Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 12
Veröld Gretu Garbo Jafnvel þótt Greta Garbo hafi ekki leikið í 38 ár, lifir hún enn sem þjóðsögn í hugum manna. Nú hefur þagnarmúr- inn um þessa sænsku ráðgátu verið rofinn með útgáfu bókarinnar „Hin guðdómlega Garbó“ eftir Frederick Sands og Sven Borman. Bók þeirra varpar nýju Ijósi á líf hennar nú og þroskaár hennar í Svíþjóö og er byggð á bréfum, viðtölum við kunningja og samræðum við stjörnuna sjálfa. Greta Garbo. Þannig kom hún fyrir sjónir á hvíta tjaldinu um 1930. Gréta Garbó lék í 24 kvikmyndum á 16 árum í Bandaríkjunum. Hún var aðeins 34 ára, þegar hún fór frá Hollywood, en hún hefur hvorki leikið í kvikmynd né komið opinberlega fram eftir að hún fór þaðan. Tæplega fjörutíu árum síðar örvar það þó enn hjartslátt manna aö sjá henni bregöa fyrir á götu í New York. Garbó hafði alls ekki ákveöið aö setjast í helgan stein, þegar hún fór frá Hollywood. Hún ætlaöi að ieika í kvik- mynd eftír heimstyrjöldina síðari og hét Louis B. Mayer því að snúa aftur, þegar hann hefði fundið handrit viö hennar hæfi. M-G-M setti á stofn sérdeild til að leita að hæfilegu efni í kvikmynd, en Garbó neitaði stöðugt öllum hugmynd- um, sem fram komu og tveim árum síöar var vinkona hennar beðin aö annast milligöngu í málinu og fá Garbó til að ræða viö forstjórann. Garbó fannst hins vegar ástæöulaust að fara og tala við forráðamenn kvikmyndaversins, fyrst ekkert handrit haföi fengist. Hún sagði við blaðamenn í Svíþjóö, þegar hún kom þangaö í heimsókn eftir aö heimstyrjöldinni síðari lauk: „Ég hef hvorki ákveðið neitt varðandi kvik- myndir né annaö. Ég læt allt reka á reiöanum." Um árabil hugleiddi hún endurkomu sína í kvikmyndaheiminn. María Curie, Sara Bernhardt, George Sand komu til greina sem væntanleg hlutverk, en aldrei reyndust áætlanir eöa undirbún- ingur við hæfi Garbó og hún haföi aöeins eitt aö segja viö David Niven: „Ég hef breytt of oft um andlit.“ „Ég er alltaf á flótta frá einhverju eöa einhverjum," sagði Garbó vorið 1977 í Sviss. „Ég held, aö ég hafi alltaf vitað innst inni, að hamingjan væri ekki og yrði aldrei mín.“ Draumur Garbó um hamingjuna er lítið hús uppi í sveit. Þar á að vera arinher- bergi, sem hún geti setið í og látið sig dreyma „viö hlið góðs vinar“. Fábrotinn matur og fámæltur vinur, sem skilur hana án orða. Sem leyfir henni að gera það, sem hana lystir. Garbó er vinafá og krefst mikils af þeim fáu, sem hún á. Hana hryllir viö ókunnugum og hún viðurkennir, að hún sé einmana og óhamingjusöm. „Ha- mingja, hvað er nú það?“ spyr hún. „Ég hef aldrei verið hamingjusöm." Hún vekur samúð og meöaumkun samborgara sinna, en þráir ást og umhyggju þeirra. Yfir bernsku hennar hvíldi þungur skuggi örbirgðar. Gréta Lovísa Gústafs- son fæddist í Stokkhólmi þann 18. september 1905. Hún átti tvö eldri systkini, Svein, sjö ára og Ölvu Maríu, tveggja ára. Gústafsson-hjónin voru svo blásnauö, þegar Gréta fæddist, að vinnuveitandi föður hennar, Karls, bauöst til aö ætt- leiða hana. Móöir hennar, Anna, hafnaöi því og sagði: „Guð gefur brauð meö barni“. Fööur hennar, Karl Alfred, langaði ekki til að fara á mölina í Stokkhólmi. Hann var alinn upp í sveit og vildi þar vera, en tækifærin voru engin, svo aö hann neyddist til aö fara til borgarinnar. Karl var söngvinn maöur, hávaxinn og laglegur, en þjáðist af alvarlegum nýrna- sjúkdómi, sem sífellt fór versnandi. Hann var ómenntaöur maður og fékk ekki vinnu nema viö götusópun, en götusóp- arar þurftu oft að lyfta þungum tunnum og kössum, sem reyndu mjög á veikt bak hans. Auk þessa fengu verkamenn yfir- leitt ekki peninga í þjórfé heldur áfengi eða öl, þannig aö Karl drakk töluvert og kom oft heim undir áhrifum áfengis. Hann afsakaði sig með því, að áfengisáhrifin hjálpuöu honum til að þola einhæfni vinnunnar. Eftir því sem árin liðu fyrirleit Anna hann æ meira. Anna var sterkbyggð, vinnusöm og ómenntuö kona, sem kunni mikið af þjóðsögum og söngvum, sem börnin kunnu að meta. Sveinn var eftirlæti hennar og henni fannst hann ekkert rangt geta gert, þó aö nágrannarnir væru oft á öndveröum meiði við þá skoðun hennar. Frændi Grétu Sveinn, óskilgetinn bróöur- sonur hennar, segir, að Gréta hafi fengið bróöur sinn til að heita því, aö hann segði engum frá uppeldi hennar. „Ég virti óskir hennar svo árum skipti, en mér finnst ég ekki skuldbundinn hennl lengur. Foreldrar mínir eru látnir og Gréta hefur aldrei svaraö bréfum mínum. Hún óttast kannski, aö ég líkist fööur mínum, sem mistókst allt, sem hann tók sér fyrir hendur og treysti á framlög systur sinnar. Gréta hræddist fátt meira, en að einhver segöi frá uppruna hennar og örbirgöinni, sem hón ólst upp viö. Við bjuggum sjö í einu herbergi og ég man eftir því, þegar faðir minn sagði mér frá oröum móður sinnar við systur Grétu, Ölvu: „Boröaðu allt, sem þér er boöiö, þegar þú ferð út. Það verður lítið að borða á morgun.