Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 72
64 að það verði ekki sannað; ef það væri, hefði hún eftir sögunni dval- izt langdvölum í Rangárþingi, en það er sannarlega ekki sönnun þess, að Hámundarstaðir hafi verið þar, né bróðir hennar og bróðursynir, né afkomendur hennar eða þeirra.1) Ættartala Oddaverja. Ég skal ekki fara að deila við A. J. J. um það, hvort ættartala sú, sem ég hef í Sagnaritun Oddaverja (bls. 13 o. áfr.) kennt við þá ætt, sé það í raun og veru, það er ekki ómaks- ins vert. Ég skal aðeins gera litla athugasemd við gagnrýni hans, sem öll beinist að því að sýna, að ættartala Hrafns heimska í Njálu og Melabók (sem A. J. J. kallar Þrándar-gerðina) sé sú, sem Oddaverjar sjálfir hafa gert; hin gerðin (Hræreks-gerðin, sem hann kallar), sem aðrar heimildir hafa, sé samin af Snorra Sturlusyni. Hann vitnar til þeirrar tilgátu, sem Jón Jóhannesson kom með til skýringar á mis- mun þessara tveggja ættartalna (í ritdómi um bók mína í Skírni 1937), og segir A. J. J. (bls. 31), að Jón hafi „sannað það rækilega", að „Hræreks-gerðin“ „er að ýmsu leyti röng“. Því ekki að segja sög- una alla? Samkvæmt hugmynd Jóns er „Þrándar-gerðin“ einmitt líka röng, og það meira að segja bæði eins og hún er nú, og eins og Jón hugsar sér hana hafa eitt sinn verið. Ég vildi hér geta þess, að „ættartala Sturlunga", sem m. a. er til í Uppsalabók af Eddu og sjálfsagt er úr fórum Snorra sjálfs, virð- ist mér benda nokkurn veginn ótvírætt á það, að á síðari hluta 12. aldar, þegar Snorri ólst upp hjá Jóni Loftssyni, hafi Oddaverjar rakið ætt. sína aftan úr forneskju til Loðmundar Svartssonar í Odda á sama hátt og gert er í Uppsalabók. M. ö. o. „Hræreks-gerðin“, sem A. J. J. kallar svo, var sú ættartala, sem þeir viðurkenndu þá sem sína. Hve gömul hún er, verður vitanlega ekki sannað. Ég hef, bls. 14—15 í kveri mínu, bent á ástæður, sem mæltu með því, að hún væri frá Sæmundi fróða og sonum hans. Þegar ég lít á ættartölu Ara, á ég mjög erfitt með að hugsa mér annað en Sæmundur hafi rakið ætt sína til konunga, og einmitt konunga í einhverju þjóðlandi í suð- urátt. Þar fyrir gæti kenning Jóns Jóhannessonar um Þránd verið rétt, en sú gerð ættartölunnar greind frá dálítið fyr en hann hefur hugsað sér. Ég hef tæpt á því nokkrum sinnum, að fyrsta undirrót 1) Ég skal grípa um leið tækifærið að minnast á Djúpárbakka í Fljóts- hverfi. Hann var þar til, svo sem sjá má af máldaga Kálfafellskirkju 1343 (Dipl. Isl. III. 778—79), og á síðari tímum, allt frá dögum Jóns Steingríms- sonar, hafa menn þótzt vita deili á honum. Um Djúpárbakka við Ilólsá þekki ég enga eldri heimild en frásögn Brynjólfs frá 1910. þær kunna að vera til fyrir því. Ég bíð á meðan þær eru dregnar fram í dagsljósið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.