Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 97
89 Jóns prófasts Gíslasonar. Sjera Þorleifur var alla sína prestskapar- tíð prestur í Hvammi, eða til ársins 1870, er hann Ijet af prestskap fyrir aldurs sakir. Þetta mikla verk sjera Þorleifs prófasts sýnir, hversu hann hefir verið langt á undan sínum samtíðarmönnum með jarðræktarhugsjónir; hann hefir sjeð, hve túngirðingar eru mikils virði. Sjera Þorleifur var stór maður, sterkur og vel limaður, snar og fylginn sjer. Vanalega steig hann ekki í ístað, þá er hann fór á hestbak, heldur lyfti hann sjer í söðulinn á jafnsléttu þannig, að hann studdi hendinni á hnakkinn og tók sig á loft í söðulinn, og það á efri árum sfnum. Hann var mikill hestamaður og átti marga góða hesta. Sagt er, að einn þeirra hafi borið af öllum hinum; hann var kall- aður Frosti, var rauður að lit, mjög fimur og fjörmikill hestur. Sjera Þorleifur prófastur var mikill búsýslumaður, hirti bújörð sína, Hvamm, með afbrigðum vel, tún og engjar og skóglendi, og bar Hvammur hans lengi minjar. Þá er sjera Þorleifur afhenti Hvamm, árið 1870, var fjallshlíðin sunnan Hrosshársgils (Hrosshófsgils) öll skógi vaxinn, ásamt hjallanum, sem er klettabelti, er tekur við fyrir sunnan hlíðina. Aldrei leyfði hann, að tekin væri upp skógarhrísla þar, nema í ávinnsluslóða að vorinu, og leit hann þá eftir, að ekki væru teknar nema elztu hríslurnar. Á vorin lét hann vanalega hreinsa úr skóginum fauska og annað, sem hann áleit, að væri til óprýðis eða hindrunar á vexti og viðgangi skógarins. Skóglendið prýddi ekki lítið staðinn, þar sem það blasti við að heiman frá Hvammi, og var auk þess rétt við veginn á hægri hönd, þá er riðið var heim að staðn- um. Eftir að sjera Þorleifur ljet af prestsskap og umsjá Hvamms, var skógurinn eyðilagður á skömmum tíma, og fannst honum það mjög sárt, og enn sárar fyrir það, að hann gat ekki úr því bætt. Á þeim árum var talið, að fengist af Hvammstúninu 400—500 hestar; var túnið þó að mestu þýft, en mjög grasgefið, bæði vegna mikillar og góðrar hirðingar, jafnhliða miklum skjólum fyrir aðal- kuldaátt. Á árunum frá 1883 til ársins 1905 var talsvert sljettað í Hvammstúninu, fyrst af Jósef Jónssyni, sem bjó þar frá 1883 til 1894, og svo af sjera Kjartani prófasti Helgasyni, sem bjó þar frá 1892 til 1905. Sjera Kjartan ljet sjer einkar annt um Hvamm, hressti þar við tiltölulega margt og mikið, þá er tekið er tillit til, hve allir aðflutningar voru erfiðir og mörg af þeim árum mikil harðindaár, sem nú á tímum myndu vera kölluð „kreppuár“. Þrátt fyrir harðind- in, verzlunarvandræðin og samgönguleysið, keypti sjera Kjartan íbúð- arhús það í Arnarbæli, sem Bogi sál. Smith hafði reist þar, og flutti það að Hvammi árið 1894. Hann gróðursetti reynitrje við suðurgaíl íbúðarhússins og hefir það dafnað svo vel, að það breiðir nú blöð sín
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.