Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 2
 Vísna- ^ m þáttur Jón GunnarJónsson glingur og byssu- stingur Ferskeytlan er frónbúans fyrsta barnaglingur. Verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Þessi vísa er eftir Andrés Björnsson skáld og leikara og mun vera ort á fyrsta áratug þessarar aldar. Hann varö ekki gamall maður. Til eru vísur, ferhendur, einar sér eða í hóp, um s.a.s. öll hugsanleg viöfangsefni mannlegs anda og tilfinningalífs. Þær eru margar lærðar lítt og leita skammt til fanga, en þær klappa undurþýtt eins og börn á vanga. Svo kvað Þorsteinn Erlingsson. En hans vísur voru ekki allar gælur, eins og við vitum. Nei, okkar einföldu stökur, bara fjórar hendingar, geta rúmaö mikla sögu, sagt mikið og með mismun- andi blæ. Núna um síðustu hátíðir kom í heimsókn til okkar hjóna tæplega sex ára piltur, okkur nákominn. Hann fékk bók aö leikfangi, því viö höföum ekki annaö handbært. Eg spurði hvort hann þekkti nokkra stafi. Ekki alla, svaraði hann. En ég veit á þeim nöfnin, þó ég ruglist á sumum. Og svo fór hann meö gamla vísu: A.B.C.D.E.F.G, eftir kemur H.I.K. L.M.N.O. einnig P, ætla ég Q þar standi hjá. Þetta þótti mér gaman, því þessa vísu haföi ég einmitt lært, þegar ég var sjálfur á hans aldri. Meira kunni drengurinn ekki, sem varla var von. En vísurnar voru tvær. Sú seinni er svona: R.S.T.U.V. eru þar næst X.Y.Z.Þ.Æ.Ö. Allt stafrófiö er svo læst í erindin þessi lítil tvö. Þessar vísur voru prentaðar í staf- rófskveri þeirra sem nú eru nokkuö við aldur. Glöggir menn sjá þó, að hér vantar nokkuð í. Þegar vísan var ort fyrir langa, langa löngu, voru ekki allir þeir stafir notaðir, sem nú verður að hafa. Gamla vísan hans Egils Skallagríms- sonar „Þat mælti mín móðir," er lausavísa, en ekki ferskeytla, og verður ekki þulin hér, enda óþarft. En hann var ekki hár í loftinu þegar hann orti hana, ef treysta mætti sögunni, sem maður gerir nú auövitað ekki. En gegnum aldir hafa börn ort vísur og verið ort um börn og við börn. Ég get ekki stillt mig um að fara hérna með tvær vísur, sem strax flytja okkur yfir á öldina sem leið. Hinn læröi maöur málsnillingurinn og læri- meistari Jónasar Hallgrímssonar, Sveinbjörn Egilson, sat viö gluggann sinn á Eyvindarstööum á Álftanesi og horföi út á flóann. Hann orti: Eitthvaö tvennt á hné ég hef, heitir annaö Stína. Hún er að iáta lítið bréf í litlu nösina sína. Manni finnst að hann hafi hlotiö aö sitja í ruggustólnum sínum, nýkominn heim frá Bessastöðum. Og Fljúga hvítu fiðrildin ffyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn ofurlítil duggan. Benedikt Gröndal var fæddur 1826. Hann var eitt af börnum Sveinbjarnar. Hér er vorvísa eftir hann. Komdu blessuð, blíða sól. Blessaður geisla hringur. Blessuö dögg, sem blómið ól. -Blessaður fugl,sem syngur. Og á jólunum 1875 yrkir Benedikt. Nú hvílist rjúpa á hvítri sæng á heiöum norður sala, og lóan ekki veifar væhg á víðum engjum dala. Nú sefur blómið sætt í mold og sólargeislann dreymir. Og drottinn vora fósturfold í frostahjúpi geymir. En nú skulum viö enda þennan þátt með tveimur ástavísum. Rósa Guö- mundsdóttir, Skáldrósa, Vatnsendar- ósa, hefur hún líka verið kölluð, ástkona Natans Ketilssonar og fleiri manna, húnversk glæsi- og gáfukona, 1795— 1855, loks fátæk förukona. Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt þú veist hvað ég meina. Þig ég trega manna mest, mædd af tára flóöi. Ó, viö heföum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Þessar tvær tel ég meöal fágætlegustu og innilegustu ástarvísna, sem til eru á íslensku. J.QJ. sími 41048. Aöalgeir Kri8tjáns8on skrifar um HLJÓM- PLÖTUR Maurizio Pollini Áriö 1959 var haldin keppni fyrir unga píanóleikara í Varsjá. Meöal þátttakenda í keppninni var 18 ára ítali aö nafni Maurizio Pollini. Dómnefndina skipuðu nokkrir úr hópi hinna þekktustu slag- hörpuleikara og einn þeirra var Artur Rubinstein. Hann á aö hafa sagt viö meðdómara sína eftir aö hafa heyrt Pollini leika: hann er færari en nokkur okkar eða eitthvaö í þá áttina — það fylgdi ekki sögunni hvort hinir samsinntu. Hitt er víst aö Pollini bar sigur af hólmi og í kjölfar verðlaunanna fylgdi hljóðritun á píanókonsert Chopins í E-moll opus 11, þar sem hljómsveitin Philharmonia leikur með en Kletzki stjórnar. Þessi plata hefir verið gefin út að nýju og ber merkiö HMV sxlp 30160 og er enn þann dag í dag talin ein besta útgáfan á