Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 138
130 En að því, er snertir það, að 2. kap. í Eiríkssögu, svo sem hann er nú, muni þess vegna ekki hafa getað verið í sögunni, svo sem hún var sett saman í fyrstu, að í byrjun 5. kap. er sagt, hvað kona Eiríks hjel, en frá því er einmitt sagt í 2. kap., þá er þar til að svara, að það virðist nær óhugsandi, að ekki hefði verið gerð grein fyrir konu Eiríks, sagt frá heiti hennar og ætt, í upphafi sögunnar, um leið og þar hefði verið sagt frá Eiríki. Einmitt það, að hann kvæntist þessari konu, olli því, að hann fluttist norðan af Hornströndum suður í Hauka- dal, þar sem þeir atburðir gerðust, og síðan í nágrenninu, er aftur urðu þess valdandi, að ástæða varð til að rita nokkuð að ráði um hann, — auk annars miklu stórvægilegra, sem af þessu kvonfangi hans leiddi. Af því einu, að sagt er í upphafi 5. kap., sem er eðlilegt framhald af 2. kap., nafn konu hans aftur, verður naumast dregin sú ályktun, að 2. kap., sem er til og á vel við, hafi alls ekki verið 1. nje 2. kap. heldur einhver önnur ritsmíð, sem nú þekkist ekki, um Eirík og þá að sjálfsögðu þau æviatriði hans, sem leiddu hann og fjölskyldu hans til Grænlands. Kona Eiríks er nafngreind í upphafi 5. kap. á þann hátt, að undarlegt mætti heita, hefði ekki verið búið að segja greinileg- ar frá henni fyr. Þetta er orðað að eins þannig: »Eiríkr átti þá konu, er Þjóðhildr hét, ok við henni tvá sonu,« og síðan sagt frá þeim. Að sjálfsögðu hefði farið betur á því, vegna þess að sagt hafði verið í 2. kap. frá kvonfangi Eiríks og nafni konunnar, að orða setninguna t. a. m. þannig: Eiríkr átti tvá sonu við Þjóðhildi konu sinni. — En sams konar eða mjög áþekk fyrirbrigði sjást oftar í fornritum vorum, og verður ekki dregin af því sú ályktun jafnan, að eitthvað annað, óþekkt nú, muni hafa staðið þar sem það er nú, sem þar er. Virðist hóti nær að líta svo á, að þarna sé enn eitt af ýmsu, sem ábótavant sje við þessa sögu, svo sem hún hafi frá upphafi ver- ið. — Nokkur ástæða til að þetta var orðað svona í upphafi 5. kap. kann að hafa verið sú, að sá, er setti söguna saman, hafði ekki sjálf- ur samið 2. kap., að eins ritað hann upp eða fengið uppskrift af hon- um. Hann virðist hafa vitað, sbr. það, er áður var sagt hjer, að kona Eiríks hjet Þjóðhildur, en ekki Þórhildur, eins og stóð í uppskriftinni af 2. kap., — þótt sá, er ritaði upp söguna í Hauksbók, Ijeti rithátt nafnsins í 2. kap. villa sig til að rita nafnið enn rangt í upphafi 5. kap. Það er ekki heldur alveg grunlaust um, að sá er setti söguna saman, kunni að hafa nafngreint Þjóðhildi þannig aftur, rjett, af ásettu ráði, af því að hann hafði veitt því eftirtekt, að nafn hennar var ritað á annan veg, eða raunar sett annað (algengt) nafn, líkt, í stað hins rjetta (sjaldgæfa) í frásögnina í 2. kap. — En hver svo sem ástæðan hefir verið til þess, að upphaf 5. kap. er orðað svona, mun eðlilegast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.