Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 23
17 þegar hann fannst ekki þar, fer hún með tvo heimamenn til gerðis- ins, og finnur hann þar veginn. En þá eru Njálssynir og Mörður á bak og burt. Meðan þau eru þarna yfir líki Höskuldar, kemur smala- maður Marðar. Þetta hefir gerzt eftir miðjan maí a. m. k. Sólarupp- koma er þá nál. kl. 3, en „sól var uppkomin", er Njálssynir komu til gerðisins. Ef nú er áætlað, að þeir hafi komið til Vörsabæjar kl. Si/2 °g beðið í hálftíma, kemur Höskuldur til gerðisins til að ,,sá niður korninu" kl. 4. — og er það mjög líklegt. Skifti nú engum togum, því Skarphjeðinn „spratt upp undan garðinum ... ok höggr til hans, ok kom í höfuðit“. Þetta hefir gerzt laust eftir kl. 4. Ekki finnst mjer það ólíklega tilgetið, að Hildigunnur hafi vaknað nál. kl. 6, eða þegar fór að líða að venjulegum fótaferðartíma, og telja verður það senni- Jegt að hálf klst. a. m. k. hafi liðið frá því að hún vaknaði og þangað til sendimaðurinn lagði af stað upp til Grjótár. Milli Vörsabæjar og Grjótár er jöfn vegalengd, og milli Hofs og Grjótár, eða nál. II1/; km. Þá leið gat Mörður farið á klukkustund, án þess að fara mjög hart. Honum var mögulegt, þó hann hefði haft allt að hálftíma við- stöðu heima, að vera kominn miðja leið frá Hofi að Grjótá, þegar sendimaðurinn frá Vörsabæ lagði af stað. Hann hafði því nógan tíma til að vera kominn á undan honum að Grjótá. En svo er annað, sem er athyglisvert í þessu sambandi. Þegar sendimaður Hildigunnar kemur til Grjótár, var þangað kominn — auk Marðar — „Ketill ór Mörk“. Hvaðan hafði hann vitneskju um vígið? Vitanlega frá Vörsabæ. Sagan getur þess ekki berum orðum, að Hildigunnur hafi sent mann að Mörk, en þetta má lesa á milli línanna. Þetta var líka mjög eðlilegt. Ketill var föðurbróðir Höskuld- ar, og hann hafði upphaflega tekið Höskuld til fósturs af Þorgerði móður hans, og þá svarið henni eið að því, að hann skyldi hefna hans, ef hann yrði „með vápnum veginn“. Ilún var heldur ekki lengi að minna Ketil á eið hans, þegar hann kom til Grjótár þennan morgun. Ketill hefir brugðið við undir eins og hann fjekk tilkynningu um vígið, og riðið til Grjótár. Frá Vörsabæ að Mörk eru 13y2 km. og milli Markar og Grjótár ca. 9*4, eða samtals nál. 23 km. Til þessa ferðalags þarf allt að tveimur klst., þó Ketill hefði brugðið strax við, og hestar hefðu verið við hendina. Hann er kominn að Grjótá á und- an sendimanninum frá Vörsabæ, og bendir þetta til þess, að hann hafi farið miklu síðar af stað en jeg áætlaði hjer að framan, en við það lengist sá tími, sem Mörður hafði yfir að ráða til síns ferðalags. Lýsingin á þessu ferðalagi Marðar sýnir, að mínu viti, afburða-kunn- ugleik á þessum slóðum, og nákvæmni um vegalengdir.1)_____________________ 1) Hve langa leið má fara vel ríðandi á stuttum tíma, sýna eftirtalin dæmi: 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.