Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 3
Heimilisfaðir og fyrirvinna Eftir Alfreð Böðvar ísaksson Kaldur er kvenna kapall Dag einn, þegar ég kom heim úr vinnunni eftir erfiðan og lýjandi dag, sat konan viö eldhúsborðið. Nú er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en í þetta tiltekna skipti heilsaði hún mér ekki. Hún meira aö segja leit ekki upp þegar ég heilsaði. Hreint út sagt, þá virti hún mig ekki viðlits, ekki einu sinni þegar ég hvessti á hana augun til að vekja athygli hennar á því að mér líkaði ekki að hún sýndi eiginmanni sínum svona óverð- skuldaöan fruntaskap. Hún tók ekki eftir því. Satt best að segja heföi legið beinast við að hún lægi í öngviti eöa væri steindauð, hefðu hendur hennar ekki hreyfst við og við og höfuðið oltið fram og aftur eins og hún væri aö horfa á tennisleik. Fyrst flaug mér í hug, að hún hefði byrjað í einhvers konar frúarleikfimi, og væri aö æfa sig heima. En, nei, frúarleik- fimi kostar peninga, svo ég hlyti aö hafa vitað af því, heföi hún fariö að spandéra í svoleiöis til aö losna viö þessi aukakíló, sem hún var alltaf að kvarta undan. Mér finnst þau, satt best að segja, bara sjarmerandi, en þegar ég segi þaö við konuna, verður hún óárennileg á svipinn. Þess vegna tek ég mjög sterklega undir, þegar hún segist vera oröin of bústin. Þá verður hún enn óárennilegri á svip, og ég fæ mér gamalt Lesbókarblað aö glugga t og reyni að láta lítiö á mér bera. Þegar ég leit yfir öxl konunnar upp- götvaði ég, hvaða ósómi var hér á feröinni, og ég gat ekki aö því gert að hrollur læddist um mig allan og ég fékk nötrandi gæsahúö. Svona langt haföi þá spillingin hans Vilmundar náð. Svona gátu þá freistingarnar fellt sómakærustu konu, sem ég þekkti. Svona gat iöjuleysiö heltekið fólk og spillt því. Konan var aö leggja kapal. Og það á eldhúsborðinu, sem er á hverju heimili, ekki síst mínu heimili, sameiningartákn fjölskyldunnar. Þar safnast fjölskyldan saman til að næra sig, spjalla saman, gleðjast og skemmta sér yfir viðburðum dagsins, meðan húsmóðirin gengur um beina og færir mönnum af nægtabrunni gæsku sinnar og matarfötunum, ánægð yfir því að vera öðrum til gagns og gleði. Og á þessu eldhúsborði var nú verið að leggja kapal. Hrollurinn ágerðist, og á endanum gat ég ekki lengur setiö á mér. — Er gaman að leggja kapal, spurði ég og reyndi að vera vinsamlegur í rómnum. Þaö mistókst. — Mmmm ... hummaði konan annars hugar. Enn var hún ekki búin að heilsa mér, og nú lét hún eins og hún hefði vart heyrt í mér. Hvað mega eiginmenn þola af konum sínum án þess aö sleppa sér f réttlátri reiði, mér er spurn? — Er nokkuð kaffi handa mér? spurði ég þurrlega. Ég gerði nú enga sérstaka tilraun til að hemja tilfinningar mínar. Einhvers staðar varð aö setja mörkin, og hví ekki hér eins og annars staðar. Þessi hógværa spurning mín var ekki virt svars. Vegin, metin og léttvæg fundin þegar kapallinn var annars vegar. Nú brast mér þolinmæöin að fullu — svo má lengi höggva í sterkan garö, að hann bresti, eins og máltækiö segir — og ég hrópaði af lífs og sálarkröftum: — Hvað er þetta, manneskja, er ekkert kaffi á könnunni þegar maður kemur heim úr vinnunni? Er þér gersamlega fyrirmunað að svara manni, eða hvað? Ertu dauð? Konan mín þagði sem fyrr. Lengi. Ég var verulega móður eftir átökin, enda er ég ekki vanur aö þurfa að leggja á mig í hjónalífinu. Ég fékk mér sæti á stól og einbeitti mér að því að anda rólega og minnka hjartsláttinn. Á meöan fylltist hugur minn viðbjóðslegum þönkum í garð kapalsins konunnar. Ég óskaöi þess heitt og innilega aö vindhviða læddist inn um gluggann og ruglaði öllum kapalnum, feykti spilunum langt út á gólf, undir sófann, bak við skápinn, upp í Ijósa- krónu. Það yrði gaman að sjá hana bogra við að tína spilin saman aftur, ha, ha, ha. Þá myndu nú aukakílóin renna, ha? Jú þessar og þvílíkar hugrenningar leyndust innra með mér, enda sér það hver sem sjáandi er, að menn hafa