Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 17
15 hugsandi, að á þeim tímum hafi verið kominn ótti við „forynjur og tröll“ eða a. m. k. útilegumenn einmitt á þeim slóðum. Sú trú, að útilegumenn hefðu aðsetur sitt inn af Fiskivötnum, við Stórasjó, er menn trúðu að væri til, lifði fram á þessa öld. Pálmi Hannesson telur, að Langisjór, sem ekki er ýkjalangt upp frá afrjettarlöndum V.-Skaftafellssýslu, og nær henni en Fiskivötn, hafi ekki fundizt fyr en 1858 og þá af tilviljun. (Sbr. Árbók Ferðafél. Isl. 1933, bls. 44). Sveinn Pálsson læknir fór til Fiskivatna síðast á 18. öld og rann- sakaði þau nokkuð, en nokkru síðar, eða 1861, tekur Björn Gunn- laugsson þó ekki dýpra í árinni um þekkingu á Fiskivötnunum en það, að hann segir, að þau sjeu „nokkurn veginn kunnug".1) Þegar þetta er kunnugt, fer að verða skiljanlegt, að vötnin — eða veiði í þeim — hafi ekki verið fundin á 15. öld. Menn á fyrri öldum hafa hliðrað sjer hjá því, að fara rannsóknarleiðangra um hin tröllslegu öræfi og auðnir norð-vestan Vatnajökuls. Og enn þann dag í dag, eru landsvæði þar órannsökuð að mestu, þegar undan er skilin rannsókn- arför Fontenay, sendiherra Dana, frá Illugaveri til Kerlinga 1925. Ekki bendir það til raunverulegrar þekkingar á fyrri tímum, á Fiski- vötnum, ef til er staðfræðileg lýsing á þeim, þar sem þau eru talin „hundrað að tölu eða fleiri“, og að kort sje til af þeim, er sýni, að lögun þeirra sje svipuð og á uppdrætti Sæmundar Hólm, (sbr. uppdr. I) þ. e. „eitt stórt vatn (í miðju) og mörg smá umhverfis“ (U. N., bls. 368). Allt eru þetta hugsmíðar. Fiskivötn hafa aldrei verið neitt nálægt 100 að tölu, og lögun þeirra hefur aldrei verið sú, að stórt vatn væri í miðju og mörg smá umhverfis það. Landslagið í kringum vötnin afsannar þetta fullkomlega. Vötnin eru gígavötn, og því afardjúp, svo að öskugusur, t. d. úr Heklu, hafa ekki megnað að fylla þau upp. Þau liggja flest í djúpum hvilftum, en milli þeirra. eru háir kambar og hryggir. Stærsta vatnið (Litlisjór) hefir ætíð' verið innst og austast, en aldrei í miðju. Það, sem nú hefur verið talið, held jeg að afsanni það með öllu, að við þessi vötn sé átt í Njálu. Dr. E. Ó. Sv. heldur, að það hefði ekki tafið Flosa nema „um dag“ og fara til Fiskivatna. Hjer gerir hann sig sekan um það, sem hann ber á Njáluhöf., að stytta vega- lengdir, því að hjer styttir hann vegalengd um helming. Af leið Flosa, t. d. ofanvert við Svartanúp, til Fiskivatna er 10—11 stunda 1) Þorv. Thoroddsen segir í Ferðabók: „Þó menn lengi hafi vitað nokkuð um Fiskivötn, og margir byggðarmenn farið þangað til veiðifanga, þá hafa þau þó aJdrei verið könnuð, svo menn hafa hvorki í bókum né á uppdráttum haft glögga hugmynd um þenna vatnafláka". Hann kannaði Fiskivötn 1889.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.