Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 13

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 13
93 grafið var í reitinn, en sumarið 1898 var gestgjafi einn, Madsen að nafni, jarðaður þar vinstra megin í reitnum og af því mætti máske ráða, að Stryving hafi verið jarðaður hægra megin og Jónas þar á undan vinstra megin. Það er þó alls ekki víst; en sé svo, þá liggur hann ekki í N. 1096, því að sá reitur er hægra megin við N. 1095 og mjó (’/a al.) gata á milli reitanna. — Umhverfis reitinn N. 1095 hafa verið settar grindur úr jámi og reistur steinn yfir þann, er síðast var jarðaður þar. Vel hefði farið á því, að íslendingar hefðu endurnýjað kaupin á legstað þessum og ekki látið raska moldum Jónasar á þennan hátt, heldur sett honum þar minningarmark. í’að hefði enda verið mikil bót í máli, hefðu íslendingar keypt legstaðinn áður en síðast var grafið þar, þegar áhugi manna þó var vaknaður á því að reisa Jónasi minnis- varða, — enda þótt sjálfsagt væri að reisa hann heima. — En nú er alt um seinan og mun nú á löngu líða, unz legstaður þessi verður aftur falur. Sumum kann að detta í hug, að vert væri að grafa í reitinn eftir beinum Jónasar, ef leyfi fengist, og færa þau heim. Það mundi þó tor- velt að finna nokkrar leifar af líki hans eftir svo langan tíma, 60 ár, að því er kunnugir menn ætla, þar eð tvisvar hefir verið grafið í reit- inn síðan. V bjo 1 al. 5 álnir. io álnir. LEGSTAÐUR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR í ASSISTENTS-KIRKJUGARÐINUM í KAUPMANNAHÖFN, N 1905 (—6, = Trinitatis S. 198). Hafi menn áður komið niður á kistu Jónasar, hefir hún verið öll fúin; fjölunum hefir þá líklega verið ekið burt, en leifarnar af líkinu bland- ast saman við moldina og síðan verið mokað ofan í gröfina aftur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.