Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 107
99 af Lögrjettubarðinu að sunnan og túngarðinum að vestan, garðlagi á millum Neðri-Traða að norðan og reiðgötunni ásamt kirkjugarð- inum að austan. Frá kirkj ugarðinum í norðvestur liggur ávöl og nokk- uð löng flöt í kirkjuvellinum, og heitir hún Kirkjudúkur (16). Fyrir austan flötina er lægð, sem myndast af Kirkjudúknum, sem ber tals- vert hærra á, og barðinu að austan, sem reiðgatan liggur eftir norður túnið. Skammt fyrir vestan reiðgötuna í Kirkjuvellinum er allstór steinn, sem Skeggjasteinn heitir (17) . Austurhlið steinsins er þakin jörð yfir á vesturbrún hans, en hann er ber á móti vestri. Steinninn liggur frá norðvestri til suðausturs. Sagnir eru um, að Skeggi bóndi í Hvammi, sem mun hafa verið sonur Þórarins fylsennis, sonar Þórð- ar gellis, tengdasonar Miðfjarðar-Skeggja, liggi undir þessum steini. Á Skeggi að hafa sagt svo fyrir, að hann skyldi jarðaður á þessum stað, og skyldi kista Gullbrár lögð undir höfuð honum. Á Skeggja og þetta atriði verður minnst síðar. Fyrir norðan Kirkjuvöllinn eru Neðri-Traðir (18), sem takmarkast af garðlagi að sunnan á millum þeirra og Kirkjuvallar, en að vestan og norðan af túngarðinum, og að austan af garðlagi, sem er á millum Neðri- og Efri-Traðanna, sem líka voru kallaðar Kringlótta-Tröðin (19). Takmarkast hún að sunnan af garðlagi á millum hennar og Kirkjuvallar, að vestan af öðru garð- lagi á millum Neðri- og Efri-Traðanna, en að austan af reiðgötunni, sem er eftir túninu. Sem fyr er getið, eru tvær háar fjallshlíðar austan túnsins í Hvammi, sem Bæjarlækurinn greinir í sundur. Norðari hlíðin heitir Bæjarkollur (20), en sú syðri Bæjarhlíð (21). Fyrir norðan Bæjar- lækinn, rjett við túnið, er hóll, sem heitir Þinghóll (22). Ofanvert við Þinghól beygir Bæjarlækurinn til suðurs. Skammt fyrir neðan Þing- hól (22), austan Bæjarlækjarins (8), er brekka. Undan þessari brekku kemur silfurtær vatnslind, sem rennur í Bæjarlækinn. Lindin heitir Prestalind (23). I þessa vatnslind var vanalega sótt vatn til drykkjar með mat, enda var vatnið úr þessari lind mjög kalt, svalandi og hress- andi. Sjera Þorleifur prófastur ljet vanalega sækja sjer vatn í þessa lind; vildi ekki drekka annað vatn. Á þeim tíma var neyzluvatn sótt að mestu í Bæjarlækinn. Þá er sjera Steinn Steinsen var prestur í Hvammi, leiddi hann vatnið úr Prestalindinni í trjestokk að gafli fjóssins, sem hann færði upp-með hey-hlöðuveggnum, svo sem áður er getið. Við fjósgaflinn var grafinn lítill brunnur, sem vatnið úr lindinni rann í. Byggði hann þar hús yfir. Setti svo trjestokk í gegn- um fjósgaflinn, með trjeskál við ytri enda hans. Vatninu var svo ausið í skálina, og rann þar svo í gegnum fjósgaflinn í vatnsílát, sem stóð í fjósinu við gaflinn. Þessi uppfinning var mjög dáð fyrir það, 7*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.