Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 5
um einhverja guöfræðilega undiröldu sé aö ræöa í Holtssjó. Gekk enda á ýmsu um viðtalið og kostaði einar þrjár ferðir yfir Gemlufallsheiði, stundum í tvísýnu. Til að hrinda af stað eínhverri um- ræöu byrja ég á að spyrja séra Lárus hvernig hann mundi mæla eftir sig. „Ég mundi. ekki mæla neitt eftir mig, maður veit ekkert um sjálfan sig og sperrir því eyrun eftir því hvað aðrir segja um mann. Maður getur auðvitað skrifaö einhverja logna minningarræðu, en við erum flest ósköp óörugg um okkur sjálf.“ „Hn þú telur þig hafa átt eitthvert erindi hingað vestur í Önundarfjörð? Þetta er konkret spurning?" „Jú, mikil ósköp, en ég hafði kannski ekki réttar hugmyndir um hvernig presti bar að haga sér samkvæmt hinni rót- grónu íslensku prestsímynd, enda sýndi það sig að ég snarhneykslaði marga, þeyttist meðat annars á sjóskíðum um allan fjörð og margir töldu að ég yrði ekki vikunni eldri.“ „Nú komuð þið Sigurveig í Holt 1963, hvernig var þangaðkoman eftir alla Ijósadýröina í Reykjavík?" „Ég hugsa, að margir teldu þaö ævintýri og lygasögur. Þetta bar þannig að, að ég vígðist 27. október 1963, fyrstur presta í endurreistri Skálholts- kirkju ásamt Hreini Hjartarsyni. Ætlunin hjá okkur var aö vera aðeins stuttan tíma svona eitt og hálft ár og halda þá til náms og starfa í Bandaríkjunum, en það fór á annan veg eins og þú sérð. Við fórum ekki strax vestur, vorum aö bíða eftir að rafmagn yrði lagt í húsið. Lögðum svo í hann með skipaútgerðinni með allt okkar hafurtask og Landróverinn og það var náttúrlega allt á kafi í snjó þegar við komum vestur. Komum við dótinu á vörubíl á Flateyri og síðan fór jarðýta á undan. í Holt komumst viö svo á endanum. Okkur er það alltaf minnis- stætt aö allir vatnslásar í húsinu voru skraufþurrir og lyktin alveg voöaleg og ég man að við keyptum heilan kassa af lykteyðandi hjá Greipi Guðbjartssyni á Flateyri. Undirrituöum er Air Viek lyktareyðirinn enn í barnsminni. (Ungum lesendum til skýringar var þetta efni sem eyddi óþef úr híbýlum manna og þótti ómissandi á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda). Þá minnist ég þess þegar Elín heitin á Þórustöðum hér fyrir utan kom gangandi meö morgunskóna sína í hendinni eftir mjaltir til að kenna Systu á eldavélina. Þetta var gljákolavél, ekki koksvél, það var kúnst að eiga við þessa vél og Elín sýndi hvernig maður lætur lifa í slíkri vél, hvernig bökuð varð jólakaka í henni, flatkökur og svo frv. Eftir á að hyggja þá var þetta mikill siðferðilegur styrkur og hún kom blessunin eins og það væri alveg augljóst mál og í samræmi viö allar aðstæður. Hér var allt ófært eins og ég sagði í upphafi og við héldum aö við gætum aldrei unað hér til lengdar í þessari einangrun. Þá gekk ég í það að kaupa bátinn, 16 feta sænskan hraðbát meö 40 hestafla Johnsonsvél. Hann rauf einangr- unina og ég trúi því satt að segja að við heföum ekki haldist hér við ef ekki hefði veriö fyrir bátinn. Hér kom fólk kannski ekki vikum saman og ég minnist þess að hér kom maður eftir 6 vikna ófærð og Özur sonur okkar inni í horni, lítill snáði, horfir á manninn góða stund, brestur síöan í grát sem leystist upp í öskur. Barnið var orðið algjör mannafæla, gott ef maöur var ekki orðinn það sjálfur." „í stað þess að lesa glóaldin af trjám í Ameríku ílengdust þið svo hérna?“ „Já við kunnum þessu lífi mjög vel þegar tímar liðu. Ég hef alltaf kunnað vel viö erfið ferðalög sem prestsskapnum fylgja. Nú þjóna ég þremur prestaköllum og sex sóknum. Fyrstu árin voru skíðin aðalsamgöngutækin ásamt bátnum; þá fékk ég vélsleöa þegar þeir komu og var næstum búinn að drepa mig á honum. Lenti í ræsi á Gemlufallsheiði og varð fastur undir sleðanum og lá þannig lengi meö bensínflauminn ofan á mig. Losnaöi þó undan um síðir og skreiddist upp á veg og kom þar að palli Önundar á mjólkurbílnum frá Flateyri og varð mér til lífs. Einnig komst maður í hann krappann á hraöbátnum; var eitt sinn með Ragn- heiði dóttur minni aö koma frá messu á Ingjaldssandi. Það var ansi ljótt.“ „En þetta hefur hert þig í verunni hórna?“ „Já, já, ég er líklega svona mikill villimaður; þetta líf á vel við mig, það er einhver indíáni í manni. Hér eru vorin yndisleg en þá vökum við yfir varpinu. Hér er að komast upp þó nokkuö æðarvarp. Við höfum lítinn kofa niöur undir sjó sem ég smíðaöi og liggjum þá við. Vornæturnar eru stórkostlegar hér í Önundarfirði. Okkur var ekkert vel við þessa brúarbyggingu hérna, lífríkiö hér er svo viðkvæmt og lítið þarf til að það raskist.” „Svo viö vendum okkar kvæöi í kross, sóra Lárus, þessi sístæða spurning, hvernig var prestlingur í stakk búinn aö fara aö fást viö mannleg vandamál í þorpi og sveit?“ „Ég haföi nú heilmikla reynslu í mann- legum samskiptum; haföi til dæmis veriö í pólitík í menntaskóla og eins í háskóla auk annarra félagsmála. Einniq starfaöi ég sem framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins um nokkurt skeið. Síðast en ekki síst var ég á togurum á niðurlægingartíma togaraútgeröar, — ég var kyndari á ísborginni frá isafiröi og þetta var rosalegt mannlíf. Það varö að „sjang- hæja“ mannskapinn meira og minna, því þá fengust menn illa á togara nema helst botnfalliö; það er öldin önnur núna. Menn voru sem sé bornir um borö dauöa- drukknir og vöknuðu svo við það að þeir voru komnir út á regin haf og eins gott fyrir þá að taka til hendi. Þetta var heilmikil reynsla; pilluátiö og brennivíns- drykkjan var ofþoðsleg og rakaði ekki úr, © Séra Lárus í Holti á leiö til guösþjónustu, — Myndina, sem skýrir sig sjálf, — teiknaöi Kristján Víkingsson, sem þá var héraðslæknir á Þingeyri og gaf klerki. Séra Lárus kemst á áfanga- stað fljúgandi, ef ekki öðru- vísi. Hér er hann hjá farkostin- um, sem er Cessna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.