Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 35
29 um, — sem sjálfur hefur munað suma atburðina, t. d. Njálsbrennu — greinilega söguna, og Loðmundur svo aftur syni sínum, Sigfúsi presti, föður Sæmundar fróða. Ekki er ástæða til að ætla, að Sæmundur hafi látið söguna falla í gleymsku, eða hans aflcomendur, þegar við áður umgetna frændsemi þeirra við suma helztu menn sögunnar bættist það, að þeir voru beinir afkomendur Flosa á Svínafelli. Jeg hygg, að sú ættfærsla sje rjett (sbr. Barði Guðmundsson í Skírni 1937, bls. 76), að Guðrún, kona Sæmundar fróða, hafi verið sonardóttir höfðingjans á Svína- felli, dóttir Kolbeins Flosasonar, lögsögumanns „er ágætastr maðr hefir verit einn hverr í þeirri ætt“ eins og Njála kemst að orði, en ekki af ætt Valla-Brands. Kolbeins nafnið í Svínafellsættinni bendir mjög til þess m. a. Alveg er því óþarft að leita til Svínfellinga einna um það, hvers vegna Flosa er borin vel saga í Njálu. Sæmundur fróði, nátengdur honum, og næstu niðjar hans, Eyjólfur prestur, þriðji maður frá honum, og Jón Loftsson, fjórði maður, voru ekki ólíklegir til að bera honum vel söguna. Ekki hefur það spillt til, að hin munn- lega Njála, þ. e. arfsögnin, — og síðar hin ritaða — geymdist vel í Odda, ef Oddaverjar hafa erft helztu goðorðin í Rangárþingi, sem þeir fóru með á Njáls tíð, Valgarður grái, Runólfur í Dal og Þráinn Sig- fússon (sbr. áðurgr. ritg. B. G. í Skírni 1937). En það er fleira en þetta, sem mjer virðist benda til, að Njála eigi uppruna sinn í Odda. Að vísu er nú ekkert til, sem skrifað er af Odda- verjum, svo menn viti með vissu. En hitt er víst, að þeir voru lærðir menn og fræðimenn, og að rit voru til eftir Sæmund fróða, því aðrir rithöfundar vitnuðu til rita hans með svofelldum orðum t. d.: „Svá hefir Sæm. fróði ritað í bók sinni“. Og hann er talinn fyrsti sagna- ritari íslenzkur. Sbr. dr. E. Ó. Sv., „Sagnaritun Oddaverja“, bls. 11). Þá er og gengið út frá því, að í Odda hafi verið á tíð Oddaverja safn af bókum og sagnaritum, og að „innlend fræði hafi verið höfð þar í metum“. Dr. E. Ó. Sv. telur, að ættartölur Njálu sjeu mjög gamlar, frá 12. öld a. m. k., eða jafnvel eldri (U. N. 87), en andæfir þeirri tilgátu Guðbrands Vigfússonar, að þær sjeu eftir Sæmund fróða, af því, að Njála segi í 19. kap., að Garðar Svavarsson hafi fundið ís- land, en Landnáma hermi, að „Sæmundur fróði hafi nefnt til þess Naddoð víking“, og að gömul ættartala Oddaverja, sem sje talin að vera komin frá Odda, komi ekki heim við ættartölu Valgarðs gráa í Njálu. Um fyrra atriðið er það að segja, að ekki er nú alveg víst, að Landnáma segi hjer rjett frá. Óskeikul er hún ekki. Þannig segir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.