Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 98
90 og blóm yfir allan gafl hússins, og er fullkomlega jafnhátt og það. Á síðustu árum sínum í Hvammi, setti hann niður furutrje undir Hjallanum, skammt frá heimreiðarveginum, og hefir það einnig dafn- að vel og er orðið allstórt trje nú, enda er þar skjólasamt fyrir kulda- átt, og nýtur vel vestan-sólarinnar. Árið 1918 rann grjótskriða á þann hluta túnsins í Hvammi, sem kallað er Fjósatunga, og eyðilagði þessi gi’jótskriða mestallt það stykki sem tún. Grjótskriða þessi hafði upptök sín í gili því, sem kall- að er Hrosshársgil (Hrosshófsgil) og er í hlíðinni upp-undan þeim hluta túnsins, en beygir svo til suðurs skammt fyrir ofan túnið. Sjera Þorleifur prófastur kvaðst hafa haft fyrir reglu að hreinsa farveg gilsins á haustin, svo að vatnið stíflaðist síður í honum þá er vatna- vextir kæmu í það á vetrum. Ef það væri ekki gjört, áleit sjera Þor- leifur, að þessum hluta túnsins væri voðinn vís, og hefir reynslan sýnt, að það var satt. Hann kvað, að í sinni tíð hefði aldrei orðið tjón að skriðuhlaupi úr gilinu, og þakkaði það eingöngu því, að hann hefði látið hreinsa farveg þess á hverju hausti. 1 aprílmánuði árið 1887 hljóp allmikil grjótskriða úr þessu gili á þetta sama túnstykki, þá er Jósef Jónsson var þar bóndi. Lét hann þegar um vorið hreinsa alla skriðuna af túninu, svo að túnið varð jafn-gott um sumarið. Fyrir það verk fékk Jósef sex vættir að launum, og þótti engum oflaunað; auk þess fékk hann mikið lof fyrir verkið að maklegleikum. Um 1920 rann önnur grjótskriða á þann hluta túnsins í Hvammi, sem kallaður er Sýslan. Bæjarlækurinn, sem skiptir hlíðunum í tvær hlíðar (Bæj- arkoll og Bæjarhlíð), stíflaðist að vetrarlagi fyrir ofan svo-nefndan Þinghól, sem er rétt við túnið (hafði það aldrei orðið fyr, svo sögur fari af) . Lækurinn ruddi aur og grjóti á allt þetta stykki, sem er fyr- ir ofan bæjarhúsin, og eyðilagði það sem tún. Hvorug þessi grjótskriða hefir verið hreinsuð af túninu. Er því Hvammstúnið orðið nú talsvert minna en það áður var. Það er eitt af þeim fáu túnum í Dalasýslu, sem enginn girðingarspotti er í kringum. Sagt er, að nú fáist af því 150—200 hestar, eða ekki helmingur þess, sem fékkst áður. Á undan- förnum áratugum hefir töðufengur á allmörgum túnum í Dalasýslu aukizt um helming og sumum talsvert meira. Lýsing á landslagi Hvamms. Bærinn Hvammur stendur að austanverðu í dal þeim, er Skeggja- dalur heitir, undir hárri og brattri f jallshlíð. Skeggjadalur liggur fyr- ir norðurhorni Hvammsfjai’ðar, og liggur í norðvestur. 1 dalnum eru þrjú býli: Hvammur, Skerðingsstaðir og Hofakur. Fyr á tímum var fjórða býlið í dalnum, sem hjet Litli-Hvammur, — eða Hvammskot;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.