Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 66
58 að Högni er sagður úr sögunni í 80. kap., en er þó nefndur þrisvar eftir það1)' — en Sk. G. (bls. 67) finnur hvöt hjá sér til að benda á þessa misfellu. Nú er ég að vísu ekki að ámæla þessum mönnum fyrir þetta, þó að ég aðhyllist nærfærnislegri skilning á sögunni en þeir, en hitt er vita-gagnslaust, að ætlast til að menn trúi því, að röksemd, sem kölluð væri ósanngjarnleg, ef hún fyndist í mínum ritum, verði allt í einu sanngjarnleg fyrir það eitt, að einhverjir aðrir menn halda henni á lofti. Það er margt fleira um sanngirni að segja, sem ég skal ekki fjölyrða um í bili. Ég skal rétt geta þess, að það er engan veginn ókunnugt, að maður, sem hefur fyrirframskoðun um eitthvert vísinda- legt viðfangsefni, er ekki ævinlega mjúkhentari en aðrir. Og þeir sem taka sér fyrir hendur að afsanna allar staðvillur í Njálu, sjái til þess, að þeir teygi ekki orð sögunhar meir en hinir, sem aldrei hafa boðið sögunni vernd sína og telja, að hún þurfi hennar ekki við. Kunnugir menn. Sk. G. segir á einum stað (bls. 57): „Kitdóm- um alókunnugra, útlendra manna er bezt að halda sem minnst á lofti". A. J. J. talar þó enn meira um útlenda menn, sem ekki eiga að vera sem kunnugastir, sérstaklega einn. Það er ekki mikil virðingin fyrir honum, þegar verið er að segja frá hans röngu skoðunum um Goða- land (bls. 9)'. Og um Fiskivötn segir A. J. J. mig tilfæra fremur barnalegar hugmyndir um þetta eftir útlendan mann (13—14) . Svo lítils er hann virtur hér, að nafn hans er ekki nefnt. Og þó er þessi maður, Kristian Kálund, einhver grandvarasti og f jölfróðasti vísinda- maður, sem ritað hefur um forníslenzka staðfræði. Víst hafa verk hans, eins og annara, verið háð mannlegum ófullkomleika, en þó á hann skilið mikla þökk og virðingu fyrir sitt ágæta starf, en hnútu- kast og lítilsvirðingarorð eru oss til engrar sæmdar. Svo er háttað um hina „kunnugu menn“, að þekking þeirra er mikilsverð. Ómetanlegt er það, sem þeir kunna að segja frá landslagi, sem er breytt frá því sem áður var, sögnum og nöfnum, sem nú eru gleymd eða að gleymast. En þegar þetta er frátekið, er staðþekkingin rétt eins og hver önnur þekking, sem hægt er að afla sér, og hver sem við staðfræði vill fást, verður vitanlega að gera það. En það er ekki hóti nauðsynlegra fyrir hann en það er fyrir hina „kunnugu menn“, sem ætla að fást við forna texta og aðrar sögulegar heimildir, að afla sér þekkingar á þeim vísindum, sem fjalla um þá sömu texta. 1) Til samanburðar skal ég nefna það, að í Manni og konu stendiir í upphafi 2. kap., að Hallvarður Hallsson sé úr sögunni, en hann kemur þó miög við sögu í 17. og 18. kap. Er Maður og kona eftir tvo menn?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.