Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 73
65 ættartölurits Njálu sé ef til vill runnin frá Kolskeggi fróða. En hvorl sem það er eða ekki, virðist mér alveg augljóst mál, að á síðari hluta 12. aldar, þegar ætla má að ættartöluritið sé helzt skráð, er það á einhverjum þeim stað, þar sem áhrifa Oddaverja gætir ekki. III. Staðfræði. Verkefnið. Allur sá urmull af ritgerðum, sem skrifaðar hafa verið um staðfræði Njálu, sýnir vel, hve mikils mönnum hefur þótt vert um það efni. I öllum þorra þessara ritgerða hefur mátt sjá, að menn hafa hugsað sér staðháttalýsingar gefa bendingu um sann- indi sögunnar, a. m. k. ef þær væru réttar. Það þarf ekki að taka fram, að þetta er fullkominn misskilningur. Maður, sem skáldar upp sögu, er hann vill láta líta sennilega út, og nefni hann tiltekna staði hér á landi, mun eftir beztu getu lýsa staðháttum rétt. Og maður, sem skrifar sögu um viðburði í héröðum, sem hann hefur aldrei augum litið, getur mæta vel gert sig sekan í ókunnugleika og staðvillum, þó að saga hans sé sönn. En úr því að ég minnist hér í einu á staðþekkingu og söguleg sannindi, vil ég nota tækifærið til að taka fram í eitt skipti fyrir öll, að allt það sem hér á eftir er sagt um staðþekkinguna í Njálu er miðað við frásögn hennar sjálfrar, en ekki við neinar ímyndanir um það, hvernig atburðimir hafi í raun og veru gerzt. Ég er vegna frá- sagnar Landnámu trúaður á, að Njáll Þorgeirsson hafi verið brennd- ur inni, en ég veit ekkert um, hvernig það hefur gerzt. Það sem Njála segir um þá atburði er sjálfsagt mestmegnis skáldskapur, og þó er ég trúaður á, að höfundur sögunnar hafi vitað meira um þann atburð sögunnar en flesta aðra. Gegn um þennan skáldskap sjáum vér ekki og munum án efa aldrei sjá. Það er alveg vonlaust að ætla sér að komast nær atburðunum með því að draga frá því, sem í sögunni segir, eða bæta þar við, nema því að eins að óháðar heimildir séu til hjálpar, og er fljótséð, hve langt verður komizt hér með slíkri hjálp. Fjöldi manna lítur án efa allt öðrum augum á þetta en ég, þar á meðal Sk. G. og A. J. J., en ekki tel ég ómaksins vert að deila um það, en lesandanum er nauðsynlegt hér á eftir að hafa í huga, að þessi meginmunur 1 skilningi á sögunni kemur líka við staðfræði hennar. Staðþekking Njálu gefur ekki meira til kynna um sannindi henn- ar en áður var sagt. Litlu meira máli skiptir hún fyrir listgildi henn- ar. Frá listarinnar sjónarmiði væri það ofboð fánýtt, þó að nefndur væri staðurinn, þar sem Gunnar stóð, þegar hann horfði upp til hlíð- 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.