Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Page 8
8 rnun stóllinn hafa verið smíðaður. Verður þá hvorttveggja eðlilegt, að þessi stóll sje smíðaður handa honum fyrir Þórunni systur hans á Grund, og eins hitt að stóllinn hafi aldrei frá Grund farið að Möðrufelli til Ara, þar eð svo stutt hefir verið á milli þess að stóll- inn varð til og lífiátsAra 1550. — Ekki mun stóllinn gerður handa hónda Þórunnar, því að hún var á milli manna einmitt á þessum árum. — Annað mál er það, að þessir tveir sviplíku stólar, sem hún gaf kirkjunni eins og áður segir 1551, hafa að líkindum verið þar stóiar þeirra hjónanna, hennar og Þorsteins, síðasta manns hennar; minna má þó á það, að hún gaf 3 stóla kirkjunni, en óvíst hversu þriðji stóllinn hefir verið. Stólar þessir eru meðal hinna merkustu minjagripa íslenskra, sem enn eru til frá fyrri öldum, ekki að eins fyrir það hve »góður er að þeim nauturinn« heldur og af því að þeir gefa svo góðar upp- lýsmgar um islenska skrautlist á tímabili, sem mjög fátt af slíkum gripum islenskum er nú til frá, miðri 16. öld, og þeir eru svo snild- arlega gerðir og svo ágætlega útskornir, að þeir mega af því merk- isgripir heita. Utskurðurinn er ríkulegur, uppdrættirnir margir og smekklegir, og frágangur prýðisfallegur. Vitanlega er hjer um ís- lenskan bændaiðnað, heimilis-listiðnað, að ræða, og ekki listaverk hálærðs trjeskurðarmeistara; en því fróðlegri verða i rauninni þessi handaverk, og að vissu leyti merkilegri fyrir menningarsögu vora. Kaupmannahöfu, 22. IV. 1918. Matthias Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.