Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Page 13
Bautasteinninn yfir Sigurði Vigfússyni. í íæðu þeirri er forstöðumaður Þjóðminjasafns.ins hóit á fimtugs afmæli þess 24. febr. 19131) fórust honum svo orð: »Jeg hefi í dag — samkvæmt góðum sið við önnur eins tækifæri og þetta — vitjað legstaða þeirra þriggja síðastneíiidu fyrirrennara minna, sem hvíla hjer í Eeyjavík. Legstaðir þeirra Jóus Árnasonar og Sigurðar Guðmundssonar eru auðkendir með bautasteinum, en eigum vjer nú að láta það dragast lengur að leggja s t ein á leiði Sigurðar Vigfússonar fornfræð- i n g s ? Sigurður hafði dáið 8. júlí 1892. Ekkjan var efnalaus og afkomendur engir. Oskabarnið hans, Fornleifafjelagið, hafði minst aldarfjórðungsafmælis síns og var nú búið að lifa aldarþriðjung, en ekki verður sjeð að því hafi kom- ið til hugar að varðveita endurminninguna um sinn aðalfrömuð með legsteini á leiði hans, enda hafa og efni þess ætíð verið af skornum skamti. Stofnunin, sem hann styrði, Forngripasafnið, hafði aldrei heldur það fje, er verja mætti til þess að halda á þennan bátt á lofti endurminuingunni um hinn ötula íor- stöðumann þess, þótt það geymdi í gripum þeim, er hanu hafði útvegað því fyrir lítið fje, óbætanlega fjársjóðu. Það var þó þjóðarskylda, að syna þessum 1 manni sóma með minningar- marki yfir framliönum moldum hans, og sú skylda hvíldi fyrst og fremst á 8amtíðarmönnum hans og næstu eftiikomendum, og mátti vera tiifinnanlegust þeim, er reyndu að halda áfram störfum hans. Loks, rjettum 3 árum eftir að hugmyndin um að inna þessa skyldu af hendi, hafði verið látin í ljós opinberlega, var send út meðal mauna í Reykja- vík eftirfylgjandi beiðni: SAMSKOTALISTI. Bautasteinar standat brautu sær, nema reise niðr at nið. Sigurður Vigfússon fornfræðingur var einn af þeim nítjándu ald- ar mönnum þjóðar vorrar, er henni munu lengst minnistæðir. Fornfræðisraun- 1) Prentnð i ísafold XXX'X. 16,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.