Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 133

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 133
125 að í sem heimild fyrir því, er þar segir, eins og hjer hefir áður ver- ið tekið fram. Rangi rithátturinn í Ólafssögu sýnir því að eins það, að nafnið hefir verið ritað rangt í þessum kapítula í Eiríkssögu, þ. e. því handriti af henni, sem sá hefir farið eftir, er sett hefir saman Ólafs- sögu, löngu eftir, að Eiríkssaga hafði verið skráð. Það könnumst vjer vel við, að nafnið muni hafa verið rangt í þeim kapítula af handriti Eiríkssögu, því að það er enn rangt í þeim kapítula í henni (2. kap.) í báðum þeim elztu handritum af henni, sem nú eru til, Hauksbók og Skálholtsbók (Á. M. 544, 4to, og 557, 4to). Sjálfsagt stafa þau bæði frá frumhandriti sögunnar á einhvern hátt, og verður að kenna því handriti (eða uppskrift af því) um villuna, en ekki neinu handriti af Landnámab., því að ekkert fornt handrit af henni hefir haft nafnið rangt, að því, er sjeð verður, og engar líkur eru til, að 2. kap. í Eiríkssögu hafi verið ritaður í þau tvö handrit af henni, er nú var getið, beint eftir neinu handriti af Landnámab. En hvað því viðvíkur, að Pjóðhildur sje nefnd hjer og þar (»hist og her«) í sögunni Þórhildur, þá er það nú raunar svo, að í 557 er hún hvergi néfnd rangt, nema á þessum stað í 2. kap., og að eins tvívegis annars staðar í hinu, nefnilega í 5. kap., sjálfsagt vegna áhrifa frá 2. kapítula, en einmitt í þeim sama (5.) kap. er í því sama handriti nafnið þrisvar sinnum skrifað rjett. Virð- ist því hinn rangi ritháttur nafnsins í þessum handritum af sögunni, eða aðallega öðru þeirra einungis, alls ekki benda á, að til hafi verið nein önnur og eldri Eiríkssaga, heldur að eins eldra handrit af henni, eins og hún er, þar sem nafnið hafi verið ritað rangt í 2. kapítula. Viðvíkjandi síðara atriðinu, nafninu á afa Þjóðhildar, er það að segja, að villan Aíla fyrir Úlfs í 2. kap. sögunnar stafar bersýnilega af ritvillu í því handriti af Landnámabók, sem höfundurinn hefir farið eftir. Þessi ritvilla hefir einnig verið endurtekin í því handriti af Sturlu- bók, sem Á. M. 107 í arkarbr. (uppskrift sjera Jóns Erlendssonar) hef- ur verið skrifuð eftir, og í Hauksbók (eiginhandarriti Hauks), sem Á. M. 105 í arkarbr. (uppskrift sama manns) er eftir; sömuleiðis hefir rit- villan komizt úr frumhandritinu af sögunni áfram í bæði skinnhand- ritin, sem nú eru til af henni, Hauksbók og Skálholtsbók, og enn fremur í frumhandrit Ólafssögu. Er þetta allt augljóst. En hitt er jafn- framt full-ljóst, að höfundi Landnámab. hefir verið vel kunnugt um ætt Þjóðhildar, og að Atli var föðurbróðir hennar, en ekki afi, Jörundur, sonur hans, frændi hennar, en ekki faðir, því að hann gerir glögga grein fyrir allri fjölskyldunni. Er þessi eina ritvilla ekki nein stoð undir kenningu um sjerstaka frásögn og tilveru sjerstakrar sögu, er nú fyr- irfinnst hvergi, og hún er það ekki fremur fyrir það, þótt hún hafi verið endurtekin í hugsunarleysi við uppskriftir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.