þessu verki. Túlkunin þykir sameina skáldlega tilfinningu og fágaöa listræna dómgreind. Sumir ganga jafnvel svo langt aö telja að Pollini hafi aldrei gert betur, hvaö sem því líður er hitt staðreynd, aö þessi hljóðritun er merkileg varöa á þroskaferli hans, því aö sá Pollini sem í dag er einn meðal þekktustu og virtustu píanóleikara í hópi yngri kynslóðarinnar er á ýmsan hátt ólíkur þeim unga listamanni sem heillaöi dómnefndarmennina í Varsjá 1959. Næsta áratuginn eftir aö Pollini sigraöi í Varsjá bar lítiö á honum, en síöasta áratuginn hefir hann verið mikið í sviðs- Ijósinu, og hljóöritanir með honum streyma út. Um síöustu áramót kom út á vegum DGG hljóöritun á keisarakonsert Beethovens, þar sem Pollini situr viö flygilinn, en sá aldni en síungi hljómsveit- arstjóri Karl Böhm heldur á tónsprotan- um og Vínarfílharmónían leikur með, merkið er DGG 2531 194. Skemmst er frá því aö segja aö þessi hljómplata hefir fengið mjög góða dóma, hvar sem leitaö er og hvaöa atriði sem tekin eru til athugunar. Tækni Pollinis er frábær og hinn nýi stíll hans, tær en kaldur nýtur sín vel og Böhm fylgir honum svo aö hvergi er blettur eöa hrukka á samleiknum og hlutur einstakra hljóöfæraleikara svo sem blásaranna fellur einkar vel inn í heildina. Einhver kynni að sakna þess að í hæga þættinum er aö finna minni hlýju, en hjá mönnum eins og t.a.m. Kempff, en hljóritun hans frá árinu 1962, DGG 138 777 hefir lengi verið talin bera af aö þessu leyti. Ef nefna ætti einhverjar fleiri hljómplötur meö þessu verki þar sem vel er aö verið mætti nefna Emil Gilels sem okkur er að góöu kunnur og ekki spillir aö enginn annar en Georg Szell heldur um tónsprotann, númeriö er HMV sxlp 30223. Af yngri kynslóöinni er Stephan Bishop-Kovacevich skæður keppinautur, honum til aðstoðar er breski hljómsveit- arstjórinn Colin Davis og LSO leikur meö, platan ber merkiö Philips sal 3787. Af öðrum verkum Beethovens hefir Pollini leikiö inn á hljómplötur 5 síöustu píanósónöturnar og píanókonsert nr. 3 í C-moll. Sú hljómplata — DGG 2531 057 — þykir ekki nærri eins góð og keisara- konsertinn meö honum, menn sakna þar hlýju og sveigju og benda t.a.m. á Philips 6500 315, þar sem Bishop-Kovacevich leikur, en Colin Davis stjórnar eöa á Ashkenazy og Solti, Decca SXL 6653. Dómarnir um píanósónöturnar hníga í líka átt, þrátt fyrir tæknilega fullkomnun og margt annaö sem leik hans prýöir, þá sakna menn þess, aö hann kafi ekki nógu djúpt til þess aö finna perlurnar og koma þeim upp í dagsljósiö. Þaö er DGG sem gefur út þessar plötur og númerin eru 2563 776 — 2563 778. Pollini hefir einnig leikið verk eftir Franz Schubert inn á hljómplötur og uröu fantasía í C-dúr „Wanderer“-fantasían og sónata í A-moll, D 845 fyrir valinu. Plötumerkiö er DGG 2530 473. Þessi hljómplata hefir fengið mjög góöa dóma, ekki síst sónatan, sem þykir mjög vel leikin, en sé horft til fantasíunnar, þá kunna þar fleiri aö taka höndum til, einn þeirra er Sviatoslav Richter og sú hljóðritun er komin út á HMV concert classics og á plötunni er einnig frábær hljóöritun og stórbrotinn leikur á sónötu í A-dúr D664, svo aö fáir geta þaö eftir leikið, því þar er Richter eins og hann getur bestur veriö. Þá hefir Alfred Brendel leikiö „Wanderer“-fantasíuna á plötu fyrir Phillips ásamt B-dúr sónötunni 6500 285, sem þykir næsta góö. Ég vil geta þess aö fyrir nokkrum árum var til plata þar sem Artur Rubinstein lék fantasíuna og sónötu eftir Franz Liszt, en hún hefir veriö ófáanleg um hríö og sama er aö segja um Kempff, sem einnig hefir leikið „Wanderer“-fantasíuna inn á plötu. En hverfum aftur til Pollinis. Það sýnir e.t.v. betur en nokkuö annað fjölhæfni hans aö hann hefir leikiö þætti úr Petrushka eftir Stravinsky og sónötu nr. 7 eftir Prokofiev og þykir leikur hans einmuna góöur. Þaö er DGG, sem gefur plötuna út og nr. er 2530 225. Frægöar- ferill Pollinis hófst meö Chopin flutningi og hann hefir ekki lagt verk hans til hliöar og veröa hér aö síöustu nefndar 2 hljómplötur, þar sem hann leikur etýö- urnar og prelúdíurnar eftir Chopin og er þar ekki um neina afturför aö ræða frá yngri árum og enn er það DGG sem gefur verkin út og númerin eru 2530 291 etýöurnar og 2530 550 prelúdíurnar. Keisarakonsertinn meö Pollini og nokkrar aðrar af þeim plötum sem nefndar hafa verið fást í Fálkanum og öörum hljómplötuverslunum. A.K.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.