oröiö vitlausir út á minna en aö fá ekki kaffið sitt, þegar heim úr vinnunni er komiö. Alveg var þetta gasaleg frekja í mann- eskjunni. Átti ég kannski aö hella sjálfur uppá könnuna? Kunni hún sig bara alls ekki? Loksins talaði hún. — Bíddu aðeins, elskan, hann er að ganga upp hjá mér... Og það var allt og sumt. Kapallinn var að ganga upp hjá henni, einmitt þaö. Ég fór ósjálfrátt aö horfa á þennan greinilega mjög svo gagnmerka kapal, fyrst hann gat tælt frómar eiginkonur úr sambandi við eiginmenn sína. Þetta var auðsjáanlega ómerkileg dægradvöl. Fyrst var einu spili raðað upp í loft, og sex spilum við hliðina á því, með bakið upp. í næstu röð voru fyrst tvö spil upp og fimm niður. Síðan þrjú upp og fjögur niður og þannig koll af kolli, þar til öll sneru upp í neðstu röð. Svo átti að raða sortum saman í röð. Yss, það gat ég nú gert án þess að leggja kapalinn ef því var aö skipta. Auk þess er miklu skemmtilegra aö hafa spilin svona hér og þar í stokknum, þaö skapar fjölbreytileik í öllu sem gert er með þeim. En það skildi konan auðvitað ekki. Hún vildi raða þessu upp í eitthvað systemm. Skyndilega rak ég augun í möguleika, sem var búinn að blasa viö lengi vel á borðinu. — Láttu níuna á tíuna kona, sagði ég. Ertu alveg blind? Hún gerði þaö. — Svona, já, og þá geturðu losað fimmuna, ásinn upp í borð, flettu við þessu þarna ,sagöi ég og benti. Hún var svo sein að taka við sér, að ég greip-fram fyrir hendur henni og fletti við sjálfur. — Sko, þarna fékkstu tíguláttuna, hún fer hingað, sagöi ég og setti tíguláttuna á tígulníuna. — Bíddu .. ., sagði hún. Ég vil sjálf. . . — Hvað er þetta, ég er bara aö hjálpa þér, sjáðu, nú geturðu rakið hingað og sett út, sagði ég og framkvæmdi snöggt og örugglega það sem ég hafði í huga. Allt gekk upp, leikandi létt og lipurlega. — Alfreð, láttu ekki svona, lof mér að gera þetta, sagði konan. Þú getur lagt þinn eigin kapal, ef þú vilt. Það eru aukaspil inni í borðstofuskáp. Ég var nú oröinn niðursokkinn í kapalinn og tók ekki eftir því sem konan sagöi. Hún hélt nú að sér höndum og lét mig um að rekja kapalinn, enda gekk það mun betur hjá mér en hjá henni. Fólk verður að hafa dálitla tilfinningu fyrir því sem það er að gera, annars gengur ekkert og allt mistekst. Þetta hlýtur hvert barn að skilja, og það sagði ég við konuna. Hún þagði dálitla stund og horfði á mig fýld á svip. Allt í einu rétti hún fram hendina og ruglaði öllum spilunum. Tíglar, lauf, spaðar og hjörtu, kóngar og tíur, ásar og gosar, allt var þetta nú í einum hrærigraut á boröinu. Nokkur spil höfðu meira að segja dottið niðrá gólfið í hamagangnum í konunni. Ég starði á viðurstyggö eyðileggingarinnar fáein andartök, alveg yfir mig hissa á þessari gróflegu frekju í eiginkonunni minni. Þetta hefði hún aldrei gert meðan við vorum nýgift, það er ég alveg viss um. — Þú ... þú ..., stamaði ég. Ég átti ekki til orð yfir þessum andstyggðar yfirgangi, og ég hugsa að enginn lái mér það. Ég staröi á hana undrandi á svip. Hún fann ekki til minnstu sektarkenndar, það er ég alveg vissum, og mér óx ásmegin yfir þeirri ósvífni. — ÞÚ RUGLAÐIR SPILUNUM, KONU- GAUÐ! hrópaði ég í vanmætti mínum gagnvart því fólskuverki sem unnið hafði verið á mér. Konan hnussaöi og lét viðbrögð mín sem vind um eyrun þjóta. Svo forhert var hún. — Þú gast bara látið minn kapal í friði, sagði hún í takmarkalausri grimmd sinni. Svo stóð hún á fætur, glaöleg og hressileg, brá sér í kápuna og snaraöist í skóna sína. Ég óskaði þess að það heföu veriö bomsur frá stríösárunum, það hefði verið refsing fyrir hana. En skórnir breyttust ekki í bomsur, því er nú ver. í dyrunum sneri hún sér við. — Ég ætla að skreppa og kaupa í matinn, Alfreð. Vertu nú vænn og tíndu spilin upp á meöan. Þá skal ég kaupa eitthvaö gott með kaffinu. Þar með var hún rokin. Ég sat eftir beygður og einmana. Mér fannst eins og ég væri kominn aftur heim til mömmu. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.