Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 58
50 er c. 80 fer-km. Hér getur ekki verið um önnur Fiskivötn að ræða en þau, sem hafa þá verið á þeirri leið, því þegar þeir eru komnir fram- hjá þeim, taka þeir stefnu á vinstri hönd sér. Fullar líkur benda til þess, að Fiskivötn þau, er höf. Njálssögu getur um, hafi verið á þeim slóðum, er Hólmsá hefir upptök sín, og að sandflákarnir með hraun- eyjum, sem getið er hér áður, hafi fyrr á öldum verið dældir, er vatn frá f jöllum hafi safnazt í, en eldsumbrot síðari tíma fyllt með ösku og vikri; svo hefur jafnazt yfir þær sandur, en hrauneyjarnar, er skilið hafa vötnin að, og ef til vill verið hólmar í þeim, teygja enn kollana upp úr sandinum, sem tákn liðinna tíma. Það ætti að vera framkvæman- legt að rannsaka jarðveginn undir sandflákum þessum, og líklegt, að vissu mætti fá fyrir því, hvort þar hafi verið nokkur vötn svo mikil, að skilyrði hafi verið fyrir því, að lífverur (fiskar) hafi getað þrifizt þar. Njálssaga getur þess og, að Flosi og menn hans hafi íarið „nokk- uru fyrir vestan vötnin“. Af orðum höf. má ætla, að vöxtur hafi verið í vötnunum, yfirborð þeirra hækkað óvænt, eins og oft kemur fyrir, og hin venjulega leið þar um reynzt ófær. Þá segir ekki af ferð Flosa og manna hans fyrr en þeir taka stefnu á sandinn, „ok stefndu svá austan á sandinn — létu þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd sér“. Af þessum ummælum höf. Njáls- sögu er augljóst, að skömmu eftir að þeir hefja ferðina á Mælifells- sand, hafa þeir Eyjafjallajökul á vinstri hönd sér, og er það eftir- tektarvert. „Þá“ hafa þeir þegar jökulinn, fjallið, á vinstri hönd séi*. Þeir sjá það ekki framundan stefnu sinni, heldur er jökullinn þegar á vinstri hönd þeirra. Ég tel með þessum ótvíræðu orðum höf., að allur jökulflákinn, er nú nefnist Mýrdalsjökull, Merkurjökull, Goða- landsjökull og Eyjafjallajökull, hafi heitið á þeim tímum, er Njáls- saga gerðist og var rituð, Eyjafjallajökull. Núverandi Eyjafjallajök- ul gátu Flosi eða menn hans eða aðrir ekki séð eða haft á vinstri hönd sér nokkru eftir að þeir hófu ferðina á Mælifellssand, og ekki heldur, þó að um leið hafi verið að ræða um jökulsvæðið, er komast hefði mátt um niður á Þórsmörk eða núverandi Goðaland, eins og mpnnum hefur dottið í hug, til þess að færa líkur að því, að jökullinn oglandspildan þar vestur af væri hið forna Goðaland. 1 Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1892, bls. 70, segir í grein eftir Sigurð Vigfús- son, meðal annars: „Kl. 2 e. m. fórum við úr Brytalækjum og vestur á Mælifellssand, komum kl. 6% á fitina vestan undir Stóru-Súlu; vorum þar um nótt- ina. Vestast á Mælifellsandi, niður við Brattholtskvísl (Brattháls- kvísl) eru flatar klappir; þar sýnist móta fyrir götum ofan í klapp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.