“ Móöir Grétu var ströng við hana, en Gréta unni föður sínum, sem örvaði hana til að syngja og dansa. Eitt sinn kom María, frænka hennar, að Grétu í þungum þönkum. „Um hvaö ertu aö hugsa?" spuröi María. „Um aö veröa fræg og dáö leikkona," svaraði fimm ára barniö. Þegar Gréta var 13 ára lagðist faöir hennar í rúmið og móðirin og eldri systkinin urðu aö leita sér aö vinnu. Það kom í hlut Grétu að vera heima og annast föður sinn. Veturinn var harður og snjóþungur og inflúensufaraldur geisaöi í Stokkhólmi. Margir létust en fleiri lágu sjúkir, þegar Hjálpræðisherinn opnaði matgjafarstað skammt frá heimili Garbó. Þar voru líka haldnar skemmtanir fyrir börnin í nágrenninu og þeim var leyft að koma fram og skemmta. Gréta kom fram á slíkum stað í fyrsta skipti um ævina. Gjaldkeri Hjálpræðishersins, John Phil- ippsson, hrósaði henni mjög fyrir sviðs- framkomu hennar og sagði, að hún gæti orðiö „mikil leikkona". Karl Gústafsson lézt 1. júní 1920 eftir langvarandi veikindi. „Ég var 14 ára, þegar faðir minn dó. Hann varð 48 ára. Það heyrðust aðeins harmkvæli og grátur heima eftir lát hans. Systkini mín reyndu ekki einu sinni aö hafa hemil á sorg sinni, þegar aðrir sáu til og ég þurfti oft að þagga niöur í þeim. Fólk á að bera sorg sína í þögn og þolinmæði. Það er ástæðulaust að bera hana á torg. Ég syrgði hann ekki síður en þau, þó að ég hefði ekki hátt um það og ég grét mig í svefn í rúmt ár. Löngu eftir að hann var grafinn þjáðist ég af óskiljanlegri þörf til að hlaupa út í kirkjugarð og vita, hvort hann hefði ekki veriö kviksettur. Við vorum blásnauö. Við rétt drógum fram lífið á láglaunatekjum pabba, en nú var hann látinn. Allir uröu að vinna. Systkini mín fengu vinnu í búð og nokkrar krónur á viku. Eg var yngst og mamma vildi hafa mig heima, en við þurftum öll að boröa. Ég fékk vinnu hjá rakara í nágrenninu. Ég átti að sápubera andlit mannanna, sem biöu eftir rakstri. Fyrst var ég feimin og fór hjá mér, en það lagaðist smátt og smátt. Ég held, að ég hafi aldrei verið stoltari um ævina en þegar ég afhenti mömmu vikukaupiö mitt.“ 1931 rifjaði Gréta upp bernskuár sín í viðtali við sænska tímaritið „Lektyr": „Húsiö og íbúöirnar voru öll eins. Aðeins Ijótleikinn jafnaðist á við umhverfið. Grasið gafst upp á að gróa. í maíbyrjun reyndu ávallt fáein strá að stinga upp kollinum. Ég hreifst af þeim, vökvaði þau og elskaöi, en þau tærðust upp og dóu þrátt fyrir umhyggju mína. Dóu eins og börnin umhverfis okkur . . . Ég var yngst, en foreldrar mínir litu alltaf á mig sem elst okkar systkinanna. Ég man ekki eftir því, að ég hafi verið lítil. Hvorki heima né í barnahópi. Ég hugsa, að enginn hafi litiö á mig sem barn um dagana. Mér var sagt, að ég heföi þroskast of fljótt. Ég var hávaxin sem barn og stækkaöi ekki eftir tólf ára aldur.“ Einn viðskiptavinanna á rakarastofunni var sonur manns, sem átti einhvern stærsta verzlanahring Svíþjóðar, PUB. Hann bauö Grétu vinnu og hún byrjaði í hattadeildinni. Hún fékk góð laun á mælikvarða þeirra tíma, 125 sænskar krónur á mánuöi. Hún vann þar í tvö ár. Frk. Hellberg, sem nú er á tíræðis aldri, ræðir gjarnan um aöstoöarkonu sína fyrir sextíu árum. „Hún var einstaklega aðlaö- andi,“ segir ungfrúin. „Hún var samvizku- söm, en hana dreymdi alltaf um að veröa leikkona. Hún sagöi mér einu sinni, að hún gæti ekki um annað hugsaö. Einu sinni kom einn forstjóranna til mín og spurði, hvort ég gæti mælt með einhverri af stúlkunum mínum sem fyrir- sætu í hattaauglýsingar fyrirtækisins. Ég var fljót til svars: „Frk. Gústafsson er langheppilegust. Hún er alltaf hreinlega til fara og hefur óvenju frítt andlit." Gréta varö yfir sig hrifin, þegar hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.