Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 78

Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 78
158 skáldskapar hefir hann einnig fengist við að lýsa, til þess að hvetja menn til fr amhalds! Sem athugun má nefna, að villandi getur það verið, er höf. þýðir orðið »dramatik« sjónleikak veðskap (í staðinn fyrir aðeins sjónleikaskáldskap); sjónleika- kveðskapur er einungis ein tegund af »dramatik«, á sama hátt og kveðskapur (ljóða- gerð) er ein tegund skáldskapar. G. Sv. JÓNSBOK ásamt réttarbótum Noregs konunga handa íslandi frá 1294, 1305 og 1314 er komin tít í nýrri títgáfu eftir konferenzráð Olaf Halldórsson (Khöfn 1904). Er bæði að títgáfan er frábærlega vönduð, enda hefir miklu fé og tíma verið til hennar varið. Tekstinn er prentaður eftir beztu handritunum, en jafnframt er neðanmáls prentaður orðamunur tír öllum handritum og þeim skift í tvo flokka eftir gildi þeirra. Hafa 148 handrit verið notuð við títgáfuna að meira eða minna leyti, og má af því ráða, hve mikið og vandasamt verk hér er um að ræða. Aftan við bókina er orðasafn og framan við hana langur og lærður inngangur (á dönsku) um hvemig bókin sé til orðin, gildi ýmsra ákvarðana, eldri títgáfur og þýðingar af af henni og margt fleira. Er með hinni mestu vandvirkni frá öllu þessu gengið og allur frágangur á títgáfunni hinn prýðilegasti, svo að ntí er ólíkt hægra við að eiga rannsóknir á þessari merkilegu lögbók vorri, sem í sumum greinum er enn í gildi á íslandi. V. G. STURLUNGA Á DÖNSKU. Hin danska þýðing á Stuilungu, sem getið var í Eimr. IX, 236, eftir bókavörð dr. Kr. Kálund er ntí öll tít kominn í tveimur bind- um. Er það mjög þýðingarmikið verk fyrir alla þá títlendinga, sem kynna vilja sér sögu lands vors á Sturlungaöldinni, en hingað til hafa lítt átt þess kost, með því að fæstir þeirra hafa verið færir um að nota frumritið til hlítar, jafn örðugt og það er aðgöngu í mörgum greinum fyrir títlendinga. Og því meira er varið í þessa þýðingu, sem htín fortakslaust er stí nákvæmasta og vandaðasta, sem til er af nokk- urri af sögum vorum. Neðanmáls eru og fjölmargar athugasemdir til skýringar á ýmsum atriðum, sem eru afarmikils virði, enda hefði sá einn getað gert þær, sem er jafn þaullesinn og vel að sér í íslenzkum fræðum eins og dr. Kálund er. í^ýðingin á vísunum í sögunni er eftir skáldið Olaf Hansen, og er líka snildarlega frá henni gengið. V G. UM FORNBÓKMENTIR ÍSLENDINGA (»Lidt om den oldislandske Littera- tur«) hefir landi vor séra Jón Sveinsson ritað alllanga ritgerð í kaþólska tíma- ritið »Varden«, (III, 1—3, jan. — marz 1905). Er bæði að ritgerðin inniheldur all- mikinn ffóðleik fyrir þá, sem lítt þekkja til þessara bókmenta, enda er hún svo lipurt og skemtilega skrifuð, að hún hlýtur að laða að sér marga lesendur Htín hefir og vakið talsvert mikla eftirtekt í dönskum blöðum og hafa sum þeirra flutt langa títdrætti tír henni og látið ótvírætt í ljós, að htín hafi orðið til að auka veg íslands hjá allri alþýðu manna, sem lítt hafi verið áður kunnugt um þessa andlegu fjár- sjóðu íslendinga. V. G. ATHUGASEMDIR UM NÝÍSLENZKAR MÁLMYNDIR heitir ritgerð, sem aðstoðarmaður við Forngripasafnið í Uppsölum Rolf Arpi hefir skrifað í hinu mikla ritsafni ><Nordiska studier tillegnade Prof. Adolf Noreent. Skýrir hann þar frá ýinsum málmyndum, gælunöfnum o. fl., þar sem ll er ekki borið fram á þann einkennilega hátt, sem venjulegt er í íslenzku, heldur sem hálflangt (ekki langt) /.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.