreindýr með boga og veitt vísunda með því að reka þá fyrir björg. Einnig lýsir hann gryfjum sem gætu verið seyöir eins og lýst er í Eddu t.d. Hýmiskviðu. Skinner telur þá líka hafa haft helgi á björnum eins og gefið er í skyn um Egil í Flóamanna sögu. Nú er talið að Cree indíánarnir hafi flutt sig úr hinum haröbýlu löndum Mið- Kanada og til Kyrrahafsins og hafi þeir aðallega sest að í Bresku Kolumbíu. Skinner taldi þá hafa verið mikið til einráða frá Labrador til Saskatchewan og Alberta. Aðallega voru þeir þó fyrir sunnan Hudson Bay og Skinner taldi upprunaleg heimkynni þeirra hafa verið viö James Bay inn af Hudson flóa. Þá spyr maður: Hvaðan komu þeir í James Bay? Það var ekki fyrr en ég gat náð í bók Richards S. MacNeish: The Archeology of Southeast Manitoba, sem gefin var út af þjóöminjasafni Kanada árið 1958, að ég gat fengið upplýsingar um Cree þjóð- flokkinn sem nokkurt hald var í. Svo sem menn vita er eitt aöalhaldreipi fornleifafræðinga leirker eða brot úr þeim og er oft hægt að finna þar ýmsar upplýsingar um forsögu þjóða. MacNeish tók eftir því að leirkerjabrot frá Cree höfðu tekiö mót af vefnaði. Þar sem allir frumbyggjar Kanada voru taldir hafa klæðst skinnum var honum þetta ráðgáta. Fékk hann sérfræðing G.K. Rachlin til að rannsaka þau. Er skýrsla hans birt í árbók National Museum of Kanada nr. 167, en ég get ekki séð að nokkuð sé á henni að græða — aöeins orð. Hins vegar segir MacNeish að þarna sé greinilega um fleiri vendir en eina að ræða og sjáist greinilega ívaf yfir tveimur þráðum uppistöðunnar og síöan undir einum þræði. Mun hér vera um vaðmál að ræða sem íslendingar hafa notað í spariföt öldum saman. Einnig sá hann undir einn og yfir einn þráð sem er dúkur notaður í margan vefnað og íslendingar notuðu í nærfatnað. Sýnist því sem íslendingar hafi komið þarna örsnauðir, en þó í ullarfatnaði og hann síöan verið notaður til vinnusparn- aöar viö leirkerjagerð. í lok skýrslu sinnar telur hann þessa Cree indíána hafa komið til Kanada um 1350, en hvar þeir hafi verið fyrir þann tíma sé ráðgáta. Svipaöar minjar sé hvergi að finna fyrir sunnan þá og gætu þeir helst hafa komið úr norðri eöa norðaustri. Svo viröist sem þeir hafi komið með boga og örvar og þeir hafi fyrstir manna varpað haugi yfir lík manna. Ég tel að hér geti naumast verið um aðra innflytjendur til Kanada að ræða en islendingana frá Vestribyggð. Ber tíma- setningu hans vel saman við eyðingu hennar og eru ártöl frumbyggja Ameríku þó oft fjarri lagi. Einnig það að þeir ganga í ullarfatnaði og eru kristnir auk annars sem ekki skal endurtekið nú. Sjóleiöin frá Breiðafiröi til Grænlands virðist svipuð og frá Vestribyggð til Baffins Land, en hún virðist ámóta löng og frá Vestribyggð til Eystribyggðar. Síðan er enn svipuð leið inn Hudson Strait með noröurhluta Labrador sem heitir Ungava, en þaðan er tvöfalt lengri leið inn Hudson flóa og inn í James Bay. Hefir þetta því verið mjög löng og erfið ferð. Þó mun þarna hafa veriö gnótt vatns og fisks og annarra dýra og ætíð var hægt að leita þar vars við land. Cree indíánar voru taldir til Algonkian ættflokksins og talaði mál þeirra. Ég hefi séð oröalista um mál þeirra, en ekki get ég sagt að ég kannist við eitt einasta orö. Því miður er ekki til nein lýsing á þeim svo að mér sé kunn, en gæti verið í Jesúíta-bókunum. Þeir eru .taldir hafa verið langhöfðar, háir og grannir, með útstandandi kinnbein, langleitir og með beint, en þunnt nef. Þeir voru taldir hagir á tré og gerðu skálar, skutla og sleifar með hnífum sínum. Auðvitað er hér stiklað á stóru, en þó virðist sem hér geti aðeins veriö um íslendinga að ræða, fyrst og fremst vegna kristinnar trúar þeirra og auk þess gengu þeir í vaðmálsfötum, en sauðfé var þá ekki til í Kanada, né neitt dýr með hár sem hægt var að spinna. Þar að auki urpu þeir hauga yfir hina dánu og sýnist mér það sanna þaö sem hér fer á undan. Heimildir: Birket-Smith, K.: Eskimoerne, Kbh 1971 Bishop, Charles A. og M. Estelle Smith: 1975 — Early Historic Populations in Nortwestern Ontario. MacNeish, Richard S: 1956 — Summary of Archeological Investigation in Southeastern Mani- toba (Árbók Kanadíska þjóðminja- safnsins 143). 1958 — An Introduction to the Archeology of Southeastern Manit- oba (Árbók Kanadíska þjóðminja- safnsins 157). Rachlin, Carol King: 1960 — The Historic Position of the Proto Cree Textiles in the Eastern Fabric Complex (Árb. Kan. Þjóðm. 167). Skinner, A: 1911 — Notes on the Eastern Cree and Northern Salteaux Anthropolog- ical Papers — American Museum of Natural History Vol. 9. Wright, James V: 1968 — Cree Culture History. Ott- awa 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.