Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 17
97 um hliðið, og síðan lokað, svo umferð um brúna teppist sem styzt í einu. Lengi var þessi brú aðalsamgöngufærið yfir Rín, en nú er búið fyrir nokkrum árum með afar-kostnaði að byggja járnbrú yfir fljótið, svo háa, að skip geta gengið undir hana, og lagaða fyrir járnbrautir, sporvagna og gangandi menn, Landið umhverfis bæinn er flatt eins og pönnukaka, og Rín lið- ast eftir því í mörgum bugðum, lygn og breið, en skolmórauð, eins og títt er um stórar ár. Skógar eru litlir, en akurlendi svo langt sem augað eygir. Yfir þessa flatneskju gnæfir dómkirkjan eins óg fjall, og sjást turnar hennar bláir í Ijarska, löngu áður en maður sér urmul af öðrum byggingum í bænum. Aðal-bærinn er á vesturbakkanum, og heldur að mestu leyti sínu gamla, miðaldarlega sniði. Gamlir múrar standa þar enn og mynda hálfhring um bæinn og ná endarnir niður að fljótinu; þeir voru til forna aðal-víggirðingin, og var þá síki í kring- um þá, sem nú er búið að þurka upp að mestu, en hinar nýju víg- girðingar liggja nú langtum utar, og eru með öðru sniði en til forna. Köln er talinn »óvinnandi bær« með áhlaupi. Bærinn mundi þykja allmerkilegur, þótt ekki væri kirkjan, því bæði ber hann svip gamallar menningar og velmegunar, og liggur vel við samgöngum, enda eru þar margar merkisbyggingar, bæði fornar og nýjar, auk kirkjunnar. Af fornbyggingum er ráðhúsið merkilegast, fornfálegt, í gotneskum stíl, prýtt steinskurði og framúrskarandi vandað. Af nýrri byggingum bera tvö stórhýsi af öllum öðrum; það er pósthúsið og járnbrautahöllin, báðar mjög tilkomumiklar. Meðal anuarra bygginga má nefna mjög laglega kirkju, sem kend er við »10,000 meyjar« (o: Kolnis-meyjar, sbr. gamalt íslenzkt kvæði: »Úrsala hét ágæt frú« o. s. frv.). En allra þessara bygginga gætir varla í fljótu bragði fyrir kirkjunni, enda nær enginn af turnunum hærra en upp á móts við mæninn á henni; turnar hennar eru þar fyrir ofan. í’ann 15. ágúst 1248 var fyrsti hyrningarsteinn lagður að dóm- kirkjunni og 15. október 1880 var hún hátiðlega vígð af Vilhjálmi I í’ýzkalandskeisara og talin albúin. í 6 3 2 ár hefir hún verið í smíðum! Þetta má þó ekki skilja svo sem ekki hafi orðið hlé á smíðinni, og það stundum svo öldum skifti. En á öndverðri öldinni sem leið var tekið alvarlega til starfa til að fullgera kirkjuna. Var það fyrir forgöngu ýmsra merkismanna, þar á meðal skáldsins Goethe, sem sáu hvílík- ur þjóðarvansi það var, að láta hana standa svona hálfgerða. Var þá safnað fé með samskotum og lagt til úr n'kissjóði aftur og aftur, enda veitti ekki af, því það, sem vantaði til að fullgera kirkjuna, nam yfir 20 miljónir þýzkra dala (1 dalur = 3 mörk = 2,70 kr.). í’að liggur við að mann sundli við að hugsa til þess, hvað öll kirkjan hefir kostað. »Það skal vel vanda, sem lengi á að standa«. En þjóðarsómi er hún, þar sem hún stendur nú fullger, öllum hinum mentaða heimi til undrunar og aðdáunar. Menn fyllast ósjálf- rátt lotningu, er menn líta á þetta afskaplega mannvirki, lotningu fyrir snildinni, fyrir þjóðaráhuganum, og fyrir því höfði, sem í fyrstunni hefir fætt af sér slíka hugsjón, og borið það traust til þjóðar sinnar, að hún mundi leggja jafnmikið í sölurnar til að gera hana líkamlega. Að utan og hæfilega langt frá kemur hinn stórfeldi svipur þessarar 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.