Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 54
46 Skaftártungu Fjallabaksveg nyrðri, eða landmannaleið, einna fyrstur manna, og bóndi frá Búlandi með honum, og í Skaftafellssýslu yfir- leitt virðast vötnin ætíð hafa verið nefnd Fiskivötn. — Ekki komu þeir Björn að vötnunum, en fylgdarmaður hans hafði verið þar áður við veiðar. — í lýsingu Ása-prestakalls, sem sjera Pjetur Stephensen sendi einnig 1840 til Hafnardeildar Bókmenntafjelagsins, nefnir hann vötnin líka Fiskivötn, eins og áður er tekið fram; en sjera Jón Torfa- son á Stóru-Völlum á Landi kallaði vötnin sömuleiðis Fiskivötn í lýsingu sóknar sinnar 14. jan. næsta ár, 1841 (hrs. Bmf., 19, fol.). — Ræðir hann nokkuð um vötnin, segir m. a.: „í Fiskivötnunum er sil- ungsveiði, sem meir var stunduð til forna en nú á tímum; þykir það ekki tilvinnandi um heysláttartíma, að láta fólk liggja þar, því oft er þar lítið um aflabrögð. — Það gagn og gæði, sem í þessum auðnum og öræfum var að hafa fyrrum, svo sem fjallagrös, rót, silungs- og álfta-veiði, var af 12 mönnum dæmt árið 1476 að Ytri-Völlum hér í hrepp Land- og Holta-sveitum“. Á sjera Jón þar við dóm þann, er áður var getið, en að vísu voru dómsmenn ekki 12, heldur 6, þeir er dóminn dæmdu með umboðsmanni sýslumanns, og í þessum dómi sín- um nefndu þeir alls ekki neina silungsveiði berlega, heldur fugla- veiði, grasalestur og rótagröft, en bæta raunar við: „eður önnur gæði“, og gæti vitanlega silungsveiði verið innifalin í þeim „öðrum gæðum“. Dómurinn nær yfir allt það landsvæði, sem Fiskivötn eru á, samkvæmt þeim landamærum, sem greind eru í honum: „frá Túná (þ. e. Tungná) og til Sprengisands og vestur í Þjótsá (þ. e. Þjórsá) og allt austur í fjallgarð (þ. e. Snjóöldufjallgarð eða Tungnárfjall), svo langt, sem vötn renna til og frá héraða á millum“. — í Islands-lýsingu sjera Gunnlaugs Oddssonar, Alm. landaskipun- arfræði, I., Kh. 1822, bls. 168, er Bókmenntafjelagið hafði einnig gef- ið út, höfðu vötnin líka verið nefnd Fiskivötn; — því að um þessi vötn, norðan Tungnár, virðist þar vera að ræða, þótt hennar sje ekki getið í sambandi við þau. Sjera Gunnlaugur segir svo um þau: „Fiski- vötn, í óbyggðum uppi, norðr af Skaptártungu, þau eru bæði stór og smá; er það mál manna at nú viti engi tölu þeirra; hit mesta vatnit kallast Stóri-sjór; þar var fyrrum veiðimanna skáli og bátr og létu bændur griðmenn sína taka þar upp veiði, þá úthallaði sumri, og brást þar allsjaldan góðr afli, og hefir því miðr sá bjargræðisvegr í minni gengist". — Sennilega hefir sjera Gunnlaugur tekið mikið tillit til þess, sem stóð um vötnin í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, er áður var getið. Þar og í sýslulýsingunum gömlu eru þau líka nefnd Fiskivötn. Sömuleiðis í frásögn Sveins Pálssonar af ferð hans til Fiskivatna 1795, sem einnig var nefnd áður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.