Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 104
96 kirkjugarðsins og bæjarins. Takmarkaðist það af bæjarþyrpingunni að austan, en austurvegg kirkjugarðsins að vestan. Gangstjett var með allri bæjarröðinni, frá suðvesturhorni bæjarveggjarins, með-fram bæjarhliðinni, fyrir framan (vestan) stafna skemmanna að sundinu, sem var á millum frúarskemmunnar og Þinghússins. Þar beygði gang- stjettin við inn (austur) sundið með syðri hliðvegg Þinghússins að dyrum þess. Kirkjan stóð hjer um bil í miðjum kirkjugarðinum, vestur-undan dyrum bæjarins. Á kirkjugarðinum voru tvö hlið, annað á austurvegg hans, sem snjeri að bænum, en hitt hliðið var á vesturvegg garðsins. Um austurhliðið var jafnan gengið, þá er farið var í kirkju. En um hliðið á vesturveggnum var aðeins þá farið, er komið var með lík að kirkjunni til greftrunar. Kirkjugarðurinn var allur byggður úr torfi, hár og reisulegur. f báðum hliðum garðsins voru grindur með ramm- gerðum umbúnaði, og þau voru vel máluð. Austurhliðið, sem snjeri að bænum, var málað rautt, en hliðið á vesturveggnum gulblátt. Hliðveggir kirkjunnar voru úr torfi, en báðir gaflar og þak úr timbri. Gaflar og þak var bikað árlega með hrátjöru. Tveir gluggar voru á austurgafli og aðrir tveir á vesturgafli kirkjunnar, sinn hvoru megin við dyrnar. Fimmti glugginn var á þaki kirkjunnar yfir pre- dikunarstólnum. Allir gluggarnir voru hvítmálaðir. Loft var í kirkj- unni inn að kórdyrum; var það haft til geymslu á kornvörum og öðrum munum. Auk þess var klukknaport, og var það afþiljað frá aðalloftinu. Snærisstrengir, sem festir voru við þverás klukkuásanna, gengu í gegnum rifur á loftinu; var tekið í þá, er hringja átti kirkju- klukkunum. Klukknastrengirnir voru svo bundnir upp með hnút og lykkju. Kór og framkirkja voru aðskilin með útskornu þili, mjög haganlega og vel gjörðu, og var það málað með bláum og rauðum lit. Kirkjan var fremur lítil, og miklu minni en sú kirkja, sem nú er í Hvammi, enda var þá önnur kirkja í Ásgarði, sem rifin var 1883, þá er Hvammskirkja var endurbyggð. Auk þess var áður fyr þriðja kirkjan í Sælingsdalstungu, sem lögð var niður þá fyrir löngu. Kirkj- an í Hvammi var endurbyggð árið 1883—1884 og vígð það vor á páskadaginn. Kirkjan var þá færð úr kirkjugarðinum austur á túnið, skammt fyrir norðan þar sem þinghúsið stóð. Allt efni til kirkjubygg- ingarinnar sóttu sóknarmenn til Stykkishólms, og fluttu á opnu skipi, sem „Óðinn“ hjet; var það stór og mikill tíræðingur, sem lánaður var frá Dagverðarnesi. Flutningar til kirkjubyggingarinnar voru mjög erviðir og kostnaðarsamir fyrir sóknarmenn. Sú vegalengd mun vera fullar 6 vikur sjávar. Er það mjög vandfarin leið vegna strauma og auk þess er mjög vindasamt á Hvammsfirði. 12 árum síðar var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.