Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 63

Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 63
143 insta kóeffisíentinum sínum; það hafði verið óvenjulega hart að- göngu að standa á verði þá nótt, og hann geklc eirðarlaus fram og aftur í Opnurá og beið eftir maddömu Hansen. Hún var vön að koma um þetta leyti eða jafnvel fyr, og í dag hafði hann ein- sett sér að hafa út úr henni hálfan bjór eða heitan kaffibolla. En ekkert bólaði á maddömu Hansen; og hann fór að hug- leiða, hvort það væri nú ekki skylda hans að kæra hana; hún kynni sér ekki hóf; það dygði ekki lengur að láta þessar yfir- skinsbrellur viðgangast með þessi kálblöð og þessa kolasölu. Pyri og Valdimar höfðu líka margsinnis gægst út í eldhús- krílið, til að gá að, hvort móðir þeirra væri ekki komin og bú- in að láta upp kaffið. En það var enginn eldur undir katlinum og svo dimt uppi yfir og kalt í stofunni, að þau trítluðu aftur í bælið, grófu sig niður í hálminn og gömnuðu sér með því, að sparka í magann hvort á öðru. — þegar lokið var upp hliðunum að kolabirgðum Hansens kaupmanns á Kristjánshöfn, sat Tryggur þar inni fyrir og skaut augunum sneyptur í skjálg til hliðar; það var líka viðbjóðsleg iðja, sem honum hafði verið fengin. Úti í einum króknum fundu menn innan um tómar körfur ræflahrúgu, er frá komu veikar stunur; í snjónum sáust fáeinir blóðdropar, og rétt hjá þeim lá sykrað vínarbrauð ósnert. Pegar verkstjórinn skildi, hvernig í öllu lá, sneri hann sér að Trygg, til að hrósa honum; en Tryggur var allur á burt og far- inn heim; honum bauð altof mikið við þessu. þeir fóru þá til og tóku hana upp, eins og hún var á sig komin — holdvot og hryllileg, og verkstjórinn ákvað, að hún skyldi fara með fyrsta kolavagninum, sem færi inn til bæjarins, þeir gætu svo komið við á spítalanum, og þá gæti prófessorinn sjálfur glöggvað sig á, hvort það tæki því að lappa upp á hana. — Nokkru eftir dagmálabilið fór kaupmannsfólkið að tínast að dögurð.arborðinu. þyri varð fyrst. Hún flýtti sér til Tryggs, klapp- aði honum og kysti og lét gæluorðin dynja yfir hann í sífellu. En Tryggur hreyfði ekki rófuna, leit naumast upp, heldur hélt áfram að sleikja á sér lappirnar, sem voru orðnar hálfsvartar af kolahríminu. »Drottinn minn góður — elsku mamma!« kallaði froken þyri, »hann Tryggur er vafalaust veikur; hann hefir náttúrlega orðið innkulsa í nótt; það var líka hræmulegt af honum pabba«.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.