Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 13
frétti þetta og sagöi við mig: „Þér geriö bara allt fyrir mig! Mikið er ég ánægð!“ Þetta var sennilega þaö lengsta, sem ég heyröi hana segja í samhengi. Þaö birtust fimm myndir af Grétu Gústafsson í varningslista okkar um vorið, en listinn var gefinn út í 50 þúsund eintökum og dreift um alla Svíþjóö. Hún var aðeins 15 ára, en leit út eins og tvítug stúlka. Undarlegt að jafnfeimna stúlku skyldi dreyma um að verða fyrirsæta eða leikkona. en hún gjörbreyttist fyrir framan myndavélina. Öllum bar saman um, að myndirnar af henni væru óvenjugóöar og þær greiddu veg hennar á framabraut- inni." Fyrsta kvikmyndaver Svíþjóðar var reist 1911, en önnur fylgdu í kjölfariö, því iðnaðurinn blómstraði. Mestu áhrifa- mennirnir voru Victor Sjöström og Maur- itz Stiller. Gréta hélt áfram sem fyrirsæta hjá PUB og fleiri stórverzlunum. Henni gekk vel og það skal því engan undra, þótt hana hafi dreymt um að fá smáhlut- verk í kvikmyndum. Hún lék í fjórum á einu ári — þrem auglýsingamyndum m.a. einni til að auglýsa fertugs afmæli PUB og annarri fyrir bakarí, en þar sást hún háma í sig tertur og smákökur. 1922 rakst velþekktur sænskur kvik- myndastjóri, Erik A Petschler á Grétu á götu, „Ég hreifst af vangasvipnum og gekk nær. Ég vissi, að þetta var stúlkan, sem mig vantaði í myndina „Luffar Petter". Hún mældi mig út og augnaráðið sagði skýrar en nokkur orð: „Láttu mig í friðil" Ég varð að ná í hana“. Daginn eftir fór Petschler til PUB til að velja hatta og aðra búninga í myndina. Gréta kannaðist við hann. „Um leið og hún vissi, hver ég var, spurði hún mig, hvort hún gæti fengið hlutverk í myndinni. Ég var ekki hrifinn af röddinni, en útlitið hreif mig. Hún fékk hlutverkið." Gréta bað um leyfi frá störfum. Kaup- laust aö vísu, en forstjóri fyrirtækisins vildi ekki skapa fordæmi og neitaði harðlega. Petschler ræddi sjálfur við hana, en fékk sama svar. Það er erfitt fyrir blásnauöa stúlku að hætt í föstu starfi. Petschler sagði við Grétu, aö hann gæti ekki boöið henni nema 10 sænskar krónur á dag í 14 daga, en Gréta sagði upp þann 7. júlí 1922. Ástæðan fyrir uppsögninni var einföld. „Ég ætla að leika í kvikmynd." Þegar Petschler rifjar upp endurminn- ingar sínar, segir hann: „Ég ætlaði ekki að byrja með nýja mynd strax, en hún baö mig um aðstoð og ég gerði mitt besta. Einn þekktasti kvikmyndastjórinn var finnskættaður gyðingur, Mauritz Stiller. Ég bjóst við, aö hann gæti kannski hjálpaö henni um nýtt hlutverk og sendi hana til hans. Gréta kom til mín tveim dögum síðar. Hún var gráti næst. Stiller mátti ekki vera að því aö tala við hana. Ég kvatti hana til að reyna aftur og hafa nú eitthvað úthald. Gréta reyndi, en Stiller skellti á hana. Ég vildi ekki, að hún gæfist upp, svo að ég talaöi sjálfur viö Stiller. Hún tók í sig kjark og fór. Svo ég noti orð hennar um fund þeirra: „Hann mældi mig út. Svo brosti hann og sagði: „Ertu komin eina ferðina enn? Þú ert meiri þrákálfurinn. Jæja, sýndu, hvað þú getur!" Hann settist og ég fór með nokkuð Ijóð. Eftir smástund hélt ég, að hann væri sofnaður, en hann leit upp og spuröi, hvað væri símanúmer mitt. Hann myndi hringja." X Mauritz Stiller var þekktur leikstjóri, sem naut þess að virðast glæsimenni og hrífa alla með fyrirmennsku sinni — ekki sízt ungar leikkonur. Hann lét Grétu bíða í tvær klukku- stundir eftir sér, þegar hann boðaði hana á sinn fund með hlutverk í huga. Slíkt fannst honum mjög áhrifaríkt fyrir byrj- endur. Gréta var taugaæst og óróleg, þegar Stiller lét loks sjá sig. Hann þóttist hafa Greta Garbo og Ramon Novarro í Mata Hari, þar sem Greta lék þennan fræga njósnara. Myndin var ekki góð, en sú staðreynd hvarf í skuggan fyrir töfrum Garbo, sem hrifu kvikmyndahúsgesti takmarkalaust. Tíu árum eftir að Greta Garbo dró sig í hlé frá kvikmyndunum, áriö 1951, leit hún glæsilega út. Cecil Beaton, kunnur Ijósmynd- ari, tók þá þessa mynd af henni, en annars hefur reynzt annaö en auðvelt að ná af henni myndum. Leikferillinn byrjaði snemma. Hér er Greta í Gösta Berlings sögu árið 1924, þá 18 ára.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.