Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 116

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 116
108 en hann kom að Gullbrárfossi. Sennilega hefir hann hugsað sjer að slæða kistu Gullbrár upp úr fossinum. Sagan segir, að Gullbrá hafi ekki viljað sleppa eign sinni, og komið á móti Skeggja allófrýnileg, afturgengin. Áttu þau Skeggi og Gullbrá þar saman langa viðureign og stranga. Eftir sólarhringsviðureign yfirvann Skeggi Gullbrá, og náði um leið kistunni, sem hildarleikurinn stóð um. Lagði hann svo kistuna á bak sjer og kom heim með hana blár og blóðugur eftir við- ureignina. Haft er eftir Skeggja, að aldrei hafi hann komizt í slíkar mannraunir, nje krappari viðureign en þá, við Gullbrá afturgengna, og að koma henni fyrir kattarnef, sem honum hefir átt að takast, eftir því, sem þessi saga hermir. Samkvæmt þessum sögum átti Skeggja að hafa þótt mjög vænt um kistu Gullbrár eftir að hann eignaðist hana. Síðast á hann að hafa sagt svo fyrir, að kistan ætti að leggjast undir höfuð sjer, þegar hann andaðist, full af gulli og öðrum gersemum, og að sig ætti að jarða á tilteknum stað í Hvammstúni. Þó að öll þessi saga kunni að vera ýkt eða tilbúningur, er talið áreiðanlegt, að leiði Skeggja sje norður í túninu, skammt fyrir vestan reiðgötuna. Þar er stór steinn, jarð- gróinn að austan, en alveg ber á móti vestri, og heitir hann Skeggja- steinn. Fullyrða margir, að Skeggi Þórarinsson liggi undir þeim steini, og kista Gullbrár hafi verið lögð undir höfuð honum, eins og hann hefði fyrir lagt. Sagnir eru um, að ýmsir hafi haft hug á að rjúfa dys Skeggja til að ná kistunni með öllu því, sem hún hefir inni að halda, en ekki hefi jeg heyrt sagnir um, að neinir hafi haft áræði til þess, nema tveir bræður, fyr á öldum. Er svo sagt, að þá er þeir voru fyrir nokkru byrjaðir á verkinu, hafi þeim orðið á að líta til kirkj- unnar, og þeim þá sýnzt hún standa í björtu báli, og er sagt, að þeir hafi þá jafnskjótt horfið frá greftinum til þess að slökkva eldinn. Þá er þeir komu að kirkjunni, sáust engin vegsummerki, að um íkveikju eða eld í kirkjunni væri að ræða. Bræður þessir eiga þá að að hafa hætt alveg við gröftinn, og álitið, að Skeggi vildi ekki láta eiga við sig nje sína fjármuni. Ekki hefi jeg heyrt, að aðrir hafi byrj- að á að rjúfa dys Skeggja. En kunnugt er mjer um nokkra menn, sem mikla löngun höfðu til að kanna legstaðinn, og vita um, hvort hjer væri um fjármuni að ræða, og er furðulegt, að svo skuli ekki hafa verið gjört. Sagt er, að Skeggi hafi gefið Hvammskirkju hringinn úr kistugafli Gullbrár, þann sem losnaði frá kistunni, þá er hún datt af hestinum í Krossgili; fann Skeggi hann og hirti, og er svo sagt, að það sje sami hringurinn, sem var í kirkjuhurð Hvammskirkju, þeirri, sem rifin var árið 1883.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.