Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 10
Danir fengu selveiöimanninn Aron frá Kangeq til aö myndskreyta söguna um þaö, þegar Eskimóar drópu íslendinga. Þessar myndir eru fró órinu 1859 og sú sem sést hér til vinstri, sýnir Eskimóabæ íslendinga viö botn þess fjaröar, sem heitir Kangiussak. Helgi P. Briem Lengi hafa menn furöaö sig á því hvaö varö um íslendinga í Vestribyggö á Grænlandi, sem talin er eydd á 14. öld. Er Hans Egede kom til Grænlands í júlí 1721 bjóst hann viö aö hitta þar afkomendur íslendinga og ætlaði hann aö hressa upp á trúarlíf þeirra. En honum leist ekki á söfnuöinn — aöeins Eskimóar sem ekki skildu nokkurt orö, hvorki í norsku né dönsku. Hans byrjaði samt aö predika yfir þeim og segja þeim frá kvölum helvítis ef þeir ekki tækju trú á Jesú Krist, höfund fagnaöarerindisins. Jafnframt spuröist hann fyrir um hina hvítu menn sem hann átti von á aö hitta og mun eitthvað hafa tæpt á því aö þeir heföu séö fyrir þeim. Eskimóarnir könn- uðust ekki viö neitt slíkt — þó þeir væru allir af vilja geröir aö hjálpa prestinum aö finna þá. Eitthvaö mun máliö hafa veriö séra Hans til fyrirstöðu, þar til Páll sonur hans fór aö vaxa úr grasi, en hann læröi mál Eskimóa sem barn og varö brátt dugandi túlkur föður síns, en hann átti erfitt meö aö gera sig skiljanlegan þó hann byggi í Grænlandi í 26 ár. Fór hann þaöan 1747, en dó 1758. Síöan létu Danir ekki af því aö þýfga Eskimóa um afdrif Norðmannanna (íslendinga). Gat því ekki hjá því farið aö er Danir voru búnir aö spyrja þá, hvort þeir hafi ekki drepið þessa hvítu menn, aö eftir nokkra mannsaldra hafi þeir játaö aö hafa heyrt eitthvaö um aö þeir muni hafa drepiö þá. Héldu Danir þessu áfram og töldu helst aö þeir hafi brennt þá inni. Loks fengu þeir Grænlending einn, Aron frá Kangeq til aö gera myndir af því þegar Eskimóar réöust á Islendingana og brenndu bæina og drápu þá sem komust út. Sérstaklega var þaö Ólafur nokkur sem ætlaöi aö bjarga sér á flótta en náöist og sýndu Eskimóar aö þeir heföu aflimaö Olaf meö því aö þeir héldu upp armi hans fyrir framan brennandi hús. Geröi Aron 16 litmyndir áriö 1859 til aö lýsa fyrsta fundi við hina fornu Norður- landabúa, sem Danir kalla grænlenskar þjóösögur. Voru myndirnar tafarlaust sendar til Hafnar og litprentaöar þar. Skiptir þaö engum togum aö samkvæmt þeim drápu Eskimóarnir alla íslend- ingana. Var þá einn eftir, en þaö var þræll íslendinganna, en hann var í sklpi þeirra. Vatt hann upp segl og komst undan þó aö bogmenn á landi skutu á hann. Auövitaö er allt þetta uppspuni og hugarburöur frá rótum. Eskimóar mundu naumast hafa afl til aö ráöa alla íbúa Vestribyggöar af dögum í einu áhlaupi, enda varla jafn vel vopnum búnir og hinir íslensku Grænlendingar. Auk þess hafa EYÐINGU VESTRIBYGGÐAR Á GRÆNLANDI þeir alltaf reynst hinir mestu meinleys- ingjar fyrr og síöar. Samkvæmt áöurnefndum myndum er Vestribyggð eitt hús, vel hlaðiö og íbúarnir í litklæöum. Áttu Eskimóar aö hafa brennt húsiö og drepið íbúana er þeir reyndu aö komast út. Vestribyggö, sem var dreifö í nokkrum fjöröum upp af Godtháb, er talln hafa veriö um 90 býli og 900 manns. Er þetta því ekki mjög líklegt. Danir hafa reynt aö halda þessum þætti Eskimóa mjög á lofti og gefiö út myndir þessar litprentaöar hvaö eftir annaö og jafnframt lýst heigulshætti íslendinga gegn hinum vösku Eskimóum. Síöan Danir hófu rannsóknir á Grænlandi hefur fundist þar eitt hús, þar sem rústin sýnir aö húsiö gæti hafa brunniö. Hefst nú þáttur ívars Báröarsonar. ívar þessi var norskur prestur sem sendur var til Grænlands, líklega áriö 1341. Viröist sem hann hafi sagt fyrir lýsingu á Grænlandi. Er hún til í 14—15 afskriftum, öllum lélegum og sumum afleitum. Prófessor Finnur Jónsson gaf út litla bók um þetta safn áriö 1930: „Det gamle Grönlands Beskrivelse af ívar Báröar- son,“ og reynir hann aö nota þaö sem nýtilegt kann aö vera af þessum afskrift- um, en af þeim er skást handrit í safni Árna Magnússonar AM777c. Finnur reyndi aö samræma örnefni úr þessum handritum viö örnefni sem nefnd eru í íslenskum handritum, en síöan þýddi hann textann á íslensku og tek ég eftirfarandi káfla úr riti hans elns og hann er prentaöur í Grænland í Miöaldaritum, ágætri útgáfu Ólafs Halldórssonar (1978): „Nú hafa Skrælingjar eytt allri Vestrib- Einhverjir íslendinganna höfðu veriö á hreindýraveiöum og koma heim á kajökum. Aörir, sem komnir eru á undan þeim, hrópa til þeirra um moröin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.