Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 36

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 36
Loks var versti gallinn sá, að afl vélarinnar var leitt til vagnhjólanna með tannhjólum í staðinn fyrir með stálfesti. Pað kemur sér bet- ur á lítt góðum vegum, að sambandið milli vélarinnar og vagn- hjólanna gefi dálítið eftir, ef bifreiðin rekst á einhverja ójöfnu; að öðrum kosti er vélinni hætt við skemdum. í stað festar eru og notaðar leðurólar, en þær eru ekki eins hentugar, þar eð þeim er hætt við að skriðna á kringlunum, sem þær liggja utan um. í fám orðum sagt: vagn þessi var alls ekki nýtilegur heima a íslandi; tiltökumál hefði verið að nota hann á steinlímdum eða biklögðum götum, eins og t. d. í Kaupmannahöfn, þótt svona lagaðar bifreiðar séu nú einnig taldar þar óhæfar. 6. Undirgjörð með nýjasta sniði (stálfestum). En eigi tjáir að æðrast, þótt svona tækist til hjá herra Thom- sen, og umfram alt mega menn ekki láta leiðast til að dæma allar bifreiðar eftir þessari óveru-tilraun. Af þessu ættu menn þó að hafa lært: í fyrsta lagi, að heim til íslands þarf að fá góðar bifreiðar, en ekki útslitnar, eða ónýtar, þótt nýjar séu; í öðru lagi það, að þeim einum ber að fela að velja og útvega þær, er vit og þekkingu hefur á, hvað bezt hentar að öllu leyti. Hér hefði því verið skynsamlegar að ráði farið, ef einhverri nafnkendri verk- smiðju hefðu verið boðnar þessar 2000 krónur til að framkvæma tilraunirnar, þótt lítið efamál sé reyndar, að engin hefði viljað lúta að svo lítilli upphæð. En að mínu áliti hefði það verið heppileg- ast, að fela t. d. verkfræðing að semja um kaup á póstbifreið við verksmiðju, sem vildi taka að sér að smíða vagn, sem notaður yrði á þeim ákveðnu vegum. Par sem það er nú ekkert efamál, að bifreiðar má viðhafa.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.