Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Side 6

Eimreiðin - 01.05.1905, Side 6
86 þess vert, að því sé gaumur gefinn, svo að menn geri sér ljóst, hvernig í rauninni til hagar.1) Sú skoðun — eða kenning — er ekki ókunn meðal fagur- fræðinga, að upprunalegasta eða elzta skáldskaparform mannkyns- ins muni hafa verið ljóðaformið eða bundið mál, er svo er kallað; en þá fyrst, er meiri andlegur þroski var fenginn, hafi menn get- að viðhaft óbundið mál í skáldskapnum. Pað væri nú varla furða, þótt ýmsum fyndist þetta vera kynlegt og lítt sennilegt, þar sem t. d. rímlistin er alment álitin torveldari viðfangs en mál svona blátt áfram, og er það ekki allskostar að ástæðulausu. En þessi kenning hefir þó við ýmislegt öflugt að styðjast, sem ekki verður hrakið, svo sem það, að elztu skáldverk þjóðanna, sem kunn eru, eru einmitt að miklu leyti í bundnu máli; sem dæmi má nefna skáldskap Forngrikkja (svo sem Hómer o. fl.) og Norður- landabúa í fornöld (Eddukvæðin), er menn vel kannast við. Peim hefir fundist hægra að gera skáldskap úr efni sínu, er að mestu leyti var óraungæft, með því að hafa á því bragarsnið, sem var óaðgengilegra en hið almenna, daglega mál (sbr. að hin nafn- kunnu goðsvör vóru tíðum gefin í ljóðum, til þess að þau yrðu þeim mun torskildari — dularfyllri). Annað er og, sem bendir í sömu átt og er einkar eftirtéktarvert: Eigi allfáir skáldsagnahöf- undar hafa byrjað sem ljóðskáld, en ekki fyr en seinna getað ritað skáldverk í óbundnu máli; og næst er mér að ætla, að langflestir þeirra, er við skáldskap fást, hafi upphaflega hafið göngu sína með því að yrkja kvæði. í þessu, sem svo mörgu öðru, er það einnig ekki óeðlilegt að skoða líf einstaklingsins í samræmi við líf alls mannkynsins — sem nokkurs konar skugg- sjá þess. Pað virðist þannig muni vera skáldunum jafnvel eiginlegra frá öndverðu að semja ljóðskáldskap, að það sér í lagi sé — eða a. m. k. geti verið — þeim hægra (að því skal vikið síðar), og að það því beri vott um meiri þroska hjá þeim, er þeir geta farið að skálda í óbundnu máli. Hvernig horfir nú við á íslandi með skáldskapinn — skáld- skaparritinf Þannig, að því nær alt er í ljóðum, að kalla má. 1 Fess má geta, að ýmslegt af þvi, sem í grein þessari er skráð, hefi ég áð- ur tekið fram, bæði á fundi »Félags ísl. stúdenta í Khöfn« 9. sept. og á Bókmenta- félagsfundi 11. okt. síðastl. Höf.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.