Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 49

Eimreiðin - 01.05.1905, Síða 49
i2g bar þess ljóst vitni, að hann var sér þess meðvitandi, hvernig hann var settur. Hann staðnæmdist nú ekki framar með auð- mýktarsvip við dyrnar, heldur gekk sjálfur á undan, óðara og opn- að var. Og væri ekki undireins lokið upp, þegar hann klóraði, þá reis þessi jötunvaxni beljaki upp á afturfæturna, lagði lappirn- ar á hurðarlokuna og lauk upp fyrir sér sjálfur. T’egar hann lék þessa list í fyrsta sinn, varð frúin frá sér numin og hrópaði upp yfir sig: »Er hann ekki inndællr — alveg eins og hann væri maður, aðeins miklu betri og tryggari«. Pað var líka skoðun allra annarra þar á heimilinu, að Tryggur væri betri en maður. Hverjum um sig fanst eins og hann væri að kvitta fyrir dálítið af eigin syndum sínum og breyskleika með aðdáun sinni og dýrkun á þessari göfugu skepnu; og ætíð þegar einhver var óánægður við sjálfan sig eða aðra, útusu þeir hjarta sínu fyrir Trygg og fullvissuðu hann hátíðlega um, að hann væri í rauninni sá einasti, sem þeir gætu reitt sig á. En þegar froken fyri hafði orðið fyrir vonbrigðum á dans- leik, eða þegar bezta vinstúlkan hennar hafði níðangurslega ljóstr- að upp ógurlegu launungarmáli, þá kastaði hún sér grátandi niður yfir Trygg og sagði: »Nú á ég engan að nema þig — Tryggur! það er enginn — enginn — enginn á öllu jarðríki, sem þykir vænt um mig, nema þú. Nú erum við tvö einsömul í öllum hinum víð- lenda — víðlenda heimi: en þú ætlar ekki að svíkja hana veslings þyri þína kæru — þú verður að lofa mér því — Tryggur!« — og svo grét hún svo, að táraregnið dundi niður á svarta trýnið á Trygg. það var því engin furða, þó að Tryggur gerði sig gildan á heimilinu. En það leyndi sér heldur ekki úti fyrir á götunni, að hann þóttist eiga nokkuð unair sér og var hreykinn af að vera hundur í bæ, þar sem hundarnir hafa völdin. þegar kaupmannsfólkið bjó upp í sveit á sumrin, var Tryggur ekki vanur að fara með því inn í bæinn nema einu sinni á viku eða þar um bil, til þess að þefa af gömlum kutiningjum. þarna í sveitinni lifði hann eingöngu sér til heilsubótar: tók böð, velti sér í blómreitunum og fór svo inn í stofu, til þess að nugga sig þurran á húsgögnunum, kvennfólkinu og að lokum á ofnábreiðunni. En allan annan hlut ársins átti hann ráð á allri Kaupmanna- höfn, og hann neytti þess ósleitilega. Eins og það væri ekki nautn í því snemma á vorin, þegar 9

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.