Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 20
IOO »Die Kaiserglocke heiss’ ich, Des Kaisers Ehre preis’ ich«, o. s. frv. (Ég heiti Keisara-klukka og lofa og prísa keisarann!). Hún er ekki guði til dýrðar, heldur keisaranum! Dómkirkjan er opin rétt að kalla allan sólarhringinn og hverjum manni heimilt að ganga þar inn á hvaða tíma sem er, eins og venja er til um allar kaþólskar kirkjur. Allar guðsþjónustur, sem fara þar fram, eru kaþólskar, enda eru 8o°/o af bæjarmönnum — sem eru um 400,000 — kaþólskir. Á öllum tímum dags gengur fólk þangað inn til að gera bæn sína frammi fyrir dýrðlingamyndunum, og á öllum tímum dags er þar slæðingur af forvitnum ferðamönnum, sem eru að litast um í þessari miklu byggingu. Hátíðleg þögn og ró ríkir í kirkj- unni. Án þess það sé boðið, finna flestir hvöt hjá sér til að reyna að svífa sem hægast og hávaðaminst um gólfið, milli súlnaraðanna og undir krosshvelfingunum, þar sem hvert hljóð vekur hundraðfalt berg- mál. Menn tala í hljóði, til þess að glepja ekki andakt þeirra, sem eru að biðjast fyrir. Hingað og þangað um kirkjuna krýpur fólk á kné, horfir í auðmýkt á helgimyndina og þylur bænir sínar. Er nú þetta alvara? Líklega er það svo fyrir flestum. En ef svo er ekki, þá er hlutverkið sannarlega vel leikið. — — Ég hefi verið svona fjölorður um dómkirkjuna í Köln, af því hún er eitthvert stærsta og tilkomumesta sýnishomið af því, hvemig kirkjur em alment í stórborgum erlendis. Alstaðar, hvar sem maður gengur inn í stórar og vandaðar kirkjur, ber eitthvað þessu líkt fyrir mann. En byggingar, eins og dómkirkjan í Köln, em ekki einungis vott- ur um trúarlíf og trúaráhuga, sem aldrei eldist, heldur líka um sívak- andi þjóðarsómatilfinningu og metnað. Sú þjóð eða sú kynslóð, sem hefur yndi af að reisa sér slíkan minnisvarða, hún finnur sannarlega ekki til elli eða vonleysis. I’að er æskufjör og þróttmiklar þjóðarhug- sjónir sem speglast í slíku verki. Hvenær skyldu íslendingar byggja sér myndarlega dómkirkju? Ritað á Englandi í júní 1904. G. M. Ættjarðarást í barnssál. Einn af þingmönnum Englendinga, er Seely (frbr. Sílí) heit- ir, og tekið hafði þátt í Búastríðinu sem riddarahersir, hélt í fyrra ræðu í kjördæmi sínu um ættjarðarást. í þeirri ræðu sagði hann meðal annars frá atburði einum, er fyrir hann hafði komið í stríðinu, og er sagt að allir áheyrendur hans hafi viknað, er þeir heyrðu þá frásögu. Seely hafði verið skipað að fara með fáeinum mönnum og taka einn.af foringjum Búa höndum, er menn vissu að koma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.