Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 51
43 sand, gamla og nýlega gosösku, bæði úr Kötlu og öðrum eldgígum. Yindur og vatn hjálpast að því, að fylla með roksandi og öðrum laus- um efnum allar lautir og vötn. Á uppdráttum Sæmundar Holms eru, eins og þegar hefur verið tekið fram, Fiskivötn sýnd sem nokkur vötn saman vestan-við Blá- fjall, þar sem Álftavötn eru nú. Eins og uppdráttur Ágústs Böðvars- sonar sýnir, er þar mikil kvos, innilukt af fjöllum á alla vegu, en til- tölulega þröngt skarð við norðurenda Bláfjalls. Það er engan veginn ólíkiegt, að á 18. öldinni hafi verið hjer fleiri vötn og tjarnir en nú .sjást hjer; og milli hnúkanna norðan-við kvosina var allmikið vatn fyri'um, Mórauða-vatn nefnt (að síðustu), sem fylltist og þornaði upp fyrir 20 árum, í Kötlu-gosinu 1918, eða af afleiðingum þess. Sæmundur Holm hefir dregið upp og nafngreint Álftavötn á uppdrætti sínum nokkru fyrir suðaustan Bláfjall, austur-undir hraun- inu. Á yngri uppdrættinum í Lbs. 113, 4to, eru einnig dregin upp vötn með líkri afstöðu við „Bláfjöll“. Það eru þessi vötn, sem Sigurð- ur Vigfússon telur hafa horfið. Á uppdrætti Ágústs Böðvarssonar er sýnt eitt lítið vatn og ein smátjörn eða jafnvel 2 nokkru fyrir austan Bláfjall, í og austur-undir hrauninu. Eftir ferðar- og staðhátta- lýs- ingu Sigurðar 1885 (Árb. Fornlfjel. 1888—92, bls. 69) eru þessi smá- vötn, sem eru hvert skammt frá öðru, líklega leifar af því stöðuvatni, er hann segir, að sje við austurendann á Bláfjalli, fyrir framan (þ. e. sunnan) Fremri- (þ. e. Syðri-) Ófæru, og kallað sje Hágnípulón, og af þeirri tjörn, er hann segir, að sje þar fyrir vestan það. Mætti, ef til vill, ætla, að þetta vatn og þessar smátjarnir sjeu síðustu leifar af þeim vötnum, er Sæmundur Holm setur á uppdrátt sinn austur- undir hrauninu og nefnir Álftavötn, þ. e., eftir skýringu Sigurðar Vigfússonar, síðustu leifar af eldri Álftavötnum, er hafi verið hjer áður. — Uppdrættirnir í riti Sæmundar Holms og Lbs. 113, 4to, eru því miður svo ónákvæmir og svo rangir um margt, að illt er að treysta þeim, en eðlilegt er, að Sigurður Vigfússon tæki nokkuð tillit til þeirra, einkum í þessu atriði, er hann leitaði eðlilegustu skýringar á þessum frásögnum í Njálssögu. — Það virðist heldur ekki vert að fordæma algerlega sem helberar fjarstæður þau frásagnaratriði, sem mögulegt kynni að vera að skýra sem eðlileg, nje þær skýringartil- raunir, sem virðast geta verið á sæmilegum rökum og gögnum byggð- ar og koma heim við flest eða margt, er máli skiftir í sambandi við þær. Það sýnist ekki vera nein ástæða til að bera brigður á þá frásögn, að þeir brennumenn hafi farið Mælifellssand, þegar þeir riðu til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.